Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.11.1985, Page 18

Bjarmi - 01.11.1985, Page 18
BREF Kristniboðarnir skrifa: Eins og að koma hefm Kæru kristniboðsvinir! Við viljum byrja þennan pistil á því að þakka ykkur fyrir síðast, á almenna mótinu í Vatnaskógi, mótinu á Löngumýri, á kveðjusamkomunni í húsi KFUM og K við Amtmannsstíg í Reykjavík, á prestastefnunni og öðrum samkomum og fundum. Það er svo mikilvægt að minna sjálfan sig sífellt á að starfið, sem við erum að vinna, er starf allra kristniboðsvina. Það er ieikur að læra... Ferðin út gekk vel og við lentum heilu og höldnu á Jomo Kenyatta flugvelli utan við Nairóbí að morgni 8. ágúst. Það var undarleg tilfinning að koma aftur til Kenýu. Hún var öðruvísi en fyrir Wi ári, þegar við lentum þar og vissum í rauninni ekki hvað beið okkar. Það var eins og að koma heim eftir ferðalag í þetta sinn, því að nú þekktum við allar aðstæður og vissum hvað beið okkar. Það var vissulega trega blandið að skilja við vini og fjölskyldur heima á Fróni, en hins vegar var það eins og að koma til sinnar annarrar fjölskyldu að koma aftur í kristniboðahópinn, enda tala kristniboðarir um hópinn sem kristni- boðafjölskylduna og börnin kalla full- orðna fólkið frændur og frænkur. Þann 14. ágúst byrjaði Heiðrún svo í heimavistarskólanum í Nairóbí. Bæði við og hún vorum spennt að vita hvernig það myndi ganga. Þegar að því kom, að hún ætti að fara að sofa á heimavistinni fóru að renna á hana tvær grímur en síðan jafnaði hún sig, enda var hún með fleiri börnum, sem voru í sömu aðstöðu og hún. Hennar bekkur er stærsti bekkur skólans, með 12 nemendur. Aldrei hafa verið eins mörg börn í skólanum og nú eða 70 talsihs. Um 30 eru börn Norð- manna, sem vinna að ýmsum þróunar- verkefnum í landinu og búa í Nairóbí. Einnig eru nokkur börn Norðmanna, sem störfuðu í Súdan á vegum hjálp- arstofnunar norsku kirkjunnar en urðu að yfirgefa landið í lok síðasta árs. Það er gott að börnunum hefur fjölgað í skólanum, því að það eykur félagsþroskann og viðbrigðin við að koma í stóran skóla heima verða minni. Höfðinglegar móttökur Nokkru eftir að skólinn byrjaði, héldum við til Chepareria til þess að ná í hluta af búslóðinni okkar, sem þar var. Það var undarlegt að koma þangað og vera bara gestur. Okkur var tekið eins og þjóðhöfðingjum. Hvarvetna þar sem við fórum var slegið upp veislu. Söfnuðurinn á stöðinni hafði veislu okkur til heiðurs. Það kostaði vænan sauð lífið, auk þess sem bornar voru fram steiktar hveitikökur og kenýskt te. Við það tækifæri fluttum við kveðjur frá kristniboðsvinum heima. A sunnudeginum var guðsþjón- usta í kirkjunni og höfum við aldrei séð kirkjuna eins þétt setna á sunnu- dagsmorgni. Og að sjálfsögðu var þetta skikkanleg pókotguðsþjónusta með tilheyrandi vitnisburðum, kveðj- um og kórsöng. Guðsþjónustan stóð í 31/2 klukkustund! í Chelekatet var kvöldsamkoma. Þar var einnig veisla með úgalí (maís- köku), kindakjöti og tei. Á eftir var samkoma og var litla kirkjan þar troðfull. Ekki datt okkur í hug að við fengjum svona góðar móttökur, en óneitanlega yljuðu þær okkur um hjartaræturnar og tengdu okkur énn sterkari böndum við Chepareria. Kveðjurnar frá kristniboðsvinum á íslandi vöktu mikla gleði og fólkið klappaði hressilega, þegar þær voru bornar fram. Það var fagurt um að litast í Pókot- héraði. Allt var iðagrænt og maísinn í ökrunum var fallegur og sums staðar tilbúinn. Fólkið fékk baunauppskeru ^ um mánaðamótin júní og júlí, þanmg að það var komið ve) yfir hungurs- neyðina, en flestir höfðu grennst veru- lega. Margir létu í ljós þakklæti fyrir hjálpina, sem veitt var fyrir peninga frá Hjálparstofnun kirkjunnar og sögðust ekki vita hvernig þeir hefðu farið að ef sú hjálp hefði ekki borist. Gleðilegt var að sjá vöxt í ýmsum greinum starfsins og sérstaklega var ánægjulegt að sjá að barna- og ungl- ingastarfið var orðið þróttmeira en áður. Er mikilvægt að biðja mikið fyrir því. Einnig virtust ýmsir safnað- armenn hafa meiri ábyrgðartilfinn- ingu fyrir starfinu en áður. Innri og ytri neyð Dagarnir í Chepareria liðu hratt. Nú erum við komin á leiðarenda og erum að verða búin að koma okkur fyrir. * Hér í Díaní er heitt og rakt og allt ryðgar, sem ryðgað getur og föt mygla jafnvel í fataskápunum á rigningar- tímanum. Fólkið minnir að mörgu leyti á Pókotþjóðflokkinn hið ytra, en hugs- unarhátturinn er um margt frábrugð- inn. Hér er fólkið múhameðstrúar, 18

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.