Bjarmi - 01.01.1976, Page 8
Lilja S. Kristjánsdóttir
TRU
stofu alheimssambands kristilegu
stúdentahreyfingarinnar á bibliu-
legum grundvelli (IFES) fró ein-
um þessara starfsmanna, sennilega
siSasta bréfiS, sem berst þaSan um
sinn. — Eftirfarandi línur eru tekn-
ar úr þessu bréfi:
„Ég hef ákveSiS aS vera kyrr,
og ég hvet engan af kristnu stúd-
entunum til þess aS fara af landi
brott. ÞaS þarf aS prófa trú þeirra
meB þrengingum. Og ég held, aS
GuS muni ekki bregSast þeim, ef
þeir trúa á hann i raun og veru.
Ég er tortrygginn á trú, sem tek-
ur lifinu létt. Enn fremur þurfa
þeir aS vera hér til þess aS vitna
fyrir þeim, sem þarfnast Krists svo
mjög. LagSar verSa hömlur á starf
mitt, en þeir fá fleiri tœkifœri en
ég til vitnisburSar og til þess aS
stySja hver annan. Ef allir fara
frá Víetnam, hver verSur þá liér til
þess aB vitna fyrir hinum?”
BréfiS endaSi á þessa leiö:
„Þetta er sennilega siSasta sam-
band mitt viS IFES (Intemational
Fellowship of Evangelical Stu-
dents). BiSjiS fyrir mér og einnig
fyrir stúdentunum og fyrir kirkj-
unni, aS viS fáum kjark, styrk og
vizku til þess aS horfast í augu viS
eldraunina, sem bíSur okkar. Drott-
inn okkar er upprisinn. ViS eigum
eftir aS þjást, deyja og rísa upp
meS honum raunverulega. SkiliS
hlýjum kveSjum frá okkur til allra
félaga í alþjóSasambandinu. Þökk
fyrir."
f annarri frétt segir, aS kom-
múnistar í SuSur-Víetnam séu byrj-
aöir aB taka til hendinni gagn-
vart trúuSum mönnum, eins og viS
mátti búast. Nokkrir prestar úr
hópi mótmœlenda, svo og einn
kristniboði, hafa þegar veriS drepn-
ir; einnig tveir kaþólskir biskupar.
Kommúnistar hafa útrýmt 450
kennurum í kristilegum skólum í
fylkinu Darlac. Ein til tvœr millj-
ónir kristinna manna í SuSur-Víet-
nam eru á „svörtum lista" kom-
múnista og bíða örlaga sinna í
bœn. Forstjóri kristniboSssamtak-
anna Christian Missionary AUiance
hefur sagt á blaSamannafundi:
„Flóttamenn hafa upplýst okkur
um, aS prestar og forstöSumenn
hafi veriS skotnir opinberlega, þeim
til dœmis og ótta, sem reyna aS
efna til andstöSu viS guSleysis-
stefnu innrásarliSsins. FramtíS
kristinnar kirkju í Vietnam er
óviss. Ég hvet menn til aS biSja
fyrir innlendum prestum, sem hafa
ákveSiS aS vera kyrrir á sínum
staS til þess aS veita Iöndum sín-
um andlegan styrk og leiSsögn á
þessum órólegu tímum".
Þær hétu Kristine og Elí, kon-
urnar tvær í f jallabyggðinni Egge-
dal í Noregi, sem ég kynntist fyrir
meira en 20 árum. Ég gisti oft
heimili þeirra beggja, hlaut frá-
bærar móttökur og átti vináttu
þeirra ekki aðeins, meðan ég dvaldi
í Noregi, heldur líka þó að Atlants-
álar skildu okkur að. Ég mat þær
mikils og gat margt af þeim lært.
Þess vegna festi ég línur þessar
á blað til að fleiri fái að kynnast
þeim lítillega gegnum fátækleg orð
mín.
Þó að ég sæi ekki Kristine og
Elí fyrr en veturinn 1954, þá veit
ég margt um ævi þeirra fyrir þann
tíma. Kristine hafði gifzt ung.
