Bjarmi - 01.07.1982, Síða 6
ALLT BMGGIST Á
NÁÐ GUÐS EINNI
Viðtal við séra Ólaf Jóhannsson, nývígðan skólaprest
Sú hugmynd vaknaði lijá forráðamönnum Bjarma, að
fróðlegt ga>ti verið að hirta viðtal við nývígðan skólaprest,
séra Olaf Jóhannsson, lesendum hlaðsins til glöggvunar á
starfi hans og Kristilegu skólahreyfingarinnar (KSH) sem
kallað hefur hann til starfa. Var undirrituðum falið að
freista þess að ná tali af honum í því skyni. Séra Ólafur
varð fúslega við þeirri málaleitan og heimsótti viðmœlanda
sinn nýlega. Fer hér á eftir eitt og annað af því, sem þeim
fór á milli.
V
s
— Það er e. t. v. best að byrja á
því að spyrja þig, hvemig það legg-
ist í þig að hefja starf sem skóla-
prestur.
— Það leggst nú bara vel í mig,
því að ég veit vel að hverju ég geng.
Ég hef lengi tekið þátt í starfi að-
ildarfélaga KSH, Kristilegra skóla-
samtaka og Kristilegs stúdentafé-
lags, og tel mig þekkja innviði
þeirra vel. Ég er því alls ekki kvíð-
inn, heldur fullur eftirvæntingar.
— I hverju er starf skólaprests
aðallega fólgið ?
— Skólaprestur er framkvæmda-
stjóri Kristilegu skólahreyfingar-
innar, enda er starf hans kostað af
félögum hennar. Hann ber vissa á-
byrgð á starfinu innan hennar og á
því að fylgjast með því sem gerist
í KSS og KSF. í því felst m. a. um-
sjón með uppfræðslu, leiðtogaþjálf-
un og biblíuleshópum þegar þeir
starfa, auk almennrar þátttöku í
fundum og mótum. Þá á skólaprest-
ur að styðja viðleitni félaga KSH til
starfs í skólum, t. d. með því að
heimsækja skóla og ganga í bekki
eða fá orðið ,,á sal“, sé grundvöllur
fyrir þvi. Þá fer hann ásamt aðstoð-
arfólki út á land, þangað sem að-
stæður eru fyrir kristilegt skóla-
starf, t. d. kristileg unglingafélög
eða hópar i framhaldsskólum, sem
vilja fá slikar heimsóknir.
— Það er í tísku að tala um tíma-
skekkju. Er það ekki tímaskekkja
að tala um trúmál við æsku, sem
elst upp í neysluþjóðfélagi og hefur
állt til alls og virðist ekki hafa. þörf
fyrir Guð í lífi sínu?
— Alls ekki. Þörfin er einmitt
6