Bjarmi - 01.07.1982, Síða 7
meiri vegna þess, hve þjóðfélagið
mótast mikið af einstaklingshyggju
og allt 'byggist á hinu sýnilega og
áþreifanlega. í mörgum tilvikum
kemur efnið í stað Guðs í lífi manna
og trúartraustið beinist að eigin
mætti, þekkingu eða vísindum.
Menn setja sér eigin siðferðilega
mælikvarða eftir hentugleikum. En
þeir gera sér ekki grein fyrir því,
að trúleysi er einnig trúarleg af-
staða í sjálfu sér. öðrum finnst trú-
in vera alger andstaða efnisheims-
ins. Þá er hún tekin burt úr daglega
lífinu og sett á eitthvert ofurand-
legt aukasvið lífsins. Menn segjast
vilja hafa trú sína fyrir sjálfa sig.
Þeir geti átt hana í einrúmi og beðið
til guðs síns; það komi engum öðr-
um við. Þá verður hið trúarlega
nánast eins og flótti frá raunveru-
leikanum. í þessu hvoru tveggja
sést trúarleg þörf, sem beinist inn
í rangan farveg. Maðurinn finnur,
að hann er ekki sjálfum sér nógur
að öllu leyti, heldur þarf að geta
treyst einhverjum meiri mætti.
Kristin trú segir, að við þurfum
ekki að leita, spyrja og puða við að
ná til þess máttar, því Guð sé sjálf-
ur við hlið okkar í Jesú Kristi, hafi
friðþægt fyrir synd okkar og vilji
auðga tilveru okkar með návist
sinni. Og hann vill hafa áhrif á líf
okkar, hugsanir, orð og verk. Þann-
ig á trúin, samfélagið við Drottin,
að koma fram í lífi manna, hafa á-
hrif á allt, gefa öllu gildi. Og hverju
er betra að treysta á þessum tím-
um, þegar óvissan virðist yfirþyrm-
andi og ótti við tortímingu vegna
styrjalda þjakar marga? Enda virð-
ist vera að vakna meiri almenn um-
hugsun um Guð og tilgang lífsins.
Þess vegna er líklegt, að núna sé
betri jarðvegur fyrir kristin áhrif
en oft áður.
— Mig langar til þess oð spyrja
þig dálítiö um sjálfan þig, uppruna
þinn og trúarlega forsögu.
— Ég er fæddur í Reykjavík og
hef átt heima þar hingað til. For-
eldrar minir, Auður Guðmundsdótt-
ir og Jóhann Benediktsson, eru af
húnvetnsku bergi brotin. Frá því
ég man eftir mér var ég alinn upp
við „guðsótta og góða siði“ eins og
tíðkaðist löngum hér á landi og var
t. d. kennt að biðja í bemsku. Mjög
ungur fór ég að sækja barnaguðs-
þjónustur i Neskirkju og litlu eldri
almennar guðsþjónustur,- Þegar ég
var kominn vel á tíunda árið,
kynntist ég KFUM og stuttu síðar
sumarbúðunum i Vatnaskógi. Ég
átti mína barnatrú og efaðist ekki
f—..................."'N
— í mörgum tilfellum kemur
efnið í stað Guðs i lífi manna
og trúartraustið beinist að eig-
in mætti, þekkingu eða vís-
indum.
um nærveru og bænheyrslu almátt-
ugs Guðs. Ég hafði mikinn áhuga á
öllu þessu trúarlega, sótti bamung-
ur tjaldsamkomur Kristniboðssam-
bandsins í vesturbænum og fór
nokkrum sinnum í Fíladelfíu með
kunningjafólki fjölskyldunnar.
En fermingarveturinn fóru efa-
semdir og spurningar að sækja al-
varlega á. Þá nægði barnatrúin ekki,
því hugmyndir hennar voru of ein-
faldar fyrir þroska unglings á
gelgjuskeiði. Ég sótti UD KFUM,
en fæstar hugleiðinganna höfðuðu
til min. Þó náði til mín spurningin
um hugsanlega þörf mína á fyrir-
gefningu s.vndanna og lifandi sam-
félagi við Krist. Ég reyndi að ýta
þessu frá mér, því mér fannst ó-
þarft að ég gerði upp hug minn að
f-------------------------------
— Enginn lifir lengi á sinni
fyrstu trúarreynslu. Við verð-
um að lifa dag frá degi í sam-
félagi við Drottin og trúin
þroskast með aldrinum til þess
að geta mætt nýjum aðstæð-
um og nýjum spurningum.
s____________________________________
svo komnu máli. Sennilega hefði ég
hætt alveg í kristilegu starfi, ef
Vatnaskógur og KSS hefðu ekki
lagst á eitt með að halda mér við
efnið. En ekki tók betra við þegar
ég vildi gef ast f relsara mínum heils-
hugar. Mér fannst þá ekkert gerast
þótt ég bæði hann um fyrirgefningu
syndanna. En á skólamóti um
haustið laukst það upp fyrir mér,
m. a. með orðunum í Jes. 49:16
(sjá, ég hefi rist þig í lófa mína),
að ekkert byggðist á tilfinningum
mínum eða andlegri upplifun, held-
ur allt á því einu að Kristur er dá-
inn og upprisinn öllum mönnum til
blessunar. Vissulega hef ég oft ef-
ast síðan. Engin lifir lengi á sinni
fyrstu trúarreynslu. Við verðum að
lifa dag frá degi í samfélagi við
Drottin og trúin þroskast með
aldrinum til þess að geta mætt nýj-
um aðstæðum og nýjum spurning-
um. En alltaf finnst mér samt erf-
iðast — og mikilvægast — að lifa í
þeirri vissu, að allt byggist á náð
Guðs einni og að hún breytist ekki
og endar ekki þótt við bregðumst
eða stöndum okkur illa sem læri-
sveinar Krists.
— Hvaö telur þú aö þurfi aö
leggja mesta áherslu á í starfinu
fyrir œskuna og hvernig viltu táka
á því máli?
— Sumt af þessu á einnig við al-
mennt um kristilegt starf. Þar á ég
t. d. við starf KFUM og KogSÍK.er
ég vonast til þess að eiga gott sam-
starf við i mínu starfi. Gagnvart
,,okkar“ fólki þurfum við að leggja
meiri áherslu á skipulega og mark-
vissa uppfræðslu í trúarefnum. Við
þurfum að auka trúvamarþáttinn,
því með því móti geta einstakling-
arnir betur mætt tískustefnum og
slagorðum samferðamanna sinna í
lífinu. Reka þarf áróður fyrir lestri
uppbyggilegra bóka og auka biblíu-
fræðslu til þess að auðvelda mönn-
um að skilja boðskap Ritningarinn-
7