Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.07.1982, Side 8

Bjarmi - 01.07.1982, Side 8
ar og heimfæra hann til ríkjandi aðstæðna. Við þurfum að uppörva hvert annað og sækja fram af djörf- ung, en stundum er eins og við sé- um fyrirfram ákveðin í því, að eng- inn vilii hlusta á kristinn vitnis- burð. Hið kristna samfélag er til þess að styðja og styrkja hvem ann- an, en hver einstaklingur þarf að vera sjálfstæður og glíma sjálfur við spurningarnar, því annars er hætt við að lítil eigin sannfæring fylgi svörunum og lítið þurfi til þess að blása niður vitnisburðinn. Við þurfum einnig að kynnast hvert öðru betur, og þá á ég t. d. við kynni milli mismunandi aldurshópa, sem eru örugglega auðgandi fyrir alla. Hver unglingur í okkar hópi þarf að vera viðurkenndur, hann hefur sín sérkenni og ekki má ætl- ast til þess að allir falli í sama far í f jölmennum hópi. Allir þurfa einn- ig að fá hlutverk, bera ábyrgð, án þess þó að vera gersamlega kaf- færðir i verkefnum, því þá þarf lít- ið út af að bera til þess að uppgjöf sé á næsta leiti. í starfi okkar út á við á ég engar fullkomnar lausnir á því, hvemig við getum best náð til fólks. En við þurfum að vera djörf — við höfum ekkert að skammast okkar fyrir, heldur höf- um við sjálft fagnaðarerindið! Við erum að boða kærleika Guðs til fallinna manna og eigum alls ekki að reyna að draga úr neinu. T. d. hefur það enga þýðingu að fela orðið ,,synd“ í kristinni boðun; það orð á ekki að fela, heldur útskýra. Margir hafa lent í því, að einhver hópur gerir grín að kristnum vitn- isburði þeirra, t. d. í skóla. En oft er þátttaka í slíku eins og skel sem menn leita inn í til þess að ýta frá sér óþægilegum vangaveltum um lífið og tilveruna. Og sé rætt við hvem einstakling hópsins fyrir sig, getur allt annað orðið uppi á ten- ingnum. Og flest okkar hafa senni- lega alltof neikvæða hugmynd um afstöðu annarra til kristinnar trú- ar. En lykilatriðið er auðvitað að orð okkar og verk fari saman sem kristinn vitnisburður. Þaðertillítils að flytja góðan vitnisburð í orðum ef öll framkoma og hegðun vitnar gegn orðunum. — Mér kemur í hug hvort pér finnist dómgreind œskunnar ekkA vera ábótavant aö pví er varöar synd gagnvart Guöi og meöbrœör- unum. Lítur hún ekki á sjálfa sig sem æösta dómstól í pessum efnum? — Ekki einungis æskan, heldur er þetta bein afleiðing einstaklings- hyggjunnar í markaðsþjóðfélaginu. Við erum alltaf að velja og hafna. Á öllum sviðum lífsins er um svo margt að velja og hver og einn vel- ur það, sem honum hentar best. Þetta er síðan yfirfært á siðrænan mælikvarða; hver og einn velur sér nánast viðmiðanir eftir geðþótta. Menn velja þá giaman einhvern guð sem er þægilegur og ekki of kröfuharður. Gagnvart þessu verð- um við að leggja áherslu á tvennt. Annars vegar það, að Drottinn Guð er skapari alls og hann einan á að tilbiðja en ekki einhverja upphafna þætti sköpunarverksins. Hann hef- ur sett okkur ramma til þess að lifa innan; það er hluti sköpunar- innar. Utan þess ramma erum við í synd, í uppreisn gegn Guði. Hins vegar það, að Kristur er frelsari okkar. Ef við tckum það alvarlega, hljótum við að vilja lifa í þvi frelsi, sem hann gefur okkur. Það er frelsi innan marka sköpunarvilja Guðs. Sá maður er nefnilega alls ekki frjáls sem telur sig geta lifað án skeytingar um Guð og náungann, heldur fullkomlega fjötraður í eig- ingirni og sjálfumgleði. Hann er bundinn, því hann verður að treysta á sjálfan sig og heimatilbúinn mæli- kvarða sinn. Og hvað ef allt bregst og hrynur? Þá á hann enga von, enga aðstoð, heldur liggur fjötrað- ur í flækju eigin hugarsmíðar. Kristur friðþægði fyrir alla synd í eitt skipti fyrir öll. Hann olli því, að refsingin fyrir syndina kemur ekki niður á syndaranum. Syndar- inn er frjáls; hann þarf ekki að bera allar byrðar sjálfur, því að Kristur er með á vegferðinni. En við megum ekki gleyma því, að kristinn maður er um leið fullkom- lega ábyrgur, settur til þess að þjóna öðrum mönnum. í rauninni eru hinn kristni maður og hin kristna kirkja sett til þess að vera öðrum mönnum Kristur. í þessu felst mikið traust Guðs á okkur, en um leið mikil ábyrgð okkar. Þannig má rekia það til deyfðar kirkjunn- ar og skorts okkar á djörfung, þeg- ar fáir játa Krist í orði og verki. Við berum ábyrgð þegar trúarþörf manna vaknar og þeir taka að spyria um Guð. Okkur er m. a. s. ætlað að vekia menn og kalla fram spurningar hiá þeim. Kristin kirkia á að vera í sókn. því að hún er tæki hins lifandi. eilífa sigurvegara yfir synd og dauða. Það hefði vissulega verið ánægiu- legt að sitia lengur og ræða við séra Ólaf, því að af mörgu er að taka. En taka verður tillit til tak- markaðs rúms í blaðinu. svo að við vorum sammála um að láta hér staðar numið að sinni. , „. A. S). S — Kristur friðþægði fyrir alla synd í eitt skipti fyrir öll. Syndarinn er frjáls, hann þarf ekki að bera allar byrðar sjálf- ur, því Kristur er með á veg- ferðinni. En við megum ekki gleyma því að kristinn maður er fullkomlega ábyrgur, settur til að þjóna öðrum mönnum. — — Guð er skapari alls og hann einan á að tilbiðja en ekki ein- hverja upphafna þætti sköp- unarverksins. Hann hefur sett okkur ramma til þess að lifa innan, það er hluti sköpunar- innar. Utan þess ramma erum við í synd, í uppreisn gegn Guði. __________ N 8

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.