Bjarmi - 01.12.1995, Side 12
KVIKMYNDIR
Braveheart
KVIKMYND MEÐ TILVISUN TIL GUÐSPJALLANNA
Því hefur verið haldið fram að vestræn menning og hugmyndasaga
sé óskiljanleg nema í Ijósi kristinnar trúar og kenningar. Einnig
er kunnugt að í bókmenntum og listum er sífellt verið að vísa til
Biblíunnar og kristinnar kenningar þannig að ætli fólk að njóta til fulls
verður það að þekkja það sem vísað er til. Þetta gerist einnig í kvik-
myndum.
Kvikmyndin Braveheart (Frelsishetjan) hefur verið sýnd í kvik-
myndahúsum í Reykjavík frá því í haust. Þetta á við um hana. Hún
öðlast ekki fulla dýpt í huga áhorfandans fyrr en það lýkst upp fyrir
honum hvernig myndin vísar beint og óbeint til frásagnar guðspjall-
anna af Jesú, lífi hans, þjáningu og dauða mönnunum til frelsunar.
Braveheart greinir frá skosku frelsishetjunni
Vilhjálmi Wallace. Sagan gerist kringum aldamótin
1300 þegar Vilhjálmur stjórnaði uppreisn Skota
gegn Játvarði I. Englandskonungi, en hún markaði
upphaf langrar frelsisbaráttu sem að lokum skilaði
árangri. Fjöldi sagna er til um Vilhjálm og eiga
margar þeirra rætur að rekja til sagnaljóðs frá því á
15. öld. Vinsælustu sögumar eru ekki studdar rituð-
um heimildum, enda eru þær af skomum skammti, en
þær sýna þau áhrif sem Vilhjálmur hefur haft á
skoska þjóðarsál og enn syngja menn ljóðið um hann.
Saga Vilhjálms
Nokkrar heimildir eru þó til. Fram kemur að faðir
hans hafi verið sir Malcolm Wallace, eigandi lítils
lands í Renfrew. Árið 1296, árið áður en Vilhjálmur
kemur fram á sjónarsviðið, hafði Játvarður I.
Englandskonungur steypt konungi Skota af stóli,
látið varpa honum í fangelsi og lýst sjálfan sig kon-
ung yfir Skotlandi. Stöku uppreisnir höfðu átt sér
stað þegar Vilhjálmur Wallace og um 30 manna
hópur með honum brenndu virkið í Lanark og drápu
þar ensk yfirvöld í maí árið 1297. í kjölfarið skipu-