Bjarmi - 01.07.1982, Page 19
GJAFIR
Eftirtaldar gjafir bárust Kristni-
boðssambandinu í april:
Einstaklingar: HJ 200. JL 500.
ÓÁ 100. JÞ 150. SK 100. JA 1.000.
UG 150. KP 500. GA 1.900. MH
500. GA 500. BS 900. AJ 500. GK
500. SB Grund 100. JG 500. SH
100. SG 500. ÞS 300. BÁ 500. VÞ
500. HÞ 300. NN úr lúigu Betaníu
100. GA 500. SA 1.500.
Félög og samkomur: Sunnu-
dagaskóli Krb.félaganna 8.500.
YD Hólabrekkuskóla 1.105. Krb,-
fél. kvenna 25.000. Kristniboðs-
vikan Akranesi viðbót 480. Élja-
gangur 650.
Minningargjafir: Gjafir til
minningar um Reidar G. Alberts-
son 12.240. Aðrar minningangjaf-
ir 1.060.
Gjafir samtals i apríl 81.435.
Eftirtaldar gjafir bárust Kristni-
boðssambandinu í maí:
Einstakiingar: MH 500. ÞG 500.
SFSV 3.000. DS og GJ 50. KP 500.
JE 200. SV 300. SÓ 500. SA 1.500.
EH 1.000. BS 1.000. JG 500. ÁJ
500. A og G 790. LP (áh) 20. ÞB
500. Ml 100. I og J Skálanesi 700.
ÓF 2.500. MJ 500. JG 450. RES
(áh) 20.
Félög og samkomur: „Minna
SH 139“ 700. Krb.fél. Keflavik
6.000. Sunnudagask. Hellissandi
200. Kristii. félag Heilbr.stétta
2.232,65. Éljagangur 1.650. Krb,-
fél. Árgeisli 1.310. Kristnib.fél.
kvenna Stykkishólmi 5.300. Krb.-
fél. kvenna Akureyri 10.000. YD
KFUK Laugarnesi 1.060.
Minningargjafir: Gjafir til
minningar um Reidar G. Alberts-
son 1.420. Aðrar minningargjafir
5.810.
Gjafir samtals í maí 51.312.65.
Gjafir það sem af er árinu 1982:
kr. 520.106,10.
FRÁ STARFINU
AÐALFUNDUR
LANDSSAMBANDS
KFUM OG K
Landssamband KFUM og KFUK á
Islandi hélt aðalfund sinn laugar-
daginn 8. mai sl. Fóru þar fram öll
venjuleg aðallundarstörf. Fráfarandi
formaður, Ástráður Sigursteindórs-
son, las skýslu sina um liðið starfs-
ár. — Gunnar J. Gunnarsson las
skýrslu um störf sín i þágu Lands-
sambandsins. Björgvin Þórðarson,
gjaldkeri, útskýrði reikninga. Nýr
formaður Landssambandsins var
kosinn sr. Jónas Gislason, en frá-
farandi formaður, Ástráður Sigur-
steindórsson, gaf ekki kost á sér
til endurkjörs. í stjórn voru kosin
þau Anna Hugadóttir og Gísli Frið-
geirsson, en auk þeirra eiga sæti
i stjórn Landssambandsins þau Jó-
hannes Ingibjartsson, Björgvin Þórð-
arson, Margrét Hróbjartsdóttir og
Jón Oddgeir Guðmundsson.
Á fundinum urðu allmiklar umræður
um starf Landssambandsins og
fögnuðu fundarmenn ráðningu starfs-
manns og var samþykkt tillaga þess
efnis að stjórnin ráði mann sem fyrst
i fullt starf. Einnig var rætt nokkuð
um nauðsyn þess að vinna að ut-
gáfu nýrra söngbóka fyrir barna- og
unglingastarf félaganna og sam-
þykkt að skipa nefnd er vinni að
undirbúningi slíkrar útgáfu.
SAMKOMUR
1 BREIDHOUTI
Starfsfólk i deildum KFUM og
KFUK i húsi félaganna við Mariu-
bakka i Breiðholti i Reykjavík hefur
haft með sér nokkuð nána samvinnu
á siðustu árum. Einn þáttur þess
samstarfs var að sl. vetur var efnt
til nokkurra samkoma fyrir félags-
fólk i hverfinu. Voru þær haldnar i
félagshúsinu við Mariubakka. Sið-
asta samkoma vetrarins var haldin
26. maí sl. Þar talaði sr. Lárus Hall-
dórsson og sönghópurinn Saltkom
söng. I lok samkomunnar var öllum
boðið að þiggja kaffi og meðlæti.
Var samkoman ágætlega sótt.
LYKILLINN 15 ÁRA
Bibliuskýringarritiö Lykillinn er 15
ára. Útgefandi er Bibliuleshringur-
inn á Islandi. Ritið kemur út fjórum
sinnum á ári og flytur skýringar á
einstökum ritum Bibliunnar. Það er
miðað við þá, sem vilja lesa hina
helgu bók á hverjum degi og njóta
stuttorðra leiðbeininga.
Gert er ráð fyrir, að þeir, sem nota
Lykilinn, fari yfir alla Bibliuna á
fimm árum. Hvert hefti er rúmar
hundrað siður, og eru höfundar út-
lendir, en þýðinguna annast einkum
ungt fólk. Þriðja hefti þessa árs
kom út núna i júli og er ætlað til
notkunar í þrjá mánuði. Það flytur
útskýringar á eftirfarandi ritum eða
hluta þeirra:
Sálmunum, 2. Mósebók, 2. Kon-
ungabók, Rómverjabréfinu, Jóhann-
esar guðspjalli og Predikaranum.
Einn helzti kostur Lykilsins er sá,
að hann hjálpar mönnum að halda
fast við þá góðu reglu að lesa í
Biblíunni daglega og láta engan dag
falla úr.
Hægt er að gerast áskrifandi Lykils-
ins hvenær sem er og fá ritið sent
heim, en einnig má kaupa einstök
hetti. Lesendur Bjarma eru hvattir
til að kynna sér þetta skýringarit.
Afgreiðslan er á Aðalskrifstofunni,
Amtmannsstíg 2 B, Reykjavik.
ROKATfnilNDI
Bókaútgáfan Salt sendi nýlega frá
sér bókina ,,Með kveðju frá Kölska"
eftir breska rithöfundinn og bók-
menntafræðinginn C. S. Lewis. Sr.
Gunnar Björnsson þýddi bókina ytir
á íslensku og dr. Sigurbjörn Einars-
son, fyrrv. biskup, ritaði formálsorð.
Myndskreytingar eru i bókinni eftir
grískan listamann, Papas að nafni.
Bókin hefur að geyma nokkur bréf
sem gamall ári á að hafa skrifað
yngri starfsbróður i þvi skyni að
kenna honum þá lævisu list að fá
menn til að ánetjast hinu illa. Þótt
bókin sé skrifuð i léttum tón hefur
hún að geyma mikilvægan lærdóm
fyrir hvern kristinn mann. 1 henni er
dregin upp mynd af þvi hve lævis
hinn illi er og á hve mörgum sviðum
kristinn maður þarf að varast að
hann falli ekki.
Bók þessi hefur nýlega komið út á
hinum Norðurlöndunum og fengið
góðar viðtökur. .
19