Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.12.1930, Qupperneq 3

Bjarmi - 01.12.1930, Qupperneq 3
BJARMI 195 allar gömlu jólaminningarnar. Börn- in læra snemma jóla sálmana, og alstaöar eru þeir sungnir, í kirkju jafnt sem skemtisal; allir kunna þá, þótt langir sjeu sumir hverjir,. og aldrei slitna þeir. Vió könnumst vió suma: »Heims um ból«, Fögur er fold- in« ofl. Þegar hálsinn og fæturnir fara aó segja til sín, er setst til hvíldar, og fá menn þá auga á heilli böggladyngju inn undir trjenu. Sá yngsti og liprasti er látinn draga fram bögglana. Hann les utanáskrift- ina og afhendir bögglana og brátt situr fólkið meó fult fangió og undr- unarsvip og gleói á andliti. Þegar bögglarnir eru leystir upp, vex fögn- uóurinn um allan helming, því að margt skrítió veltur út úr þeim, þó helst nytsamir munir. Heimilisfólk- ið gefur hvort öðru góóar gjafir og vinnur oft aó þeim löngum stund- um í laumi. Jafnvel frá frændum og vinum í fjarlægum heimsálfum koma kærkomnar jólagjafir. Þakk- lætistilfinningin brýst út í vinsam- legum oróum og hlýjum handtökum. Á jóladagsmorguninn bjóóa allir gleóileg jól og búast nú brátt til kirkjuferóar. Þaó er unaóur aó aka meó góóvinum, á stórum sleóa meó gæóingum fyrir, á jóladagsmorgun- inn, þegar hvítt er yfir öllu og reyk- inn leggur beint upp af býlunum, sem eru eins og snjóhús til að sjá, meó ljósleitum og rauóum veggjum milli snævi þakinna trjánna og greni- skógurinn stendur dökkgrænn og lætur greinarnar lafa undir snjó- byngslunum; eóa fara á báti yfir spegilsljettan fjörðinn, meó útsýn yfir bygðirnar, sem gægjast fram hndan annesjum og milli hárra f jalla; eóa til brattra skógarhlíð- anna, meó hvítum fossaföllum og þverhníptum tindum og löngum fjallahryggjum aó baki. — Klukkna- ómurinn fyllir loftið og fólkió safn- ast til kirkjunnar úr öllum áttum. Jólaguöþjónustan er fögur og mikil- fengleg og hinn gamli, látlausi og grípandi gleóiboóskapur gagntekur hjörtun og sálmasöngurinn stígur hreimmikill frá brjóstum alls safn- aóarins. - Þegar heim er komió, er fólk um kyrt og nýtur hátíóar- innar hver meó heimafólki sínu, en úr því fyrsti jóladagur líóur, er mik- ió um samkomur, heimboð og skemt- anir, alt fram á þrettánda. Alstaö- ar eru kristniboósfjelög, bindindis- fjelög, K. F. U. M. og K. og ung- mennafjelög, sem gangast fyrir samkomum meó ræðuhöldum, veit- ingum og jólatrjám. Prestar og prje- dikarar hafa ekki mikinn friö á jólunum. Sunnudagaskólinn eóa barnakennararnir gangast fyrir sam- komum barnanna og gamalmennun- um er heldur ekki gleymt. Fara sam- komur þessar vel fram og eru næsta vinsælar. Veita þær ágætt færi á aó ná öllum almenningi meó boö- skap Drottins. Lengi lifa jólaminn- ingarnar í hugunum, og hvert sem frændur vorir berast um höf og lönd, þá hugsa þeir jafnan heim til gamla landsins á jólunum, og end- u.rminnast hátíóarinnar heima í stof- unni, þar sem jólatrjeið stóó undir stjörnustráöum himninum og í upp- ljómaðri kirkjunni, og }>akka Guói, sem gaf jólin. Sig. Þomteinsson. Gjafir og áheit. Til Elliheimilisins í Rvik: Dýrfirðingur 10 kr., Dánargjö? frá »gömlum Borgfirð- ing« 2000 kr., Gamalt áheit 5 kr., Tvö systkini í Rvík til minningar um foreldra sina 26. okt. 200 kr., P. Bj. 10 kr., A. Md. 10 kr., Aheit vegna Guðm Guðm. 10 kr., Frú II. Sv. 10 kr.

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.