Bjarmi - 01.12.1995, Page 3
Staldrað
við
Jól í skugga áfalla
Aðventan er runninn upp og jólin nálgast óðfluga. Þessi tími er á margan hátt
sérstakur. Myrkrið er mikið og við fjölgum Ijósum hjá okkur bæði innan dyra og
utan. Ljósin minna okkur á ljósið sanna sem kom í heiminn og upplýsir hvem
mann. Orð Jesaja spámanns rættust þegar Jesús fæddist hér á jörð: „Sú þjóð, sem í
myrkri gengur, sér mikið ljós. Yfir þá, sem búa í landi náttmyrkranna, skín ljós“ (9:2).
Þessi orð eiga síðan við um alla þá sem taka á móti honum sem fæddist í Betlehem
fyrir tvö þúsund árum. Þau eiga einnig sérstaklega vel við hér á landi. A þessum
árstíma er landið okkar „land náttmyrkranna", sól er lágt á lofti og skammdegismyrkrið
mikið. Þessi orð geta einnig átt við á sérstakan hátt að þessu sinni. Þjóðin hefur orðið
fyrir miklum áföllum á þessu ári vegna náttúruhamfara og slysa. Þegar við stöndum
andspænis áföllum lífsins er eins og myrkur leggist yfir. Við sjáum oft ekki fram úr
myrkrinu og óleysanlegar spurningar hrannast upp í huga okkar. „Hvers vegna?“
spyrjum við og finnum ekkert svar.
Það er erfitt að halda jól í skugga
áfalla og sorgar því við bindum svo
rnargar góðar minningar við þá sem við
syrgjum og söknum um jólin. Við slíkar
aðstæður getur okkur jafnvel virst
myrkrið enn svartara en fyrr og spurningarnar um Guð og vilja hans leita enn frekar á
hugann. Andspænis syrgjandi fólki er stundum freistandi að slá fram ódýrum lausnum á
þeiin gátum sem við er að glíma. Vandinn er bara sá að þegar áföllum og þjáningu
lífsins er að mæta eru ekki til neinar ódýrar lausnir. Hvað þá um Guð og vilja hans? Það
merkilega er að Guð býður heldur ekki neinar ódýrar lausnir. En jólin flytja okkur
boðskapinn um þá lausn sem Guð gaf, lausn sem kostaði rnikið en dugir líka ein. Hið
sanna ljós kom inn í inyrkrið. Guð gerðist sjálfur maður. Sonur Guðs gekk inn í kjör
manna í hrjáðum heimi og þjáðist með þeim og fyrir þá.
Þegar við kveikjum lítið Ijós finnst okkur myrkrið stundum enn
svartara vegna þess að andstæðurnar skerpast. Það kann að vera að jólin
með öllu því sem þeim tilheyrir ýfi sorg og söknuð. En þrátt fyrir það
skín Ijós í myrkrinu. Hann sem sem þekkir okkur og aðstæður okkar
stendur við hlið okkar. Hann gekk í gegnum þetta allt sjálfur og vann
sigur. Upprisa hans boðar okkur það. Þess vegna höldum við ekki jól til
þess eins að kveikja ljós í skammdeginu eða til að minnast fæðingar
lítils barns í Betlehem. Við höldum jól af því að Guð
sendi son sinn í heiminn til að frelsa okkur undan synd
og dauða. Jesús Kristur kom og hann lifir. Þess vegna
kemur hann til okkar á jólum með boðskap sem hann
einn getur flutt okkur, boðskap sem einn veitir huggun:
„Eg er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér, mun ekki ganga
í myrkri, heldur hafa Ijós lífsins" (Jóh. 8:12).
Guð gefi okkur gleðileg jól í Jesú nafni.
Ujarmi
I Kristilegt tímarit
Útgetendur: Kristilega skólahreytingin,
Landssamband KFUM og KFUK og
Samband islenskra kristniboðsfélaga.
Ritstjóri: Gunnar J. Gunnarsson.
Ritnefnd: Anna Magnúsdóttir, Benedikt
Arnkelsson og Gunnar H. ingimundarson.
Afgreiðsla: Aðalskrifstofan, Holtavegi 28,
pósthólf 4060,124 Reykjavík,
sími 588 8899, bréfsími 588 8840.
Árgjald: Kr. 2.500,- innanlands,
kr. 3.000,-til útlanda. Gjalddagi 1. mars.
Verð í lausasöiu kr. 500,-
Útlitshönnun og aðstoð við útgáfu:
SALT hf - Tómas Torfason.
Ljósmyndir: Magnús Fjalar
Guðmundsson o.fl.
Prentun: Borgarprent.
Efni:
Staldrað við:
Jól í skugga áfalla ................... 3
Sr. Karl Sigurbiörnsson:
Hvers vegna lét Guð slysið verða?..... 4
Kvikmyndir:
Braveheart.............................10
F - síðan:
Vitnisburður í góðgætinu ..............15
Kristniboð:
Góðir nemendur gulls ígildi............16
Kristniboð:
Barninu bjargað á síðustu stundu ......18
Hver var Ágústus keisari?..............20
Kjartan Jónsson:
Samþykktur.............................22
Úttekt:
Utgáfustarf í jólamánuði...............24
Gyða Karlsdóttir:
Við áttum öll sömu hugsjón.............27
Sr. Gísii Jónasson:
Erum við að missa af lestinni?.........30