Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1930, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.12.1930, Blaðsíða 9
BJARMI 201 Ritstjóra Bjarma þykir að vísu vænt um að hinar stefnurnar skuli taka svo mikið tillit til blaðs hans, að kenna heila stefnu við Bjarma, -- en telur þó hinsvegar miklu rjettara að stefnan sje kend við bók bókanna og kölluð bíblíustefna. Pað er »göm- ul« stefna og æfinlega »tímabær«. Einhver var að ympra á því, að sra Jakob á Norðfirói væri nokkur vorkunn, honum mundi þykja oróa- lag trúarjátningarinnar nokkuð gam- aldags þar sem stæði »undir Pontíus Pílatus«, upp til himna« og »ni6vr til Heljar«, en öðrum þóíti það ótrúleg bókstafsþrælkun. Enginn mundi hafa skift sjer af, þótt hann segði »þegar Pontíus Pílatus var landshöfðingk, og enn væri alment sagt »upp« til skýja, »upp« í loftið, og vissi enginn þann bókstafsþræl, sem hneykslaðist á því orðalagi. Hins vegar þótti öllum meinfangalaust aó þess væri minst í yfirlýsingu nefndarinnar að þessháttar orðalag væri »tímabund- ið«, enda þótt tillagan, sem samþ.ykt var frá þjóðminjaverði færi nær vilja flestra fundarmnana, — eins og nú er ástatt í kirkjumálum vorum. Kirkjusagan hefir margasannað um öll kristin lönd, að kaldlyndar trúarstefnur eru ófærar til góðra framkvæmda jafnt innan safnaða sem til útbreióslu kristinnar trú.ar, og það skiftir ekki miklu máli í því sambandi hvort kaldlynda stefnan steypir yfir sig fastmótuðu kenn- ingakerfi og heimtar blint fylgi við það — eða lánar sjer heimspekiskápu og kveðst vera í eilífri sannleiksleit. Það er oss alt fullljóst, sem telj- um hitt ófært að launaður starfs- maður kristinnar kirkju afneiti alveg Kristi og telji Jesúm frá Nazaret ekki hafa verið annaó en öfgafullan stjórnmálamann. Tillaga pefndarinnar tekur einmitt þær hugsanir vel fram, og varar jafnt við köldum varajátningum sem byltngagjarnri afneitun. Því fór mjög fjarri, að .fundar- menn vildu hrinda nokkrum frá sjer, sem fús er að játa kærleika sinn til frelsarans, þótt skilningsatriðin sjeu í molum, því er oss raun að því að sjá nokkra unga presta og guófræð- isleiðtoga »miðflokksins« draga sig i hlje frá samstarfi við áhugasama leikmenn, »koma aðeins til að deila um guðfræði,« en sitja heima ef rædd eru siðferðismál og fram- kvæmdir. — Það vakti og eftirtekt við fyr- greindar umræður er ungur guð- fræðisstúdent talaði einarólega gegn guðfræóisstefnu háskólans og' ekki síður erindið í fríkirkjunni, þar sem ungur kandidat og vellærður kvað upp úr meó það, að hin svonefnda »nýguðfræði« væri alment orðin á eftir tímanum,: og- »nútíma-guðfræð- in« miklu jákvæðari. Fundarmönnum var þaó og gleði- efni, að fá þær fregnir, að .ríkis- stjórnin væri hætt við að beita sjer fyrif prestafækkun. En kunnugir vita vel að sú ráðabreyting hefði ekki orðið, ef enginn hefói þorað aó mót- mæla því að prestaköllin lausu voru ekki auglýst. — Hefóu margir í kirkjunni helst kosið að þau andmæli hefðu komið ákveðnust frá biskupi og- prestastefnu, enda þótt þeir geti unnað einörðum kjósendum í sumum prestlausu prestaköllunum og kirkju- málanefndinni alls sóma í því máli. Hann mun hafa haft ^alt þetta í huga presturinn, sem sag'ói í fundar- lok: »Jeg fer heim með mikið bjart- ari vonir um framtíð kirkju vorrar, en þegar jeg kom hingað«. — og svo mun hafa verið um fleiri. S. Á. Gíslason.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.