Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1985, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.11.1985, Blaðsíða 7
hrynjandi var horfin og allar nótur orðnar jafnlangar. Þetta kemur glögg- lega í ljós er Bach notar þekkt sálmalög í kór- og orgelverkum sínum. Bach setti sér háleit markmið með lífsstarfi sínu. Að eigin frumkvæði reyndi hann ávallt að auka tónlistargæð- in þar sem hann starfaði. Flutningur kantata var hápunkturinn í þessari við- leitni, og samdi hann m.a. nýja kantötu fyrir hvern einasta sunnudag í mörg ár. Takmark hans var fyrst og fremst vel skipulögð kirkjutónlist Guði til dýrðar. Pað útilokaði þó ekki að Bach semdi líka veraldlega tónlist. M.a. samdi Bach kantötur við texta eftir Neumeister í ítölskum óperustíl. Þetta varð m.a. til þess að „resitatív“ og aríur komu inn í kantöturnar. Þessar veraldlegu kantöt- ur urðu einkum til á Weimar-tímabilinu er hann vann við hirð hertogans af Sachsen-Weimar. Á þessum árum samdi hann einnig mikinn hluta orgel- verka sinna, þar sem hann hafði aðgang að orgeli hallarkirkjunnar. í starfi hans við hirðina í Köthen, var enn minni þörf fyrir kirkjutónlist. Þar samdi hann því engin orgelverk, en aðallega ýmsa aðra hljóðfæratónlist einkum fyrir sembal og fyrir hljómsveit. Hann dvaldi aðeins í 6 ár í Köthen, og má gera ráð fyrir að það hafi m.a. stafað af að hann gat ekki komið kirkjutónlist- arhugmyndum sínum á framfæri. Næsti og síðasti viðkomustaður hans var Leipzig. Þar fór tími hans meira en nokkru sinni áður í að semja tónlist við sunnudagsguðsþjónusturnar. Auk stöðu sinnar sem kantor Tómasarkirkj- unnar var hann kennari við Tómasar- skólann og stjórnaði drengjakórnum, sem söng reglulega í kirkjum bæjarins. í hljómsveitinni sem lék við kantötu- flutningana á sunnudögum voru aðeins 8 hljóðfæraleikarar. Því er ekki erfitt að skilja óskir Bachs um að fá úr meiru að spila. Tónlist hans ber því vitni að hugmyndir nans að baki verkunum gera ráð fyrir stærri kór og hljómsveit en hann átti völ á í sínum eigin söfnuði. Samt sem áður hafði starf hans mikil áhrif í umhverfi hans. Þó hann væri mikils metinn af ýmsum, var hann engan veginn eins þekktur og Hándel, og það áttu eftir að líða meira en 50 ár áður en Bach uppgötvaðist á ný. Er Bach vann að sínu síðasta verki „Die Kunst der Fuge“, hafði nýr tónlistarstíll þegar hafið innreið sína og gerðist fljótlega arftaki þeirrar tónlistar sem Stytta Carls Seffners frá árinu 1908 fyrir framan Tómasarkirkjuna í Leipzig. Aðalmarkmið Bachs var að þjóna Guði mcð tónlist sinni og það gerði hann með þvi að gefa alia krafta sina innan kirkjunnar sem hann tilheyrði. Bach er fyrst og fremst fulltrúi fyrir, en það er barokktónlistin. Fólk skildi ekki að Bach var að mörgu leyti á undan sinni samtíð, og hann gleymdist fljótt eftir dauða sinn, enda gerðu breyttir tímar það að verkum að hann var þá talinn gamaldags. Bach var fyrst og fremst tónlistarmað- ur, og ekki barokktónskáld, og sýndi það sig í hversu mikið hann starfaði út frá eigin markmiðum og lét ekki alla aðra hafa áhrif á sig. Kannski er það einmitt ástæðan fyrir að menn smám saman uppgötvuðu snilli hans, því í dag sjá menn hversu „alheimslegur“ Bach er. Þetta sýnir sig einkum í stærri verkum hans, s.s. passíunum og mess- unum. í passíunum lýsir hann þjáningu Jesú, en messurnar (h-moll messan) innihalda messuliðina á latfnu. Þetta minnir okkur enn einu sinni á að Bach var fyrst og fremst kirkjutónlistarmað- ur, og í því liggur einmitt stærsti munur- inn á Bach og Hándel. Saga Bachs sýnir okkur einnig hversu mikilvægan sess tónlistin skipaði í guðs- þjónustunni, og er það mjög athyglis- vert frá sjónarhóli kirkjutónlistar- manna. Tónlistin var mikilvægt „hjálp- artæki" til að gera guðsþjónustuna að því sem hún á að vera; tilbeiðsla og lofsöngur manna til Guðs. Hvort því sé enn þannig farið er aftur á móti önnur spurning. En sú staðreynd að tónlistin var svona mikilvæg, ætti að verða okkur til umhugsunar um hvert sé gildi hennar í guðsþjónustunni í dag. T T ^ vaö höldum við svo uppá, nú 300 árum eftir fæðingu þessara meistara. Fyrst og fremst gleðjumst við yfir snilli þeirra á sviði tónlistarinnar og yfir þeim verðmætum sem þeir hafa gefið okkur í gegnum tónlistina. Tveir tónlistarmenn, fæddir í sama heims- hluta, í sama landshluta, en störfuðu í gjörólíku umhverfi og við ólíkar að- stæður. Við nefnum þá oft saman í einni hendingu, en mikilvægt er að við gerum okkur grein fyrir hversu ólíkir þeir eru, enda kemur sá mismunur glöggt í ljós þegar hlustað er á tónlist þeirra. Mesti munurinn á Bach og Hándel er þegar allt kemur til alls sá að aðal- markmið Bachs var að þjóna Guði með tónlist sinni, og það gerði hann með því að gefa alla krafta sína innan kirkjunnar sem hann tilheyrði. Hann vildi gefa Guði dýrðina fyrir verk sín, og því var vfirskriftin yfiröllu því sem hann samdi: SOLI DEO GLORIA. 7 L

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.