Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.12.1995, Side 11

Bjarmi - 01.12.1995, Side 11
AÐALGREIN manninum: Ég hlaut ekki það sem ég bað um, en ég öðlaðist það sem ég þráði. Af hverju lét Guö slysiö veröa? Guð lét ekki slysið verða. Það varð. Og það er ráð- gáta. Það er leyndardómur. Eins og syndin, dauðinn, já, og líka gleðin og ástin. Óskiljanlegur leyndar- dómur. En Guð er Guð þótt geisi nauð. Og hann er hjá þér í neyðinni. Þetta er svar mitt, og er sem sagt svo sem ekkert svar. Nema það að viðurkenna að Guð sé oft van- máttugur, ófær um að grípa inn í og stöðva framrás hins illa í brotinni tilveru, brengluðum heimi. Þó veit ég að sigurinn er hans. Hann leiðir líf og heim fram til fullkomnunar, þennan brotna, brenglaða heim, til lækningar, upprisu, endurnýjunar. Og hann megnar líka oft að snúa illu til góðs, böli til bless- unar, það höfum við margoft séð og um það hafa margir borið vitni, kynslóð eftir kynslóð. Ó, hve orðin manns eru fánýt og hljómlaus andspænis gátu þjáning- arinnar! Guð gefur ekki skýringar, engar máls- bætur þjáningunni. Hann faðmar hinn þjáða að sér, grátandi. Krossinn er þessi faðmur, þessi ítrasta samstaða í þjáningunni með öllum fórnarlömbum hörmunganna í heimi hér á hvaða stígamótum sem þau standa. Á Golgata er Guð dæmdur. Ákærður, dæmdur sekur, eins og hvar sem þjáningin hrópar upp í þöglan himininn: Hvers vegna lætur Guð þetta viðgangast? Hvar er Guð nú? Um eilífð stendur krossinn jafnframt sem áminn- ing þess að einmitt þar sem myrkrið virðist myrkast, þar er Guð, ósjálfbjarga Guð, varnarlaus, allsvana Guð, bróðirinn sem líður með þér. I helgu orði segir að enginn geti séð ásjónu Guðs og lífi haldið. Menn hafa gjarna túlkað það sem svo að það væri vegna hinnar yfirþyrmandi birtu og dýrðar. En skyldi vera að það merki þvert á móti að við gætum ekki afborið að sjá SORG hans? Við sæjum ekki fjarlægan, upphafinn, friðsælan guðdóm í logagylltri fegurð, við sæum krossfestan Guð, og ásjóna hans bæri vott um allan sársauka, þjáningu, neyð manns og heims? Við getum ekki séð það og afborið. Um eilífð stendur krossinn sem áminning og áeggjan til okkar, áminning uni návist Guðs í neyð- inni og áeggjan um samstöðu með þeim sem líða og þjást og lífið og heimurinn leika grátt. Áeggjan að vinna gegn þjáningunni, að tendra ljós og flytja frið og lina þjáningar hvar sem á vegi verða. Guð gefi að við gleymum því aldrei, við sem á skímarstund hlutum krossins merki á enni og brjóst. I krossinum sjáum við inn í hjartaþel Guðs, hjarta sem slær í miskunn, samkennd, kærleika. Gegnum Jesú helgast hjarta í himininn upp ég líta má. Guðs míns ástar hirtu hjarta hœðifœ ég að reyna og sjá, hryggðarmyrkrið sorgar svarta sálu minni hveifur þá. Amen. (Frœdsluerindi í Hallgrímskirkju 26. nóvember 1995.) Góhi GuÁ '• Úr bókinni „Afi og ég tölum saman um dauðann." 11

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.