Bjarmi - 01.12.1995, Síða 10
AÐALGREIN
hervirki hins illa. Við
sjáum Guð í myrkrinu,
Guð í angistinni, Guð í
dauðanum.
Hvers vegna ákallar
maðurinn Guð þegar
ólagið ríður yfir? Og
hvaða svara æskir hann?
Hvaða svar viljum við fá við ráðgátu þjáning-
arinnar?
Jesús er svarið við ráðgátu þjáningarinnar. Við
þurfum að hlusta í trú á svarið sem hann gefur, en
umfram allt þiggja svarið sem er HANN, návist hans.
Mín bæn til einskis er
I Matt. talar Jesús trúna sem getur flutt fjöll: „Ef þér
hefðuð trú eins og mustarðskorn þá gætuð þér sagt
við fjall þetta: Lyft þér upp og steyp þér í hafið, og
svo mundi fara.“ Þetta er eitt margra orða Jesú sem
Hvers vegna grípur Guð ekki inn í og bjargar?
Svarið er ekki fólgið í orðum einum vegna þess að
samkvæmt kristnum skilningi er ekkert svar til við
ráðgátum þjáningarinnar, nema krossinn. Þar birtist
vanmegna Guð, Guð sem bíður ósigur, en sigrar þó í
ósigri sínum. Þetta er þverstæða krossins, þverstæða
sem enginn getur skilið nema reyna á sjálfum sér.
Sem heimspekileg tilgáta er þetta fráleitt og stangast
á við öll rök. Þó hefur það sýnt sig að þetta er svar
sem svalar og sefar. Þess vegna er krossinn svona
áleitið tákn. Ekki vegna þess að hann gefur skýring-
ar og lausnir á römmum rúnum þjáningar og dauða,
heldur af því að hann tjáir samstöðu í þjáningunni,
samfylgd í gegnum þjáninguna. Heyrir Guð þá ekki
bænirnar? Hlustar hann þá ekki á kveinstafi þeirra
sem elska hann og treysta honum? Jú, hann heyrir.
Hann finnur til með og hann vill hjálpa. Þar kemur
að þú færð að sjá að þessi þögn, þessi fjarvist Guðs,
er í raun og veru faðmur hans, föðurfaðmur hinnar
Hann einn getur fært fjöll úr stað, honum er ekkert um megn. Að trúa er að
treysta honum algjörlega og hvíla algjörlega í því trausti. Myndin, dæmiÖ,
verÖur þó fráleitt þegarþaÖ er túlkaÖ sem svo aÖ í trú og bæn hafi maÖur náÖ
tangarhaldi á almættinu og verÖi því ekkert um megn.
hvetja til trúar, trúar sem er algjört og skilyrðislaust
traust til Guðs. Dæmið sem Jesús tekur er fjarstæðu-
kennt, en er sett upp sem lýsing á almætti Guðs.
Hann einn getur fært fjöll úr stað, honum er ekkert
um megn. Að trúa er að treysta honum algjörlega og
hvíla algjörlega í því trausti. Myndin, dæmið, verður
þó fráleitt þegar það er túlkað sem svo að í trú og
bæn hafi maður náð tangarhaldi á almættinu og
verði því ekkert um megn. Dæmisögur Jesú eru eins
og skrýtlur, brandarar, sem varpa ljósi á hluti,
leifturljósi, svo ný sýn opnast eitt andartak. Þær
segja þó aldrei sannleikann allan. Allt verður að
túlka út frá þeirri heild sem líf Jesú er, líf og líka
dauði. Þar sjáum við ekki aðeins sigra óbifandi
trúar, sigra og kraftaverk, heldur líka ósigur, bæn
sem ekki var heyrð, Getsemane, (Lúk. 22.39 - 44)
og örvinlan þess sem kvelst yfirgefinn í einsemd á
Golgata (Mark. 15.33 - 34). Bæn og trú eru ekki for-
múlur til að virkja máttarvöldin og ná fram mark-
miðum sínum. Bæn og trú að kristnum skilningi er
traust og trúnaðarsamfélag, eins og barns á móður-
armi eða föður.
eilífu náðar, móðurbrjóst kærleikans eilífa, þeirrar
fyrirgefningar, kærleika, miskunnsemi, þess Guðs
sem Jesús birti og boðaði. Þér fannst Guð hafa
yfirgefið þig. Hann yfirgefur þig aldrei, en þú sást
hann ekki af því að hann hélt þér í faðmi sínum og
sleppti ekki, þegar þú barðist um eins og fársjúkt
barn sem í óráði berst
um í faðmi mömmu eða
pabba. Foreldraástin
heldur því fast. Kær-
leikur Guðs sleppir þér
aldrei. Meðan þú læsir
ekki hjarta þínu fyrir
honum. Þess vegna
skaltu biðja. Og þótt ég
öðlist eigi það sem ég bað um, þá gefur þó bænin
það sem ómetanlegt er, þessa ósýnilegu návist
kærleikans sem vill eiga allt og líða allt og njóta alls
með mér. Trú er tengsl, samfélag eins og ást og
tryggð, ekki tæki eða tækni til að virkja hulin öfl og
máttarvöld. Þeir eru margir sem eftir fæðingarhríðir
mikilla þjáninga og sorga gátu sagt með trú-
10