Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1930, Síða 10

Bjarmi - 01.12.1930, Síða 10
202 BJARMI Frá Kína. Sumarleyfi og haustannir. Óhjákvæmilegt er að nokkurt hlje verói á kristniboðsstarfinu á sumrin, háannatímann og meðan hitarnir mestu standa yfir. Er þá engin leið aó halda uppi tíóum samkomum. Enda er þá bæói útlenda og innlcnda starfsfólkinu full þörf á dáhtilli hvíld. Sambandsstjórn kristniboðsfjelags- ins norska hefir svo fyrirskipaó, aó i>ennan tíma skuli haldió kirkju og kristniboðsþing; skulu þar rædd ýms vandamál í sambandi við trúboðið, hvernig eólilegast sje aó skifta meó sjer verkum, fjárveitingar o. s. frv. Stendur þingió venjulega tvær vikur og er öllum kristniboðunum skylt að sækja það. Nú vill svo vel til, aó á mióju starfssviói okkar, sem er á stærð við þriðjahlutann af íslandi, er hátt og fagurt fjall, Haishan. Þykir þaó einkar vel fallió til sumardvalar, og hafa kristniboðarnir komið sjer þar upp sumarbústöóum á eigin kostnaó. Þangað leitum vió hvíldar á sumrin; þar er kristniboðsþingió háð. f lok júnímánaðar koma kristni- boóar til Haishan úr öllum áttum og meó öllu móti: gangandi, ríðandi, í buróarstólum og á vögnum. Enn aðr- ir koma uppeftir ársprænu á fljóta- bát, alveg aó rótum fjallsins. Vegna ræningjaóeiróa komumst vió ekki í þetta skifti á stað til Haishan á venjulegum tíma. Á þeirri leió hggja yfir 70 þorp í eyði síóan um miójan s.l. vetur. Frá þessum j)orp- um mun ekki ofætlað að yfir 70 þús- undir manna sjeu enn þá í dreifingu víðsvegar um hjeraóið. Hefir fjoldi tlóttamanna haldió til hjer á stöðinni. Haldið þió aó jeg hafi orðið í vand- ræóum meó peningana (40 kr.), sem kristniboósvinur einn á Islandi sendi »handa hungruóum Kínverjum«? Þrisvar sinnum varó jeg aó fara um þetta svæói fram og aftur á síðastl. vetri.' Var jeg þá einu sinni hætt kominn, hefóu ekki nokkrir hermenn (af tilviljun eóa ráóstöfun Guós?) komió á vettvang. Ræningjar þessir náðu hjúkrunar- konu frá sjúkrahúsinu í Laohokow á vald sitt, ungri stúlku, dóttur sam- verkamanns míns, Gin Já-sí. Nýiega kom frjett um að hún hefói fyrir- farió sjer. Er skiljanlegt aó hún hefir tekið þann kostinn fremur en æfilanga smán og svíviróing. Einn minna yngstu og efnilegustu samverkamanna, Gá aó nafni, hefir orðið fyrir hræóilegri ógæfu í sumar. Ræningjar rjeðust á þorpió, þar sem hann á heima; er þaó allstórt og rammlega víggirt, svo aó þorpsbúar veittu mikla mótspyrnu. En ræningj- arnir komu sínu fram og myrtu í hefndaræói um þúsund manns, kon- ur jafnt og karla, börn og gamal- menni. Gá, vinur minn, komst með naumindum undan, en konuna hans ungu og litla barnið myrtu ræningj- arnir. - Þessir ræningjar eru nú teknir á mála í herinn; berjast þeir nú fyrir málstaó ríkisstjórnarinnar kínversku! Kínverskur kventrúboði varó fyrir einkennilegri á.rás í sumar. Var hún á ferðalagi á milli tveggja þorpa fót- gangandi. Slóst þá maður í för meó henni; bauóst hann til að bera fyrir .hana böggul, sem hún hjelt á undir hendinni, voru það föt, nesti og pen- ingar. Þáði hún boðið, enda var mað- urinn hinn almennilegasti. Á einum staó lá vegurinn eftir háum sýkis- bakka; vatt hann sjer þá syndilega aó henni, hratt henni út í sýkið og hljóp leiðar sinnar. Hún komst meó mestu

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.