Bjarmi - 01.12.1995, Síða 8
AÐALGREIN
huga þess er ekkert endanlegt. Það sem hefur djúp-
stæðust áhrif á barnið er viðbrögð hinna fullorðnu.
Þegar það sér hina fullorðnu gráta og syrgja þá
skynjar það að til eru aðstæður sem þeir stóru ráða
ekki við. Með börnum er vart um venjulegt sorgar-
ferli að ræða. Það finnur söknuðinn eftir því sem
tíminn líður, vegna þess að það reiknaði alltaf með
að hinn dáni kæmi aftur. Sorg barnsins getur oft
birst sem reiði og árásargirni, vegna þess að reiði og
árásargirni er varnarviðbrögð hins vanmegna
og varnalausa.
Þegar dauðinn heggur nærri
barninu þá vakna
margar spurningar
með aðstandendum
þess. Hvað á að segja því?
Á að taka það með í
kistulagningu, jarðar-
för o.s.frv.?
Ung einstæð móðir missir
föður sinn. Litla þriggja ára
barnið hennar hefur misst afa
sem hún var nátengd. Spurningin lét ekki á
sér standa: Hvað á ég að segja henni? Á ég að
segja að Guð hafi tekið afa til sín?
Hefurðu talað við hana uni Guð? Hefurðu
beðið kvöldbæn með henni? Nei, aldrei.
Þá skaltu ekki tala um að Guð hafi tekið afa
til sín. Það var ekki Guð sem tók afa. Það var
dauðinn. Barnið má ekki heyra um Guð í fyrsta
sinn í tengslum við sára reynslu, harm og sorg, fá
þá mynd af Guði að hann sé hrammur dauðans. En
barnið finnur öryggi í því að afi sé nú hjá Guði og
englunum hans, og þar líður honum vel. Þú segir
barninu að afi hafi verið veikur og dáið og hann sé
nú hjá Guði. Barnið spyr hvað verði nú um afa og
þú segir því frá kistunni, þar sem afi liggur á
fallegum kodda undir hvítri sæng. Það er að segja,
gamli, þreytti líkaminn hans, gamli líkaminn, sem
hann gat ekki notað lengur. Manstu eftir litlu
Pað er ekki satt að það sé tilgangur með öllu.
Sumt er tilgangslaust. En barnið spyr vegna þess
að grundvallaröryggi þess er ógnað,
grundvöllurinn er skekinn. Og það þarfnast þess
svars sem styrkirþann grundvöll á ný.
peysunni þinni, sem þú ert vaxin upp úr? Þú getur
ekki notað hana lengur. Afi hefur ekki not fyrir
þreytta líkamann sinn nú. En sálin hans afa lifir.
Sálin hans afa er hjá Guði og þar líður afa vel.
Og svo skuluð þið kveikja á kerti og biðja bæn,
þakka fyrir hann afa og fara með Faðir vor. Með því
ertu að byggja upp traust barnsins gagnvart hinu
óttalega og ógnvænlega. Takið börnin með í athafn-
irnar, og leyfið þeim að kveðja ef þið treystið þeim
og ykkur til þess að hafa þau með. Börnin eru opin
fyrir ritúali og þau finna styrk í samfélaginu, eins og
við sem eldri erum. Þau
finna og skynja að jarðar-
förin er hátíð þar sem öll
fjölskyldan og vinahópurinn
stendur saman. Það er mikil-
vægt. En umfram allt, leyfið
börnunum að finna að lífið
er í föstum skorðum, að grund-
velli lífsins er ekki raskað
þrátt fyrir dauðsfallið, þrátt
fyrir þetta hörmulega.
Ab styrkja trúna
Það gildir hið sama um barnið í
sorg þess og sérhvern þann sem
hryggð og þjáning slær, það
sem máli skiptir er að styrkja
trúna en ekki að gefa svör. Við
eigum að styrkja trú þess sem
þjáist svo hann megni að bera byrði
sína, vonin vakni og hann finni návist
Guðs. Það eru engar auðveldar leiðir til
þess og ekkert í mannlegu valdi getur
gefið trú. Og þó, þau svör seni við
gefum og það hvernig við gefum þau
og komum fram við hinn þjáða getur
haft djúpstæð áhrif á trú hans. Til
dæmis ef við viljum bera vitni um þann Guð sem
heyrir óp hins þjáða og sér tár hins sorgmædda þá er
fyrsta skilyrðið að hlusta á kveinin án þess að
hlaupa frá með því að gefa útskýringar eða frómar
klissjur, eða beinlínis að þagga niður í spurning-
unum. Það sem huggar er umfram allt kærleikurinn.
Og Guð er kærleikur. Það er brýnt að halda opnum
vegi bænarinnar milli þess þjáða og Guðs. Barnið
spyr: Hvers vegna lét Guð slysið verða? Okkar er
ekki að gefa útskýringar. Slysið, þjáningin, dauðinn,
allt er þetta leyndardómur. Spurningarnar eru ótal
margar. Og þungar. Það er ekki satt að það sé til-
gangur með öllu. Sumt er tilgangslaust. En barnið
spyr vegna þess að grundvallaröryggi þess er ógnað,