Bjarmi - 01.12.1995, Page 16
KRISTNIBOÐ
Söfnuöum í Afríku
fjölgar en víöa
vantar góöa
leiöbeinendur.
Biblíuskólar gegna
því mikilvægu
hlutverki. Myndin er
frá guösþjónustu í
Eþíópíu.
30 næturgestir í kofa
Margs er að gæta þegar ungir, kristnir söfnuðir eru að
slíta barnsskónum og læra að standa á eigin fótum,
marka stefnuna sjálfir og efla samfélagið að eigin
vild. Þá getur ýmislegt rekið á fjörur sem gott er að
kynnast en getur leitt menn afvega ef ekki er góð
þekking og kjölfesta fyrir. Dæmi um þetta eru í
bréfum postulanna í Nýja testamentinu.
Nýlega þurfti Karl J. Gíslason, kristniboði og kenn-
ari í Agere Selam í Sídamófylki í Eþíópíu, að fara
hundrað km leið í grennd við stað sem heitir Bansa.
Þar var haldið námskeið um Postulakirkjuna svo-
nefndu, sem veldur mikilli truflun í lútherskum söfn-
uðum í landinu, og um heilagan anda og gjafir hans,
svo og um hjónabandið.
„Þátttakendur voru á þriðja hundrað og höfðu
sumir komið langt að, voru einn til tvo daga á leið-
inni,“ skrifar Karl. „Safnaðarfólk á staðnum hjálpaði
þeim um húsnæði og fæði. Við vorum 30 í hverjum
kofa. Þröngt mega sáttir sitja - og sofa!
Viðtökur fólksins voru mjög góðar og er greini-
legt að hér í Sídamó sem og í Austur-Bale er þörf á
mikilli fræðslu, einkum um gáfur andans og notkun
þeirra og svo um Postulakirkjuna (vígorð hennar er
„Jesús einn“).
Margir þátttakendur voru úr þeirri kirkju og hvíta-
sunnukirkjunni. Ég lagði því áherslu á að kennsla
mín væri byggð á Biblíunni og játningarritum
lúthersku kirkjunnar. Þegar við kvöddum fólkið
vorum við boðin sérstaklega velkomin aftur. „Við
þurfum meiri fræðslu,11 sögðu öldungamir."
Kristniboðar störfuðu áratugum saman í Bansa-
héraði en hafa ekki verið þar síðustu sex til átta árin.
Kirkjan sjálf ber nú ábyrgð á öllu starfinu. Karl telur
nokkuð á vanta að prédikarar og öldungar ræki
skyldur sínar við söfnuðina eins og vera ber.
Asta María Karlsdóttir var með föður sínum á
ferðalaginu og undi sér vel í félagsskap barnanna á
staðnum. Systkinunum, Astu Maríu og Gísla Davíð,
vegnar vel.
Ávöxtur eftir 45 ára
sáningu
Fyrir nokkrum vikum lagði Karl leið sína suður
undir landamæri Kenýu, til Moyale, til að vera
viðstaddur vígslu fyrsta kirkjuhúss lútherskra manna
þar þar syðra.
„Drottinn hefur gert mikla hluti þar undanfarin
sex ár. Sæði, sem sáð hefur verið með blóði, svita,
tárum og bænum, er loks farið að bera ávöxt. Fyrir
sex árum voru safnaðarmenn þarna aðeins 30 - 40
en nú eru þeir 760 talsins. Reyndar eru aðeins örfáir
þeirra af ættflokki Bórana. Hinir eru allir „bæjar-
búar“, þ.e. Amharar og annarra kynflokka menn. Þó
er ástæða til að fagna. Norska kristniboðssambandið
hóf að starfa þarna árið 1950 og það er fyrst núna,
45 árum síðar, að orðið ber mikinn ávöxt. Vegir
Guðs eru sannarlega órannsakanlegir.“
Biblíuskólinn í Agere Selam er þrískiptur. Þar er
kvennaskóli (12 nemendur), eins árs biblíuskóli (25
nemendur) og prestaskóli (14 nemendur). Karl kennir
í öllum þessum deildum. Kennslugreinar hans núna
eru Minni fræði Lúthers, Lúkasarguðspjall og
siðfræði.
Samkvæmt gamalli venju senda söfnuðirnir þá
menn í prestsnám í skólann sem lengst hafa starfað.
Þetta er óheppilegt fyrirkomulag því að sumir þeirra
hafa ekki setið á skólabekk árum saman og starfs-
ferill annarra fer óðum að styttast. „Áhugi nemend-
anna er mjög misjafn. Góðu nemendurnir eru 25 -
16