Maðurinn hennar missti heilsuna
fljótlega. Hún bjó á litlu, erfiðu
fjallabýli með heilsulausan mann
og stóran barnahóp, sem hún kom
vel til manns. Rétt fyrir lát eigin-
manns síns seldi hún litla fjalla-
býlið og fluttist niður í dalinn. Þar
keypti hún snoturt einbýlishús og
hjálpaði nágrönnum sínum eftir
þörfum þeirra. Þegar einhver veikt-
ist, var alltaf leitað á náðir Krist-
ine. Hún hjúkraði og hlynnti að
hinum sjúku, og þegar dauðinn
barði að dyrum á einhverju heim-
ilinu, var kallað á hana til að ganga
frá síðasta hvílurúminu. Auk þessa
hafði hún kirkjuvörzluna á hendi,
það var hennar fasta starf. Sízt
af öllu má ég gleyma kristniboðs-
félaginu, sem Kristine helgaði
krafta sína og veitti forstöðu með
miklum sóma. Hún var vel greind,
skarpskyggn og skáldmælt. Þegar
ég heimsótti hana í fyrsta sinn,
var hún nýlega gift seinní manni
sínum, ekkjumanni, sem rekið
hafði bú langt uppi í Vesturbyggð,
efsta og vestasta hluta dalsins.
Nokkru áður hafði hann látið búið
í hendur sonar síns og tengdadótt-
ur, svo að við giftinguna flutti
hann inn í húsið til Kristine. Þar
kynntist ég þeim og fékk síðan jafn
hlýlegar móttökur hjá báðum.
Nokkurn spöl ofan við heimili
Kristine og Hedgars var stórbýli,
þar sem Vidvei-hjónin, komin á
efri ár, bjuggu ásamt tveim börn-
um sínum. Öll hin börnin voru
löngu horfin úr hreiðrinu. Elí var
eina dóttirin í hópnum. Þegar hún
var nokkuð innan við tvítugt missti
móðir hennar sjónina, og auk þess
þjáðist hún af sykursýki. Upp frá
því annaðist dóttirin heimilið fyrir
föður sinn og bróður, auk þess
sem hún hugsaðí um sjúka og
blinda móður sína af mikilli prýði.
Gestagangurinn var mikill á þessu
stórbýli. Móttöku gestanna annað-
ist Elí og hlynnti auk þess að bróö-
ur sínum, sem bjó ofar í dalnum
og var enn ókvæntur. Á sumrin
þyrptust svo bamabörn gömlu
hjónanna í sveitina ásamt öðru
skylduliði. Elí tók á móti öllum
með bros á vör. Aldrei kvartaði
hún yfir því að vera bundin við
stórt heimili og sjúkling öll æsku-
árin. Hún taldi það kristilega
skyldu sína að leysa öll þessi störf
vel af hendi. Auk þeirra annaðist
hún sunnudagaskólann í sveitinni.
Stundum var hún ein, en oft voru
aðrir með henni. Svo var hún auð-
vitað meðlimur í „Bláklukkunni",
kristinboðsfélaginu, sem Kristine
veitti forstöðu.
Árin liðu. Ég fór aftur heim til
Islands. Áður en ég kvaddi Noreg,
barst mér falleg og mjög persónu-
leg gjöf, sem mér þykir innilega
vænt um, frá vinum mínum í Egge-
dal. í hvert sinn, sem ég brá mér
til Noregs, varð ég að heimsækja
Kristine og Elí, en annars skipt-
umst við á bréfum.
Mér var það vel kunnugt, að þær
höfðu aldrei farið út fyrir landa-
mæri Noregs, utan það, að EIí
hafði einu sinni dvalið dagstund
á sænskri grund. Þær höfðu aldrei
haft tíma til slíkra hluta. Allt líf
þeirra beggja hafði verið fórn fyrir
aðra, en sú fórn var færð með brosi
á vör.
Elí missti foreldra sína, föður-
inn skyndilega og móðurina eftir
margra mánaða sjúkdómsstríð, þar
sem dóttirin lagði nótt við dag í
kærleiksríkri umönnun. Síðasta
veturinn hafði Kristíne líka veitt
8