Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.01.1985, Qupperneq 12

Bjarmi - 01.01.1985, Qupperneq 12
„Enginn kristindómur er til án Biblíunnar. Kristinn maður lifir ekki heilbrigðu trúarlífi án þess að leita daglega styrks í lestri hennar. í Biblíunni kemur Guð til móts við okkur og opinberar okkur kœrleika sinn og hjálprœðið í Jesú Kristi. Pað ætti að vera verkefni okkar allra sem trúum á Jesúm að útbreiða Biblíuna og hvetja fólk til að lesa hana og taka boðskap hennar alvarlega. “ Ástráður Sigursteindórsson, fyrr- um skólastjóri í Réttarholtsskóla í Reykjavík, nú starfsmaður Biblíufé- lagsins, leggur þunga áherslu á gildi Biblíunnar í öllu kristilegu trúarlífi og starfi. Skoðanir hans mótast ekki af því að hann vinnur í Guðbrandsstofu í Hallgrímskirkju, aðsetri Biblíufé- lagsins, heldur hefur hann alla tíð verið „Biblíumaður“. „Ég hef kynnst Biblíu og guðrækni frá blautu barnsbeini. Kvöldlestur var föst venja heima. Passíusálmar voru lesnir á föstunni og Jónsbók á sunnu- dögum. Enginn dagur féll úr árið um kring, og við bræðurnir hlustuðum alltaf. Foreldrar okkar tóku okkur líka ætíð með sér í kirkju en þar voru þau fastagestir.“ Unglingurinn efast Snemma lá leið Ástráðs í KFUM. „Ég sá séra Friðrik Friðriksson, stofn- anda KFUM og KFUK, í fyrsta sinn þegar ég var sjö ára gamall. Þá lét mamma mig heilsa honum eftir afar fjölmenna barnaguðsþjónustu í dóm- kirkjunni á aðfangadag jóla. Ég fór fljótlega að sækja sunnudagaskóla félaganna og svo yngstu deild drengj- anna. Sveitastjórinn minn var Páll Sigurðsson, prentari. En á unglingsárunum tóku efa- semdir að sækja á hugann. Ég hætti þá að fara á drengjafundina og kunni ekki við mig í fámennri unglinga- deildinni. Ýmislegt í gagnfræðaskól- anum j*ekk þvert á barnatrúna, t.d. sumt í náttúrufræðinni. Séra Friðrik kenndi okkur kristinfræði í þriðja bekk. Hann hvíslaði oft að mér þegar ég kvaddi hann eftir kennslustund- irnar: „Kemurðu ekki bráðum?" Ég lét sjá mig á fundum stöku sinnum en viðbrigðin voru svo mikil úr fjölmenninu á drengjafundunum. En svo er það eitt sinn í fundarlok að séra Friðrik endar fundinn með bæn. Allir drúpa höfði. Mikil kyrrð ríkir í salnum. Ég verð gagntekinn af helgi stundarinnar og þeirri tilfinningu að hér sé gott að vera. Eftir þetta fer ég að sækja unglingadeildarfundi reglu- lega. Nú kynnist ég líka góðum piltum á svipuðu reki og ég. Þeir eiga sumir lifandi trú á Jesúm. Ég tek eftir því og fer að þrá að geta trúað eins og þeir. Þá hófst hörð barátta. Ég leitaði Guðs en efasemdirnar þyrluðust upp. Ég efaðist jafnvel um að Guð væri til. Ég sótti fundi í „Kristniboðsflokki drengja“ sem Bjarni Eyjólfsson stóð fyrir og hafði samverustundir í Beta- níu. Einnig varð ég fyrir miklum áhrifum þegar Bjarni fór að halda Biblíulestra á Akri, heima hjá Páli Sigurðssyni og Margréti Þorkelsdótt- ur, konu hans, einu sinni í viku. Ég fór í Vatnaskóg og þar hélt ég áfram að glíma. Ég var þá orðinn sveitarstjóri í KFUM en blygðaðist mín: „Þú ert sveitarstjóri, þú sem átt ekki sjálfur trúarvissu.“ Loks þoldi ég ekki lengur við en hleypti í mig kjarki og fór á fund séra Friðriks heima í Reykjavík. Þar létti ég á hjarta mínu og sagði honum hvernig á stóð fyrir mér. Hann reyndi að leiðbeina mér og áður en við skildum fórum við niður í bænaher- bergi. Þar lagði hann hendur yfir mig og bað mér blessunar Guðs. Allt varð þetta mér til hjálpar í leit minni að Guði. Samt átti ég í þessari baráttu samfellt í þrjú löng ár. Þá loksins lauks fagnaðarerindið upp fyrir mér. Ég var kominn í fimmta bekk í menntaskólanum. Vinir mínir höfðu verið í heimsókn síðdegis. Þegar þeir voru farnir um kvöldið opnaði ég Nýja testamentið mitt og rakst á þessi orð í Lúk. 23,8: „En er Heródes sá Jesúm varð hann næsta glaður.“ Já, það voru einmitt þessi orð sem ollu þáttaskilum. Ég „sá“ Jesúm á alveg nýjan hátt og varð sjálfur glaður. Hann varð mér þetta sama og hann var félögum mínum sem áttu fullvissu trúarinnar, frelsari og Drottinn. Síðan hef ég aldrei þurft að efast um tilveru Guðs eða náðina í Jesú Kristi.“ Nú var Ástráði það fagnaðarefni að mega starfa meðal drengjanna. Hann kynntist þeim vel, fylgdist með trúar-

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.