Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1930, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.12.1930, Blaðsíða 4
19(5 BJAEMI Jólahugleiðing. Það er aófangadagskvöld, jólin eru komin. Mönnum er svo hugþekt aó minn ast á jólin. Þaó vekur altaf innri gleói. Á jólunum eru allir börn, þá veróa allir svo hjartanlegir, svo viókvæmir. Eldra fólkió minnist bernskuár- anna; þaó minnist jólanna, er þaó dvaldi heima í föóurhúsum, heima hjá pabba og mömmu, og ljek sjer sem börn kringum lítió jólatrje. Amma og afi, sem nú eru gömul, meó gullnar hærur, gleójast innilega í hjarta sínu, þegar litla barna-barn,- ió þeirra færir þeim lítió kertaljös í jólagjöf. 1 sambandi við jólin vakna svo margar endurminningar, þaó er sem brugöió upp myndum í heimi hugans, frá liónum tímum. Sumir brosa, aórir tárast, þaó er svo margt, sem stendur nú svo ljóet fyrir hugskotssjónum hvers eins, nú, á sjálfum jólunum. Oft hefir byrói lífsins verið þung’ og dimt í hug, jafnvel dimmra en skammdegismyrkrið á löngum vetr- arnóttum. En það birtir altaf af og' til, þaó eru altaf sólskinsblettir hjer og þar, þeir margfaldast og verða sterkari og stærri, uns þeir hylja aó lokum skuggahlió lífsins. Á jólunum minnast menn vina, sem búa fjarri, og senda þeim hug- hlýjustu jólaóskir. Á jólunum þiggja menn ljós aó gjöf og gefa ljós í stað- inn. — Mannssálin er sem strengja- hljóófæri, sem gefur frá sjer mis- fagra tóna, eftir því hvernig streng- irnir eru slegnir. Margir sem menn umgangast í dag'lega lífinu, slá þessa strengi óþægilega, svo aö þeir gefa frá sjer falska tóna, sem særa, en ekki græða. Þeir menn, sem leika best á þessa strengi, eru lengst komnir á þroska- braut lífsins. Hver slær streng sálarinnar á sjálfa jólanóttina? Þeir hljóma svo skært og tónar þeirra vekja svo fagrar hugsanir, menn veróa svo sannir og hjartanlega barnslegir. Hver þekkir mennina svona vel? — Hver á þennan þroska? — Hver á þennan mikla sálarkraft? Þaó er Kristur frelsari vor, hann kemur nú á jólanóttina og lofar oss að heyra, hve fagurt er hægt að leika á strengi manssálarinnar. — Kristur, barnið, sem fæddist af fá- tækri móóur og lagður svo í jötu, hann, sem var píndur vegna þess að hann skildi lífió og' sagði sannleikann. Hann sýndi oss, aó ekkert annaó en g'öfugt og gott tilheyrir oss mönn- unum, í raun og- veru; alt annað er oss ekki skylt. Þaó illa eru þrep, sem vjer eig'um að stíga yfir, sker, sem vjer eigum að sig'la fram hjá. Vilj- um vjer ekki öll sem fyrst þekkja lífiö og tilveruna, læra aó skilja sál- ir meóbræðra vorra, þekkja Guó? Kristur sjálfur býður oss hönd sína. Hver er styrkari leiósögumaó ur? Hver þekkir veginn betur? Skúli G. P. frá Öseyri. Þú heyrir. Þú heyrir, Guð, þœr hljóðu bænir, , sem hjörtum sreröum stíga frá, og skilur þessar jjungu stunur, þær, sem enginn túlka má. Það þarf engar orðaræður að auglýsa þjer hjartans mál. AIL þú sjer og alt þú þekkir innst og dýpst í hverri sál. Sumarliði Halldórsson.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.