Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.12.1995, Page 19

Bjarmi - 01.12.1995, Page 19
UM VÍÐA VERÖLD sjálfur inn í myrkur Satans og sigraði myrkrið í upprisunni. Eins á unga móðirin huggun vísa hjá honum sem kvaddi móður sína, þegar hann hékk á krossinum, og fól hana lærisveini sínum. Já, Jesús hefur líka falið okkur, lærisveinum hans, þessa ungu móður í Voitó.“ Börnin og bænirnar Þau Bjarni og Elísabet þakka kristniboðsvinum fyrirbænir. „Við vitum að margir hafa beðið sérstaklega fyrir Markúsi syni okkar (1 árs) sem hefur verið slæmur í eyrunum. Vökvi myndast í báðum eyrum hans og honum hættir til að fá eyma- bólgu. Haldið áfram að minnast hans í bænum ykkar. Við finnum áþreifanlega að við erum borin á bænarörmum af trúföstum bræðrum og systrum. Annars líður okkur vel og Markús er reyndar yfir- leitt bráðhress og kátur á daginn en sefur misjafn- lega á nóttunni. Ingunn (11 ára) og Elías (7 ára) una sér vel í skólanum og Aron (5 ára) er í „forskóla" þrisvar í viku frá kl. 9-12. Börnin eru glöð í góða veðrinu en nú er þurrka- tími og sól og blíða dag eftir dag. íþróttir eru stund- aðar af kappi og svo þarf að sinna dýrunum sem eru á skólalóðinni, t.d. dúfunum og kanínunum, skjald- bökunum sem eru alls sjö og misjafnar að stærð, alit frá lófastærð upp í það að pabbi getur ekki einu sinni loftað þeim (þó að hann sé að sögn Arons langsterkasti pabbi í heimi). Sjáum hlutverk okkar. Biðjum og störfum fyrir hann er fæddist inn í þennan heint sem bjargarlaust barn, var hafnað og dó á krossinum en reis upp sem konungur og frelsari til þess að engu mannsbarni skyldi hafnað - því að leiðin er opin öllum sem vilja trúa. Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla í Jesú nafni og þökkum innilega fyrir stuðning í orði og verki á liðnu ári.“ ENGLAND: Deilur vegna kvenpresta Enn er tekist á í ensku kirkjunni vegna kvenpresta. hálfu öðru ári eftir að fyrsta konan hlaut prestsvígslu í þeirri kirkjudeild. Ný athugun leiðir í ljós að margir prestarnir, sem segja upp stöðum sínum vegna komu kvennanna, hætta virkri þátttöku í kirkjunni en fara ekki í aðra kirkju, segir í blaðinu Dagen. Á fjórða hundrað prestar hafa sagt sig úr kirkjunni. Fimmtíu þeirra hafa reyndar látið skrá sig í kaþólsku kirkjuna. En næsturn jafnmargir, 21,7 af hundraði, hafa hætt virkri þátttöku og annað hvort farið á eftirlaun eða snúið sér að öðrum störfum. Rómversk-kaþólska kirkjan er ekki sú eina sem hefur tekið á móti nýliðum úr herbúðum ensku kirkjunnar heldur má þar einnig nefna rétttrúnaðarkirkjuna og svo ýmsar fastheldnar, anglíkanskar kirkjudeildir sem hafa rofið tengslin við móðurkirkjuna. Fabio Sani í háskólanum í Exeter hefur kannað stöðuna í ensku kirkjunni eftir að samþykkt var að konur gætu gegnt þar prestsþjónustu. Sani segir að þeir sem séu mótfallnir kvenprestum telji að hugsunin um tilvist kvenpresta sé kirkjunni svo tjarlæg að koma þeirra hafi breytt kjarna hennar. Þeir sem santþykkja kvenpresta eru santa sinnis — á hinn veginn: Kirkjan hefur nú nálgast fullkomnum, segja þeir. Hvorugur aðilinn hefur sýnt merki þess að hann láti af skoðunum sínum frá því fyrsta konan var vígð í ntars 1994. Má ætla að enn líði langur tími áður en ró kemst á í kirkjunni. Svo virðist sent margir andstæðingar kvenpresta séu kynir í kirkjunni vegna þess að þeir finni að ekki er gengið frarn hjá þeim þrátt fyrir skoðanir þeirra, enda vonast þeir til að geta unnið komandi kynslóðir á sitt band, segir Fabio Sani. Þá ntega þeir einnig þiggja umsjón biskupa, sem styðja þá í þessu máli, í stað eigin biskupa. Margir prestarnir, sem gengu í kaþólsku kirkjuna, eru kvæntir og er stutt síðan sá fyrsti þeirra bjó sig undir að gerast þar prestur. Til eru þeir kaþólskir prestar sem telja að sér eigi að vera heimilt að ganga í hjónaband og hafa þeir nú kvartað yfir að þeint sé mismunað. Sumir þeirra hafa kvænst og hefur því verið vikið úr embætti. Þeir hafa myndað samtök sem kallast Aðventa. Kardínálinn Basil Hume réttlætir starf kvæntra presta úr anglikönsku kirkjunni með því að þeir séu komnir til kaþólsku kirkjunnar á andlegu ferðalagi úr kirkju sem leyfir að prestar gangi í hjónaband. Rómversk- kaþólsku prestarnir vissu frá upphafi að þess væri krafist að þeir væru einhleypir. segir kardínálinn. En Aðventumenn sætta sig ekki við þessi rök. 19

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.