Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.12.1995, Side 6

Bjarmi - 01.12.1995, Side 6
AÐALGREIN ráði. Er Guð ekki almáttugur, alvaldur? Þá hefði hann getað stöðvað flóðið, afstýrt slysinu. Og oft verður þessi spurning ásteytingarsteinn trúnni, hún bíður skipbrot, það getur ekki verið satt að Guð sé til úr því að svona lagað gerist. Það getur ekki verið mig nær Guði, styrkti trú, vakti von, glæddi kærleika og samstöðu og góðhug, sendi vini í veg fyrir mig, hlýjar hendur og opinn faðm, þá get ég séð hönd Guðs að verki þar, ögun til góðs. En Guð er ekki bölvaldur, Guð er ekki refsandi hönd. Hvernig vitum Og oft verÖur þessi spurning ástejtingarsteinn trúnni, hán bíhr skipbrot, þaÖ getur ekki verið satt að Guð sé til úr því að svona lagað gerist. að Guð sé til, annars hefði hann heyrt bænir mínar, annars hefði hann heyrt og gripið inn í til bjargar. Eða er Guð kannski afskiptalaus, ósnortinn, kaldur andspænis þjáningunni? Sú hugsun leitar á okkur vegna þess að það er svo freistandi að verða svona sjálfur, ósnortinn, afskiptalaus áhorfandi. Spurningin: Hvers vegna lét Guð þetta verða? er spurning áhorfandans. Það er ekki spurning þess sem er í flóðinu, er í neyðinni. Sá spyr þvert á móti: Hvar ertu, Guð? Og fær svarið: Guð er hjá þér! Það er svar krossins. Guð þjáist, Guð finnur til. Það er svar krossins. Hvers vegna lét Guð slysið verða? Var þetta fólk svona vont að Guð vildi refsa því, eða kunni það ekki að biðja? Til hvers voru allar bænir mínar fyrir barninu mínu úr því að svona fór? Hver kannast ekki við spuminguna? Hún er önnur hlið spurningarinnar, sem við þekkjum öll á okkur sjálfum: Hvað hef ég gert sem mér er nú refsað fyrir? Enginn getur neitað því að oft er samhengi milli sektar og örlaga. Lögmál lífsins eru með þeim hætti að sé þeim storkað, sé þeim raskað, þá getur það haft slæmar afleiðingar. Ótal dæmi kunnum við um það. Öll þekkjum við versið: Höndin þín, Drottinn, hlífi mér, þá heims ég aðstoð missi, en nœr sem þú mig hirtir hér hönd þína eg glaður kyssi. „Guð agar þann sem elskar hann,“ segir Hall- grímur líka. Þar vitnar hann í postula Drottins. Var þá slysið hirtingarvöndur Guðs sem hann lét ríða til að kenna lexíu? Nei, og aftur nei. Við höfum ekkert leyfi til þess að dæma svo um aðra. En þegar ég sé að neyðin mín og áföllin voru viðvörun, að til blessunar var hin sára kvöl, að úr hinu örðuga og sára spratt eitthvað gott, að þessi sára reynsla leiddi við það? Jú, vegna þess að við þekkjunt Jesú Krist, eða réttara sagt, að því marki sem við þekkjum Jesú Krist. „Drottinn gaf og Drottinn tók Lofað veri nafn Drottins." Þetta gat Job sagt. Og líka: „Fyrst vér höfum þegið hið góða af Guði, ættum vér þá ekki einnig að taka hinu vonda?“ Þetta er líka afstaða Hallgríms. „Guð er minn Guð þótt geisi nauð...“ söng hann er hann hafði misst allar eigur sínar í brunanum. Og svo segir hann: „Tók ei djöfull né töfrafull tilviljun burt eign mína. Sá sem það gaf svipti því af, sorgin skal öll því dvína...“ Þessi karlmannlegu hetjuorð hafa reynst mörgum hugbót í harminum. Hvað eru þeir Job og Hallgrímur að segja með þessu? Þeir eru að segja að Guðs hönd er í þessum ósköpum, í hendi hans er allt það sem var misst, eigur, ástvinir, í hendi hans. Ekki í grimmri greip djöfulsins né töfrafullrar tilviljunar. Heldur Guðs góðu hendi. Og úr þeirri hendi munum við fá að þiggja það allt á ný, ummyndað, endur- reist, í upprisunni. Hvernig vitum við að þetta er satt? Vegna þess að við treystum leiðsögn Jesú Krists. Það er þess vegna. Við sjáum af guðspjöllunum hvernig Jesús svarar enn og aftur spurningunum um sanihengi sektar og þjáningarinnar. T.d. Lúk. 13 þegar hinn grimmi og siðlausi Pílatus hafði tekið fjölda Galíleumanna af lífi og blandað blóði þeirra saman við blóð fórnar- dýra musterisins. Þessir Galíleumenn, sagði Jesús, voru ekki meiri syndarar en aðrir Galíleumenn. Og hann hélt áfram og benti á slysið þegar turninn í Sílóam hrundi að fólkið sem þar grófst undir hafi ekki verið meiri syndarar en það fólk sem slapp. I 9. kafla Jóh. er Jesús spurður um örlög hins blindfædda: Hver hefur syndgað úr því að hann fæddist blindur? Jesús hafnar þessari spurningu. Þetta varð til þess að verk Guðs opinberist á honum: 6

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.