Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.07.1982, Page 23

Bjarmi - 01.07.1982, Page 23
Þeir hafa mætt hinum algjöra kærleika og hinum algjöra heilagleika. Og sá fundur réö úrslitum um líf þeirra. Já, hann er hinn algjöri. Hann er Guð. Vilji hans er algjör, ella væri hann ekki Guö. Viö getum ekki farið að deila um vilja hans, heldur ber okkur að hlýöa honum. Þess vegna er syndin algjör. Nú munu sumir vilja halda því fram, að synd sé afstætt hugtak; það, sem sé einum manni synd, sé öðrum ekki synd, enda sé það samvizka mannsins, sem skeri úr um, hvað sé synd. Já, sumt er það til í lífinu, sem hver einstaklingur verður að taka afstöðu til. Þetta er kallað adiafora á útlendum mál- um. Átt er við atriði, sem ekki verður dæmt um ótvírætt út frá Biblíunni. Þar getur samvizkan verið æðsti dómstóll. En við skulum gæta okkar, þegar við keppumst við að gera þessa „hvorkinlegu hluti" að synd, að við gerum sjálfa syndina ekki að „hvorkinlegu" atriði. Það, sem orð Guðs gefur nafnið synd, er ekkert auka- atriði. Syndin er algjör. Það, sem Biblían kallar synd, er öllum mönnum synd, á öllum tímum og alls staðar. Það, sem er synd í Osló, er synd i Kaupmannahöfn, París, Kairó og Tokíó. Það, sem var synd á miðöldum, er synd nú á dögum. Það, sem er fermingarbarninu synd, er prestinum synd. Gagnvart þessum algjöra vilja Guðs verðum við öll synd- arar. Og í þessu Ijósi verður spilling okkar algjör. En þess vegna þörfnumst við líka algjörrar náðar Guðs. Náð hans er algjör. Það þýðir, að fyrirgefning hans er algjör. Hann fyrirgefur alla synd, og hann fyrirgefur hana algjörlega. Fyrirgefin synd er ekki til lengur. „Með einni fórn hefur hann um aldur fullkomnað þá, er helgaðir verða" (Hebr. 10, 14). Sjálísprófun En þá stöndum við frammi fyrir hinni örlagaríku spurningu: Hvaða afstöðu tökum við til þessarar fullkomnu gjafar Guðs — og til þess- arar algjöru kröfu hans? Hér á undan var vitnað til orðanna: „Syndin meiri öðrum syndum er að vera algjör gagnvart hinu afstæða og afstæður gagnvart hinu algjöra". Ríki unglingurinn, sem mætti hinu algjöra i Jesú, fór hryggur í burtu. Hann gerði sér að minnsta kosti Ijóst, að hinni algjöru kröfu varð einungis fullnægt með algjörri und- irgefni. Hvað um okkur? Reynum við að komast að samkomulagi? Berum við kápuna á báðum öxlum? Erum við afstæð gagn- vart hinu algjöra? Öll gæði lífsins eru okkur gefin, til þess að við veitum þeim viðtöku með þakkargjörð. En öll eru þau afstæð gæði, jafnvel hið mesta. Engin þeirra mega verða meginatriði lífs- ins. Þau eiga öll eftir að líða undir lok. Við komum tómhent í land. Sæll er sá, sem þá hefur fundið auð sinn í Guði. Ríki Guðs fyrstl Síðan hitt að auki (Matt. 6, 33). Eg er i skulcl „Ég ólst upp á góöu, trúuöu heimili. Þar var okkur sagt skýrt og einfaldlega frá veginum inn í guöríkiö. En ég skeytti engu kalli Guös á œskuárunum, eins og hátt- ur er margra, og yfirgaf heimili mitt snemma til þess aö „fá aö vera í friöi“. í mörg ár flœktist ég um heiminn, var sjómaöur, upp- þvottamaöur í Buones Aires, fakír í Fíladelfíu, niöursuöumaöur í New York o.s.frv. Ég var oröinn sjúkur og vonsvik- inn af hillingum heimsins, en þá frelsaöi GuÖ sál mxna. Hallelúja! Þá hófst nýr tími. Drottinn kallaöi mig strax til þjónustu. Ég var predikari um skeiö, en gekk síöan 1 prestaskóla. Síöan hef ég m.a. veitt sjómannastarfi forstööu. Hin guöhrœdda og trúa eiginkona mín hefur ætíö veriö mér stoö og stytta * þjónustunni. Viö liöfum ávallt notiö blessun- ur í starfinu, og þó höfum viö fundiö, aö Guö hefur veriö aö kalla okkur til beinnar þátttöku í hristniboöi, og nú hefur leiö okh- ur legiö til Austurlanda. Einkunnarorö mín eru úr Róm. IjlJf: „Eg er í skuld“. Þegar ég loka augunum, sé ég fyrir mér hafsjó þjáöra manna. Lítil, sóttheit barnsaugu horfa á mig meö blíöu, ásökun og spum. Ég veit, aö ef ég loka hjarta mínu og höndum fyrir þeim í eigingimi minni, munu þessar litlu vemr veröa sulti og sjúkdómum aö bráö. Tómar, magrar hendur beinast aö mér. Eiga þœr aö lokast tómar? Skarar af geösjúkum, berklaveik- um, holdsveikum — án vonar — án Guös. Ég hef séö þau. Hundruöum saman. Ég hef horft inn í andlit, merkt lífsleiöa og tómleika. Þaö var í hrœöilegum fátœkrahverfum í Suöur-Ameríku. Ég hef rekizt á böm undir brennandi sól Noröur- Afríku. í andlitum þeirra speglaö- ist mynd hinxiar útbmnnu sálar öldungsins. Ég hef gengiö grátandi og sakbitinn milli leppahrúganna x öngstrœtum Bombay og Kalkúttu — vitandi, aö inni í leppahrúgunni var mannvera meö ódauölega sál, sem átti sama rétt til lífsins og ég. Kœri lesandi. Neyö heimsins er voldug áskorun. Jesús segir: Fariö! Þeir em hrjáöir og txnstraöir eins og sauöir, er engan hiröi hafa. ,fFær þeim, gef þeim fregn um Jesúm, fyrr en nóttin byrgir láö!“ (Þýtt). 23

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.