Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1930, Blaðsíða 24

Bjarmi - 01.12.1930, Blaðsíða 24
216 BJARMI þá segja um líf og kenningu. Drott- ins. Um Pápías segir Irenæus, að hann hafi verið áheyrandi Jóhannes- ar og fjelagi Pólýkarpusar og nefnir hann »mann gamla tímans», þ. e. mann, frá fyrstu tímum kirkjunnar í Litlu-Asíu. Hann vitnar einnig til bókar Pápíasar, »Skýringar á orði Drottins«, sem mikið var lesin í frumkirkjunni. Auk þessara tveggja nafngreindu »öldunga« talar hann þó einkum um einn mann enn, sem hann að vísu ekki nefnir með nafni, en kveðst sjálfur oft hafa heyrt hann andmæla trúvillingnum Markí- on, og um þennan »öldung« segir hann, að hann hafi verið áheyrandi ekki aðeins lærisveina postulanna, heldur og margra postulanna sjálfra. Samkvæmt Jiessu getur það ekki verið neinum vafa undirorpið, að það er eftir heimildum úr Litlu- Asíu, sem Irenæus getur um -dvöl Jóhannesar í Efesus á ýmsum stöð- um í aðalriti sínu og segir tvívegis, að hann hafi verið þar þangað til Trajanus keisari kom til valda, svo óg er hann segir á öðrum staó, að Opinberunarbókin sem hann tel- ur Jóhannes postula hafa ritað sje samin undir lok stjórnartíðar Dómitíans keisara (81—96), og eins er hann getur þess í brjefi til Vikt- ors biskups í Róm (um 190), sem Eusebíus greinir í kirkjusögu sinni, að Pólýkarpus hafi haldið páska með Jóhannesi og hinum öðrum postul- um, sem hann var samvistum með. Og Irenæus er ekki ^á eini, er um það vottar, að kirkjan í Litlu-Asíu hafi varðveitt heimildina um dvöl Jóhannesar þar til æfiloka. Aðeins fáum árum eftir að Irenæus samdi rit sitt »Gegn trúarvillum«, finnum vjer sömu arfsögu staðfesta af bisk- upinum í sjálfri Efesusborg, Pólý- krates. Eusebíus hefir varðveitt brjefkafla frá honum til Viktors Rómabikups (frá því um 190), þar sem hann segir skýlaust, að legstað- ur Jóhannesar postula sje í Efesus. Sömuleiðis eigum vjer Eusebíusi að þakka vitneskju vora um það, að annar maður kirkjunnar í Litlu- Asíu, Apollón að nafni, andstæðing- ur »montanismans«,!):) hafi í riti einu frá 196 (eða 197) getið um mann, sem Jóhannes hafi vakið upp frá dauðum í Efesus - - um það eru allir sammála, að Apollón eigi þar við Jóhannes postula. Ennfremur finnum vjer á seinni hluta 2. aldar dvöl Jóhannesar í Efesus staðfesta af Tertullían í Norður-Afríku og Klemens í Alex- andríu. Þó má vera að Tertúllían hafi vitneskju sína um þetta frá Irenæusi; sje svo, þá hefir vitnis- burður hans ekki sjálfstætt gildi. Hvað Klemens snertir, þá hefir hann einnig vafalaust lesið aðalrit Irenæ- usar; en hann hefir líka haft aðrar heimildir til aó byggja á. Hann tal- ar víóa um menn, er voru af eldri kynslóó en hans og verið höfðu kenn- arar hans, og á meðal þeirra kenn- ara, sem hann virti svo mikils, nefn- ir hann sjerstaklega einn »jonier«, sem sje mann, ættaðan frá Litlu- Asíu. Frá næstu tímum þar á eftir læt jeg nægja að geta þess, að clík- ir menn sem Orígenes og Eusebíus, er báðir höfóu afar-víðtæka þekk- ingu á kirkjulegum bókmentum 2. aldar — langtum meiri en varóveitst hafa frá þeim tíma -, hafa auð- sjáanlega ekkert fundið í öllum þeim bókmentum, er varpaði vafa á erfi- *) Montanus írá Frýglu hjell því fram (um 150), að hann sjálfur vœri »huggar- inn«, sem Kristur hjet að senda lœrisvein- um sínum. Þýð.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.