Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1995, Síða 21

Bjarmi - 01.12.1995, Síða 21
UM VÍÐA VERÖLD Ágústus var snjall stjórnandi. Smám saman byggði hann upp og endurbætti stjómkerfi keisara- dæmisins og tókst svo vel til að það stóð í megin- atriðum í nokkrar aldir. Þá bætti hann samgöngur, lét mæla alla vegi og setja mílusteina. Hann efldi herinn til að styrkja varnir ríkisins og lagði jafn- framt undir sig ný landsvæði, einkum í Evrópu. Á hans dögum hófst það sem kallað hefur verið „hinn rómverski friður" (Pax Romana) og stóð í urn 200 ár. Þar er fyrst og femst átt við innanlandsfrið því Rómverjar áttu oft í útistöðum við nágrannaþjóðir. Allt þetta efldi samskipti í rómverska heimsveldinu og verslun og viðskipti blómstruðu. Þannig opnuð- ust m.a. leiðir fyrir ýmiss konar hugmynda- og trúarstrauma og úr varð veruleg trúarbragðablanda og jafnvel upplausn í trúarlegum og heimspeki- legum efnum. En um leið var búið í haginn fyrir hraða útbreiðslu kristindómsins umhverfis Mið- jarðarhafið þegar á fyrstu öldunum eftir Krists burð. Ágústus reyndi að blása lífi í gömlu, rómversku fjölgyðistrúarbrögðin, m.a. með því að láta endur- byggja og gera við fjölda mustera, en virðist ekki hafa haft erindi sem erfiði. Ágústus lést 19. ágúst árið 14 e.Kr. Þá hafði kjör- sonur hans, Tíberíus, þegar tekið við völdum þótt Ágústus ríkti enn að nafni til. Lúkas guðspjalla- maður getur þess að Jóhannes skírari hafi tekið að predika í óbyggðinni á fimmtánda stjórnarári Tíberí- usar keisara (Lúk. 3:1-3). Palestína var undir stjórn Rómverja frá árinu 63 f.Kr. þegar rómverski herforinginn Pompeius lagði Jerúsalem undir sig. Á dögum Jesú lúta Gyðingar því valdi rómverska keisarans sem skipaði yfirvöld í landinu. Gyðingar urðu að greiða Rómverjum skatt og í landi þeirra voru rómverskir hermenn. Þegar Jesús fæddist var Ágústus keisari við völd eins og Lúkas getur um í guðspjalli sínu (2:1). Það er athyglisvert að sjá hvernig Lúkas leggur á það áherslu að voldugasti maður veraldar, keisari „allrar heimsbyggðarinnar", verður þjónn áætlana Guðs. Hann verður verkfæri við uppfyllingu loforða Guðs urn að senda mönnunum frelsara. Drengurinn i jötunni í Betlehem og valdhafinn í Rónt verða andstæðurnar miklu. En sá þeirra sem virðist van- megnugur er í raun sá sem hefur allt vald á himni og jörðu. Þess vegna verður hinn hátignarlegi Ágústus keisari að lúta þeirri áætlun sent Guð hafði nteð fæðingu sonar síns í heiminn. BANDARIKIN: Börnunum kennt heinici Það færist mjög í vöxt í Bandaríkjunum að börn hljóti skólafræðslu heirna hjá sér en ekki í opinberum skólum eða einkaskólum. Yfirvöld í öllum ríkjum landsins eru samþykk þessari tilhögun enda hefur verið sýnt fram á að nemendur og stúdentar, sem notið hafa heimakennslu, spjara sig best á flestum sviðum þjóðfélagsins. Þeir njóta vinsælda t.d. í háskólunum í Yale og Harward. Til skamms tíma hefur það verið eins konar goðsögn að slíkir nemendur ættu erfitt með að samlagast öðrum. Þetta þykir afsannað, hið gagnstæða sé uppi á teningnum. Tekið er dæmi af fjölskyldu nokkurri sem hafði börn sín í skóla og leit svo á að þau væru þar eins konar kristniboðar. En börnin þurftu að ferðast þrjár klukkustundir rneð stætisvögnum, kennslan var léleg, áhrif sumra kennaranna voru óæskileg og í kennslustundunum í frönsku voru sýndarkvikmyndir um kynferðismál. Foreldrarnir ákváðu því að taka börnin úr skólanum. Einkaskóli þótti þeim of dýr og þau hófu að kenna þeint sjálf heima. Nú eru börnin orðin fullorðin og komin í vinnu og sýna engin merki þess að þau hafi borið skarðan hlut frá borði þó að þau hafi ekki gengið í venjulegan skóla. í erlendum blöðunt segir að heimaskóli sé orðin hreyfing þar vestra og ekki aðeins af trúarlegum ástæðum þó að trúin skipti marga miklu máli í þessu sambandi. Fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins hefur tileinkað sér þessa kennsluhætti. Fyrir tíu árum deildu menn unt rétt heimaskólans í Bandaríkjunum. Nú er öldin önnur. Menntamálaráðuneytið hefur sagt að þessi kennsla komi samfélaginu mjög til góða. Sum fylkin veita styrki til kennslunnar vegna þess hve vel hefur til tekist. í Iowa hafa þessi börn skarað frant úr í mörgum skólaprófum. „Aftur til undirstöðunnar," back to the basics, er vígorð í þessari hreyfingu. Lögð er áhersla á að iðni í námi sé eitt undirstöðuatriðið. Börnin eiga að afla sér áþreifanlegrar þekkingar. Þá eru þau í nteira sambandi við mannlífið að öðru leyti en venjulegir skólanemendur, segja stuðningsmennirnir, og við foreldra sína en í því efni eigi almennu skólarnir erfiðara um vik. Margir þeirra sem hlotið hafa kennslu í heimaskólum eru orðnir stuðningsmenn hinnar nýju hreyfingar og henni vex stöðugt fiskur um hrygg. GJG lók saman. 21

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.