Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1985, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.11.1985, Blaðsíða 14
Lilja Kristjánsdóttir. Sönghópar og kórar í félagssamtök- um þeim sem gefa út Bjarma hafa mjög leitað til Lilju S. Kristjánsdóttur um söngva og lagatexta, einkum í seinni tíð, og nokkrir söngvar hennar og sálmar hafa birst í söngheftum. Lilja er frá Brautarhóli í Svarfaðardal en á nú heima í Reykjavík. Okkur er kunnugt um að hagyrðingar og skáld eru í báðum ættum hennar. „En ég er hvorki skáld né sálma- skáld,“ segir Lilja þegar við spjöllum við hana stundarkorn og spyrjum hana um kveðskap hennar. „Ég yrki mér til hugarhægðar en hvorki til lofs né frægðar. Þetta eru sálmar en líka önnur ljóð. Mest af þessu er enn í möppunni minni eða það hefur farið í bréfakörf- una.“ „Hvernig ferðu að þegar komið er með lag til þín og þú ert beðin að þýða textann? „Ég byrja á því að læra lagið. Best er að fá það á snældu. Annars sest ég við píanóið með nóturnar. Það er ekki nóg að átta sig á hrynjandi ljóðsins. Gerð laganna er mjög mismunandi og oft erfitt að yrkja við þau t.d. þannig að áherslur verði á réttum stað. Spjallað við Lilju S. Kristjánsdóttur: „Þetta er eintal mltt við Guð" „Ég er yfirleitt lengi að þýða ljóð. Það má ekki kasta til þess höndunum. Mér er skylt að reyna að fylgja sem best hugsun höfundarins. Ég yrki alltaf rím- að, vil ekki yrkja öðfuvísi." „En sumir sálmar þínir eru líka frumortir?“ „Þeir sálmar hafa flestir orðið til þegar ég sit heima og er að lesa í Biblíunni minni. Ég les venjulega hægt og íhuga orð og frásagnir. Ef textinn orkar mjög á mig langar mig oft að setja eitthvað saman í bundnu máli. Þessir sálmar verða stundum til í einu vetfangi, jafnvel á hálfri klukkustund. Helst á kyrrlátum kvöldum eða nóttunni. Þetta er eintal mitt við Guð.“ „Byrjaðir þú snemma að yrkja?“ „Þegar ég var sjö ára eða jafnvel fyrr. Ég var alin upp við húslestur, sálma, sögur og Ijóð. Allt bundið mál festist í huga mér þegar við sungum það eða lásum. Og pabbi var alltaf að kveða við okkur börnin. Ég var trúhneigð telpa og fór víst að reyna að yrkja sálma eitt- hvað tíu ára gömul.“ Við spyrjum Lilju hvort hún hafi meiri mætur á einhverju einu skáldi öðrum fremur í hópi „gömlu“ skáld- anna. Lilja nefnir fyrst Helga Hálfdánar- son. Sálmurinn „Dauðinn dó en lífið lifir“ segir hún að sé dæmi um efnismik- inn og sérlega vel ortan sálm eftir Helga. „Séra Páll Jónsson var prestur á Völlum í Svarfaðardal þegar faðir minn var lítill drengur. Sálmarnir hans: „Enn í trausti elsku þinnar“ og „Sigurhátið sæl og blíð“, eru mér mjög kærir. Ekki má ég heldur gleyma sálmaskáldinu Hallgrími Péturssyni. Kvöldsálminn þekkta í þýðingu SteingrímsThorsteins- sonar: „Nú til hvíldar halla ég mér“, þykir mér ákaflega vænt um. Við Sigur- ingi heitinn maðurinn minn sungum hann iðulega á kvöldin áður en við gengum til náða.“ „Að lokum L.ilja, hvernig á góður sálmur að vera?“ „Hann á að flytja mönnum boðskap frá Guði og vera honum til lofs og dýrðar, bæði að efni og allri gerð.“ Þín dásöm náð Ó, Drottinn Guð, þín dásöm náð er daglegt athvarf mitt. I orði þínu á ég skráð, að öil mín skuld sé kvitt. Þú vissir, að ég átti’ei neitt, sem afhent gæti þér. Því hefur Jesús gjaldið greitt. Nú gildir aðeins þetta eitt: Mér náðin er og verður veitt. Eg veit, hún nægir mér. Ég horfi liðna ævi á og allt, sem gafstu mér Sú hugsun fyllir hjartað þá: Sem hafið náðin er. Svo djúp og sterk, svo voldug, víð, svo viðkvæm, mild og hlý. Hún alheim skóp á einni tíð, hvert andvarp heyrir fyrr og síð. Með eigin fórn hún föllnum lýð sitt frelsi gaf á ný. Af hjarta, Guð, ég þakka þér, að þessi mikla náð án verðskuldunar eign mín er. Hún er mitt hjálparráð. Að lokum hún mig leiðir inn í landið eilífðar. Þótt flekkaður sé ferill minn, mér færði Jesús hreinleik sinn og hefur opnað himininn, svo heima á ég þar. Lilja S. Kristjánsdóttir 14

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.