Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1985, Blaðsíða 13

Bjarmi - 01.11.1985, Blaðsíða 13
Anders Josephson. nn gjöf Guðs ')ér 'W s W £iri. M| f ’ég “■m >1. 'm k á,in. t/lje f)rir r 'el Ség 'H ta Vi •'ða I >la ’iiö Hví S ið i'sns 1 að r^m var ’ tta átig "'ð- lisSa ttrf. 'n>lu t Cg ',Jta- 1:1 a •’ír- ') 'V n9n ntn ■k 'X en ég var nú aldrei duglegur nemandi á því sviði. Maður lærir jú nóturnar og svo aðeins meira. — En hvernær fórstu að syngja einsöng opinberlega? — Þegar ég var 13 ára fór ég á fermingarbarnamót og þar uppgötvaði ég að ég gat farið að syngja fullum hálsi, var kominn í gegnum verstu múturnar. Ég veit ekki hvernig það hljómaði en ég fékk tækifæri til að syngja einsöng í kirkjunni á þessu fermingarbarnamóti. Ef ég man rétt þá byrjaði ég í söngnámi í tónmenntaskóla ári seinna. — Hvernig hefur þér gengið að samræma guðfræðinámið og söngnám- ið? — í fyrsta langi eru engar andstæður í þessu tvennu, heldur þvert á móti. Það er mjög gott að læra undirstöðuatriði söngs vegna guðsþjónustunnar. En svo er það annað mál að ég er í þessu námi samtímis og það skapar tímavandamál. Vandinn hefur verið að fá tíma til að sinna guðfræðináminu og söngnáminu nógu vel hvoru um sig. Út af fyrir sig hefur sem sagt gengið vel að samræma námið en oft erfiðlega að láta tímann ganga upp. — Hvers konar tónlist höfðar aðal- lega til þín? — Það er nú fyrst og fremst söngtón- list af ýmsu tagi sem höfðar til mín. Þegar ég er að sinna einhverjum störfum hef ég gaman af að hlusta á popptónlist, jafnvel diskótónlist því hún hefur svo góðan takt. Ég hef gaman af allri framandi tónlist s.s. arabískri tónlist. Ég hef ánægju af tónlist blökkumanna, blues og jaz^, og þá því betra sem hún er eldri og upprunalegri. Ég hef mjög gamman af klassískri tónlist en það er áhugi sem hefur vaknað smám saman. Ég nýt klassískrar tónlistar best á tónleikum og þegar ég er búinn að kynna mér verkið áður. Þegar maður þekkir baksviðið og er auk þess á tónleikum þá verður tónlistin lifandi 0£ andrúmsloftið gefur ákveðna stemmningu. Það er eins og klassísk tónlist geri meiri kröfur. 1 eldri tónlist er fólgið visst menningarbil, hún er samin undir öðrum hefðum og með allt öðrum forsendum en við þekkjum í dag. Til þess að geta tekið þetta stökk og notið og skilið tónlistina verðum við að kynna okkur hana vel. En þessi tónlist gefur mikið meira en sú popp- tónlist sem ég hlusta á þegar ég sinni eldhússtörfunum. — Nú söngst þú í óperunni Carmen er hún var flutt hér síðastliðinn vetur. Hver var aðdragandi þess að þú fékkst þetta hlutverk og hvernig líkaði þér að leika og syngja á sviði? — Vorið áður hafði ég enga hugmynd um að þetta gæti orðið að veruleika en söngkennarinn minn Elísabet hvatti mig til að fara í prófsöng hjá óperunni sem var þá um vorið. Ég fór og söng þar eina aríu og tvo lieder söngva. Síðan heyrði ég ekki neitt frá óperunni fyrr en í lok sumarsins og þá frétti ég að ég ætti að fá að syngja eitt hlutverk þarna í óper- unni. Því var nú breytt og í staðin var mér úthlutað að syngja heldur betra og meira hlutverk sem var hlutverk nauta- banans í Carmen. Fyrst söng Simon Vaughan í hlutverki nautabanans, Kristinn Sigmundsson í kringum jólin og síðan tók ég við og söng í átta skipti eftir áramót. Þetta voru sem sagt ekki mörg skipti en samt fannst mér þetta voðalega mikið. Hlutverkið krafðist mikils undirbúnings. Mér fannst þetta spennandi en mér leist nú ekki á blikuna vegna þess að ég hafði enga reynslu af því að standa á sviði. Ég er nú fekar stór og stirður í mér, ekki beint sviðsmaður í hreyfingum. En ég æfði mig mjög vel og fékk til þess góða hjálp. Þegar margt fólk vinnur saman að einu markmiði þá er hægt að ná góðum árangri, líka með fólk sem hefur litla reynslu. Þarna í óperunni myndaðist lítið samfélag þar sem allir hjálpuðust að. Samfélag sem myndaðist og síðan leystist upp en út úr því fer maður ríkari. — Gætir þú hugsað þér að gera eitthvað fleira í þessum dúr í framtíð- inni? — Jú, jú ég get vel hugsað mér það. En það er svo sem ekkert sem maður getur ákveðið sjálfur, það fer eftir því hvað manni er boðið að gera á þessu sviði. Og svo spilar það líka inn í hvar maður er staddur á lífsleiðinni. Núna er ég ennþá í námi og hef möguleika á að sinna öðru, því vinnutíminn er sveigjan- legur. Það er möguleiki að starfandi prestur geti sinnt slíkum söng að ein- hverju leyti, en varla í verulegum mæli. — Hvað ertu að fást við þessa dag- ana? — Núna er mikið að gera hjá mér því ég er að undirbúa mig undir einsöng á tónleikum sem íslenska hljómsveitin stendur fyrir. Dagskrá þessara tónleika er helguð konunni í lok kvennaára- tugarins. Ég mun syngja verk eftir Mist Þorkelsdóttur sem heitir Davíðssálmur 116 og einnig þrjú lög eftir Jórunni Við- ar. Á þessum vetri er ég að ljúka námi mínu í guðfræðideild og er því að vinna að kjörsviðsritgerðinni minni sem fjallar um friðþæginguna. í þessari ritgerð tek ég útgangspunktinn hjá sænskum guð- træðingi sem hét Gustav Aulén. — Hvert stefnir hugurinn síðan í nánustu framtíð? — Ég ætla nú bara að taka það rólega fyrst um sinn. Móðir mín sagði eitt sinn: „Maður á að mennta sig eins mikið og hægt er svo að þær gjafir sem Guð hefur gefið, gefi sem mestan arð.“ Þetta er rétt en samtímis tekur menntun tíma og það er spurning hvort maður geti verið að mennta sig endalaust. Ég lýk guð- fræðináminu nú í vor en held áfram með söngnámió. Auk þess er konan mín í ströngu námi og við hjálpumst að við að passa Ásdísi dóttur okkar. — Hvað viltu segja að lokum um tengsl trúarinnar og söngsins í þínu lífi? — Söngurinn er út af fyrir sig gjöf Guðs. Það er gleði að fá að syngja og sérstök gleði að syngja kristilega söngva, bæði lofsöngva til Guðs og söngva sem vitna um það sem Guð hefur gert fyrir okkur mennina. Söngur- inn getur verið frábær miðill til að tjá kristna trú og bera vitnisburðinn um Jesú áfram til annarra manna. Tónlistin getur oft betur en orð tjáð tilfinningar, m.a. þess vegna er hún mér mikils virði. Ég hef oft fundið til mikillar innri gleði í gegnum sönginn. Þess vegna hvet ég sem flesta til að syngja og njóta tónlistar eins og þeir hafa tækifæri til. 13

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.