Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1985, Blaðsíða 21

Bjarmi - 01.11.1985, Blaðsíða 21
RÚMEMÍA: Á öldum ljósvakans Norea-útvarpsfélagið norska sendir út kristilegt efni á ýmsum tungumál- um til margra landa, þ.á m. kommún- istaríkja I Austur-Evrópu. Arið 1971 hófust sendingar á rúmensku og er útvarpað í hálftíma á föstudögum. (Jmsjonarmaður þáttanna er gyðing- ur, Moscovici að nafni. Var honum bjargað úr klóm Þjóðveija á stríðs- árunum ásamt fleiri trúbræðrum sín- um, en það afrek vann kona á vegum Norska ísraelstrúboðsins. Moscovici komst síðar í kristilegan félagsskap og er nú prestur í Vestur-Þýskalandi. f hverjum mánuði ferðast hann til Dan- merkur þar sem þættir hans eru tekn- ir upp, en síðan er þeim útvarpað frá Monte Carlo. Moscovici segir að ekki sé vitað hversu margir heyri útsendingamar því að hlustendur i Rúmeníu megi ekki skrifa til Norea eða annarra kristilegra útvarpsstöðva á Vestur- löndum. En útvarpsmenn í Monte Carlo telja rúmenska hlustendur vera hálfa til eina milfjón. Moscovici fer öðm hveiju til Rúmeniu og verður hann var við mikinn áhuga á útvarps- þáttunum. Austur-Evrópuríki tmfla sumar út- varpssendingar að vestan eins og kunnugt er. Útvarp Norea til Rúmeníu hefúr þó fengið að vera í friði og telur Moscovici það stafa af því að stjóm- mál séu aldrei nefnd í þáttum hans. Minnihlutahópar búa við erfiðar að- stæður í Rúmeníu, segir Moscovici, og á það ekki síst við evangelísk-kristna menn. Frelsið er takmarkað og ungt fólk getur ekki safnast saman á kristilegar samkomur. Á hinn bóginn er það gleðiefni að vöxtur er ■ mörgum fríkirkjusöfnuðum. Einnig hafa vakn- ingar orðið meðal baptista og á síð- ustu áram hafa margar kirkjur verið reistar á þeirra vegum, með fjár- stuðningi frá Þýskalandi og Banda- rikjunum, — en rúmenska stjórnin notar hvert tækifæri til að fá vest- rænan gjaldeyri inn I landið. IwmwmægGsm GIAFIR til hristniboðsíns Hvað kostar kristniboðið? Það er ekki víst að allir geri sér grein fyrir því hvað það kostar að reka kristniboðið. Fjárhagsáætlunin fyrir þetta ár hljóðar upp á 4,5 millj. kr. og í lok september hafði aðeins safnast um helmingur af þeirri upphæð, eða rúmar 2,2 millj. kr. Það er því nauðsynlegt að gera átak í fjáröflun fyrir kristni- boðið. Það hefur verið hallarekstur síðastliðin þrjú ár og hefur verið stofnað til skulda sem þarf að greiða. Fjárhagsáætlun fyrir næsta ár er uppá tæpar 6 millj. kr. Eg vil hvetja alla kristniboðsvini til þess að leggja sitt af mörkum. Gjöfum er hægt að koma til skila á eftirfarandi hátt: • Greiða með innleggi eða gíró á hlr. 13384 í Landsbanka íslands, Austurbæjarútibu. • Greiða með gíró á Póstgíróreikning nr. 651001. • Koma gjöfum á skrifstofuna á Amtmannsstíg 2b, Reykjavík. Sigurjón Gunnarsson, gjaldkeri Sambands íslenskra kristniboðsfélaga Nnr. 7472-7549, Pósthólf 651, 121 Reykjavík 1986 1985 4,5 mi||j. 4,o 3.0 |2,o J 1,0 5,o 4,o 3,o 2,o 1,0

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.