Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.12.1995, Side 20

Bjarmi - 01.12.1995, Side 20
FRÆÐSLA Hver var / Ahverjum jólum heyrum við nafn hans þegar jólaguðspjallið er lesið: „En þaÖ bar til um þessar mundir, aÖ boÖ kom frá Ágústus keisara, aÖ skrásetja skyldi alla heimsbygÖina“ (Lúk. 2:1). En hver var hann þessi Ágústus? Hann hét í rauninni Gaius Oktavíanus. Hann var fæddur 23. september árið 63 f.Kr. inn í velmegandi fjölskyldu sem bjó í Velitrare suðaustur af Róm. Faðir hans hafði komist til metorða og átti m.a. sæti í rómverska öldungaráðinu. Hann lést árið 59 f.Kr. Móðir hans hét Atía og var dóttir Júlíu, systur Júlíusar Caesars. Segja má að með Júlíusi Caesar hafi tæplega 300 ára gömul stjórnskipun Róm- verja, þ.e. lýðveldið, verið að líða undir Iok. Hann varð einvaldur í Róm eftir borgarastyrjöld árið 44 f.Kr. en það stóð stutt því hann var myrtur af öldunga- ráðinu sama ár. Júlíus Caesar ættleiddi Gajus Júlíus Caesar Oktavíanus eins og hann hét upp frá því og kom honum á framfæri í opinberu lífi í Rómaborg. I þeirri valdabaráttu sem átti sér stað eftir dauða Júlí usar Caesars varð Oktaví- anus einn af þremur valds- herrum í rómverska ríkinu (43 f.Kr.) Hinir tveir voru Markús Antoníus og Lepídus. Þeir skiptu vesturhluta ríkisins á milli sín en austurhlutanum réðu enn morðingjar Júlíusar Caesars, þeir Brútus og Cassíus. Eftir að hafa sigrað þá við Filippí árið 42 f.Kr. féll austurhlutinn Antoníusi í skaut en Oktavíanus hélt vesturhluta ríkisins. A næstu árum vann Oktavíanus sigur á ýmsum keppinautum sínum, m.a. Lepídusi árið 32 f.Kr. og loks Antoníusi og Kleópötru drottningu Egypta árið 31 í mikilli sjóorustu við Actium. Þar með var hann orðinn einvaldur í grísk-rómversku heimsbyggðinni og náði ríki hans yfir stór svæði umhverfis allt Miðjarðarhaf. Árið 27 f.Kr. gaf öldungaráðið honum nafnið Águstus. Það er nokkurs konar heiðurstilill og er komið úr latínu og merkir hinn hátignarlegi eða æruverðugi. Nafnið hefur forn, trúarleg tengsl og er talið tengjast gömlum hefðum varðandi spá- dóma eða véfréttir. Það áréttar stöðu og völd Oktavían- usar yfir gjörvallri heimsbyggð- inni. Þetta ártal er talið marka upphaf rómverska keisaratímans.

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.