Bjarmi - 01.12.1995, Qupperneq 24
VIÐTAL
Engkr^ brauð,
lijimdi orð
og hii i u ieskur m n i iw
UTTEKT A KRISTILEGRI UTGAFU I JOLAMANUÐI
Við íslendingar teljum okkur vera bókaþjóð. Þegar jólin nálgast
eflist bóksala til muna, enda er bókin vinsæl og sjálfsögð jóla-
gjöf. Á síðustu vikum hafa útgefendur keppst við að ná athygli
almennings í gegnum fjölmiðla til að kynna afurðir sýnar. Bjarmi fór
á stúfana og kannaði lítillega útgáfu á kristilegu efni, sem í flestum
tilfellum nýtur ekki jafnmikillar athygli og önnur útgáfa.
Á undanförnum árum eru það helst Skálholt,
útgáfufélag þjóðkirkjunnar, og Fíladelfíuforlag,
útgáfufélag hvítasunnumanna, sem hafa staðið í
útgáfu á kristilegu efni. Báðar þessar útgáfur reka
einnig sérverslanir með kristilegan varning og eru
þannig í náinni snertingu við markaðinn. Fleiri
aðilar legga vissulega sitt af mörkum. T.d. hefur
Saltútgáfan nú vaknað af værum blundi eftir
nokkurra ára hvíld, auk þess sem einstaklingar og
samfélög senda öðru hverju frá sér bæk-
ur og annað kristilegt efni.
Bækur
Skálholt leggur áherslur
á tvær bækur fyrir þessi
jól. „Bókin um englana"
eftir sr. Karl Sigurbjörnsson
er 96 blaðsíður, litprentuð í
stóru broti og prýdd fjölda
mynda eftir erlenda og innlenda
listamenn. Þó svo að flestir þekki
englana sem börn verða margir við-
skila við þennan þátt trúarinnar er
árin líða. Útsöluverð bókarinnar er kr. 2.480,-.
Hin bókin frá Skálholti er 100 ára saga Hjálpræðis-
hersins á Islandi, sem dr. Pétur Pétursson tók saman.
„Með himneskum anni“ er tiltill bókarinnar sem er
skrifuð með það fyrir augum að vera aðgengileg leik-
mönnum, án þess að slakað sé á fræðilegum kröfum.
Fróðleg bók með heimildarlegt gildi á kr. 2.980,-.
Fíladelfíuforlag hefur endurútgefið Lifandi orð,
sem fyrst kom út fyrir u.þ.b. 20 árum. Lifandi orð er
Nýja testamentið yfirfært á daglegt mál af Friðriki
Schram. í þessari nýju og endurbættu útgáfu hafa
Sálmarnir bæst við. Lifandi orð er í kiljuformi og
um 600 blaðsíður.
Frá Saltútgáfunni er komin bókin
Daglegt brauð. Hún hefur að
geyma stuttar hugleiðingar
fyrir hvern dag ársins, byggðar á
ritningarversum úr Biblíunni. Um
er að ræða kjarngóða og bragðmikla
fæðu upp á 376 bls. sem á erindi til
þeirra sem eru vandlátar um það hvað
þeir innbyrða. Daglegt brauð kostar kr.
2.450,-.
Frá Fjölskyldufræðslunni er komin bókin „Þykir
þér raunverulega vænt um mig". Þar er fjallað um
barnauppeldi á kristilegum nótum. Alþjóðleg niet-
sölubók sem hlotið hefur mikla viðurkenningu og
kostar kr. 2.480,-.
Eitthvað er um að einstaklingar standi í kristilegri
bókaútgáfu. Slíkt einkaframtak er ávallt virðingar-
vert. Sigurbjörn Þorkelsson, framkvæmdastjóri