Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1995, Síða 14

Bjarmi - 01.12.1995, Síða 14
KVIKMYNDIR Kvikmyndin og gubspjöllin Kvikmyndin Braveheart er um rnargt heillandi þótt ýmislegt í sögu Vilhjálms sé skáldað og fært í stíl- inn. Stórbrotnar og vissulega blóðugar bardagasenur í myndinni hafa vakið mikla athygli og munu alls um 3000 leikarar hafa tekið þátt í því að festa or- ustuna við Stirling á filmu. f>að sem vekur þó sérstaka athygli er hvernig Kristsmynd guðspjallanna setur sterkt mark á framsetninguna og áréttar það með einstökum hætti hve frelsið er dýru verði keypt. Vilhjálmur er líklega 10 - 12 ára drengur þegar hann hverfur af sjónarsviðinu í myndinni en birtist svo aftur fullvaxta maður. Hann verður fljótlega frelsishetja eða „frelsari" Skota og sífellt fleiri úr röðum alþýðumanna safnast um hann. Hann er því orðin veruleg ógn við veldi Játvarðs I. suður í London. Sögurnar um hann taka að breiðast út og honum er líkt við Móse sem leiðir Israel úr ánauðinni í Egyptalandi í gegnum Rauðahafið. í London leggja menn aftur á móti á ráðin um hvernig ráða megi Vilhjálm af dögum. Játvarður konungur talar um að her Vilhjálms sé aðeins sauðir og það þurfi einungis að slá hirðinn til að tvístra hjörð hans lands því Játvarður I. deyr um svipað leyti og Vilhjálmur er hálshöggvinn. Eftir dauða Vilhjálms verður það síðan Robert Bruce (,,Pétur“) sem leiðir frelsisbaráttu Skota til enda og her hans gengur til baráttunnar fylltur baráttuanda og eldmóði Vil- hjálms Wallace. Niöurlag Kvikmyndin Braveheart flytur ekki sem slík boð- skapinn um Jesú Krist eins og hann er í guðspjöll- unum. En hún fær öll dýpri merkingu þegar hún er skoðuð í ljósi þess boðskapar vegna þess hve sterkt hún vísar til hans. Þannig getur myndin einnig orðið áhorfandanum tilefni til hugleiðingar um frelsið undan ánauð syndarinnar og hve dýru verði það frelsi var keypt þegar sonur Guðs lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir mennina. Myndin dregur auk þess fram, sem fjandskap gegn frelsinu, illsku manna, hroka þeirra og fyrirlitningu, undirferli, svik og eiginhagsmunahyggju. Hún minnir jafnframt á að frelsið er það dýrmætt og getur kostað svo harða baráttu að menn verði að gjalda fyrir það nteð lífi sínu. í því sambandi má minna á orð Jesú: „ Ætlið (sbr. Matt. 26:31). Og Játvarði tekst að finna „Júdasa“ sem unnt er að kaupa til að svíkja hann. M.a.s. Robert Bruce („Pétur"), sem hrífst af eldmóði Vilhjálms og vill líkjast honum, afneitar honum en sér svo eftir öllu saman. Frelsið kostar frelsishetjuna lífið. Vilhjálmur er svikinn í hendur yfirvalda og háir sína „Getsemane- baráttu“ í fangelsisklefanum. Loks er hann bundinn á láréttan kross, pyntaður og hálshöggvinn eftir síðasta hróp sitt: „Frelsi!“ Fáeinir fylgismenn hans standa álengdar og fylgjast með. Barn hans lifir hins vegar í móðurkviði væntanlegrar drottningar Eng- ekki, að ég sé kominn að færa frið á jörð. Ég kom ekki að færa frið, heldur sverð.... Hver sem tekur ekki sinn kross og fylgir mér, er mín ekki verður. Sá sem ætlar að finna líf sitt, týnir því, og sá sem týnir lífi sínu mín vegna, finnur það“ (Matt. 10:34; 38-39). GJG 14

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.