Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1985, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.11.1985, Blaðsíða 6
Bach og Hándel — tveir tónlistarmenn, fæddir sama ár í sama landshluta, en ákaflega ólíkir. lokum settist hann að í London. Par hófst óperusmíði hans fyrir alvöru. Um 1730 var starfi hans að óperusmíði nær lokið, en nýtt tónlistarform kom fram á sjónarsviðið og gagntók huga hans; hið enska „óratóríó". Starf hans á þessum vettvangi náði hápunkti sínum með frumflutningi á óratóríunni „Messías", árið 1742. Hann hélt áfram tónsköpun sinni allt til ársins 1757, en í dag er Messías þekktasta verk hans. Hándel dó 14. apríl 1759. Johann Sebastian Bach fæddist 21. mars, 1685 í bænum Eisenach, en sá bær bjó að ríkum hefðum á vettvangi tónlist- ar og kirkjulífs. Hann missti báða foreldra sína áður en hann varð 10 ára og flutti því til eldri bróður síns árið 1695 og bjó þar í 5 ár, á meðan hann lauk námi í latínuskólanum. Árið 1700 fór hann til Liineburg og 2 árum seinna fékk hann fyrstu organistastöðu sína í Arnstadt. Hann vildi aftur á móti læra meira og fór því enn 2 árum seinna til Lúbeck þar sem Buxtehude var organ- isti. Pað má geta þess að sóknarnefndin í Arnstadt hafði gefið Bach 4 vikna leyfi til að takast þessa ferð á hendur, en Bach varð svo heillaður af dvölinni að hann kom ekki til baka fyrr en að 4 mánuðum liðnum! Ferð þessi hafði mikla þýðingu fyrir starf hans sem orgelleikari og tónskáld. Árið 1707 giftist hann frænku sinni eftir að hafa fengið stöðu í Muhlausen, en aðeins ári síðar hélt hann til Weimar og gerðist hallarorganisti og tónlistarmaður hjá hertoganum af Sachsen-Weimar og hafði það starf með höndum í 10 ár. Frá árinu 1717 var hann hirðtónlistarstjóri í Köthen, áður en hann svo kom til Leipzig árið 1723 þar sem hann bjó til dauðadags. Bach var kantor við Tómas- arkirkjuna í Leipzig og kennari við skólann. Starf hans var m.a. fólgið í að sjá um alla tónlistarflutning í kirkjum bæjarins. Kona Bachs hafði látist 1720 og hann var nú giftur öðru sinni. Á þessu tímabili fæddi seinni kona hans, Anna Magdalena honum 12 af 20 börn- um hans. Aðeins 9 þessara barna voru enn á lífi er Bach lést í júlí 1750. .hrif þessara tveggja tónskálda á samtíð þeirra voru mjög misjöfn. Handel var hinn veraldarvani heimsborgari, og naut hann mikillar hylli fyrir starf sitt, sem einkum snerist um veraldlega tónlist. Hann var fyrst og fremst óperutónskáld og ekki kirkju- tónlistarmaður, en vegna útbreiðslu og vinsælda óratóría hans liafa kirkjutón- listarverk hans verið mun meira flutt. Hándel hafði geysisterk áhrif á enska kollega sína á 18 öldinni, og hinn sterki persónuleiki þessa mikla tónlistarmanns mótaði allt tónlistarlífið það mikið, að aðrir gleymdust og fengu ekki notið sín. Ef starf hans er skoðað í sögulegu samhengi, má segja að þýðing hans í vestrænni tónlistarsögu sé mun minni en þýðing og áhrif Bachs, þó bæði Haydn og Gluck hafi borið mikla virð- ingu fyrir honum, og Beethoven og Mozart kalli hann snilling. Það eru fyrst og fremst óratóríur Hándels sem haltlið hafa nafni hans á lofti, eins og áður hefur verið getið. Messías er án efa þekktasta verk Hándels og er gott dæmi um ágæti óratóríuformsins sem Hándel skapaði úr ítölsku óperunni og hinu cnska „anthem". Hvorki Messías né aðrar óratóríur Hándels voru ætlaðar til flutn- ings í kirkjum, en voru fluttar í leikhús- um'með sviðsbúnaði en án leiks. Þó var litið á Messías sem trúarlegt verk, en því var ekki þannig farið um aðrar óratóríur Hándels, sem fyrst og fremst fjölluðu um ýmsar hetjur Gamla testa- mentisins, s.s. Salómon og Samson. í kjölfar óratóríanna fylgdu önnur verk sem nær æ síðan hafa verið flutt í kirkjum, en það eru orgelkonsertarnir. Hándel samdi þá til flutnings á milli þátta óratóríanna, og eru þeir taldir vera einna mikilvægastir einleikskon- serta hans. ndstætt Hándel starf- aði Bach sem kirkjutónlistarmaður nær allt sitt líf. Áhrif frá Marteini Lúther skipuðu engan veglegan sess í tónlist Hándels, en hjá Bach var hlu'.ur hans og siðbótarinnar mikilvægur. Sálmar Lúth- ers og nýsköpun sú á þessu sviði scm hann varð hvatamaður að myndar beinagrind, ef svo má segja, í miklum hluta tónlistar Bachs. Samt sem áður var Bach uppi á tíma sem einkenndist af hnignun frískleika siðbótarinnar og sálmalögin höfðu misst mikið af krafti sínum. Hin lúthersku sálmalög (koral) einkenndust ekki eingöngu af nýjum lögum og breytingum á eldri kirkjulög- um, heldur voru líka vinsæl lög og vísur samtímans notuð. Er komið var fram á byrjun 18. aldar höfðu lög þessi tekið nokkrum breytingum, svo hin frísklega 6

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.