Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1930, Blaðsíða 22

Bjarmi - 01.12.1930, Blaðsíða 22
214 BJARMI Vió höfum því sem næst oróió aó g-jalda frímerkjanna íslensku. Höf- um vió ekki haft mikla gleói af há- tíóarfrímerkjunum nýju. Peim hefir venjulega verið stolió af brjefunum, svo aó vió vitum naumast hvernig bau líta út. Af götunum á umslögunum má þó ráóa, aó þessi nýju frímerki hljóti aó vera gróflega stór! Jeg kveó ykkur svo meó einlæg- ustu blessunaróskum! Tengchow, Honan, China. 26. sept. 1930. Ólafur Ólafsson. NB. Að gefnu tilefni vil jeg geta þess hjer, að engin hætta er á að ábyrgðarbrjef glatist í pósti. En öruggara er þó að senda ávísun á einhvern enskan banka, heldur en að senda seðla. Bankaávísun er betri en pöstávísun. Enskir og ameriskir peningar eru hjer I háu verði. ó. ö. -----•> <-> «—- Jól. (Lag: Atburð sje jeg). Blessuð jólin ljetta vora lund, lýsa, verma, græða hjartans und. Gamalmenna sjáum bros á brá, börnin ljóma’ af gleði og innri þrá. Pað er eins og hvísli vinur hljótt, hvísli, svo að öllu verður rótt. Það er líkt sem vordags blíður blær blómskrúð andans veki fjær og nær. Hver á þenna hjartans gróðrar yl? Hver á svona mikinn fögnuð til? Hver á þetta helga sólar bál? Hver fær talað þögult strengjamál? Kristur geymir hjartans helga y 1, hann á svona mikinn fögnuð til, hann á þetta helga sálarbál, hann fær talað þögult strengjamál. Helst á jólum finnur maður flest, flest er straumhvörf hugans vekur mest. Þá er eins og skýrt í lygnri lind, lífsins speglist hverful töfra-mynd. Mynd er sýnir bæði bros og tár, bjarta þræði, líf 1 fleiri ár, gömul, löngu horfin bernskubrek, barnsins hug og æskumannsins þrek. Móður falla tár um föla kinn. Frið hún þráir, besta vininn sinn. Kristur varma rjettir henni hönd, hann sem þekkir lífsins sorgarbönd. Gamall faðir yfir æfibraut, augum rennir, mörg er lifuð þraut, hvarmar þrútna, þyngir dáin von, því hann hefur mist sinn einkason. En Kristur gleður gamla vininn sinn, gefur honum bros um föla kinn, leiðir traust við sína hægri hönd, heim á minninganna drauma lönd. Barnið sem fellir falslaus tár, finnur enginn hve þess tregi’ er sár. Kristur skilur barnsins bljúga lund, ber því feginn ijós 1 sinni mund. Öll á jólum eyðast sorgartár, andinn hefst á flug og gróa sár. Jafnast burtu jafnan skuggaflug, jólasólin veitir því á bug. Kristur er vort besta leiðarljós, lífsins takmark fram að æfiós. Kristur gefur öllu lifi lit, lifsins stærstu öflum minsta þyt. Skúli G. P. frá óseyri. Ritvissa JólamesrpSspjals. I. brjef. (Síóari kafli). 3. Loks hafa menn skírskotað til oróa Jesú í Mark 10: 39 (Matth. 20: 23) til aó sanna píslarvættisdauða Jóhannesar. Par á því aó vera beint spáð, aó einnig Jóhannes eigi að feta í fótspor meistara síns og líða písl- ardauðann — jafnvel vera búinn að líða hann, þegar þessi orð voru töluó, með því að ýmsir gagnrýnendur telja þau vera lögð Jesú í munn

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.