Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.12.1995, Page 25

Bjarmi - 01.12.1995, Page 25
KRISTNIBOÐ Gídeonfélagsins, hefur sent frá sér bókina „Ég get ekki annafi en sagt það sem ég hef séð og heyrt. “ Bókin inniheldur stuttar hugleiðingar og vinisburði um áhrif Heilagrar ritningar á líf fólks. Ekki er heldur langt síðan „Það er ég sem sendi þig“, 50 ára saga Gídeonfélagsins, var gefin út, en sr. Sigurður Pálsson tók þá bók saman. Þegar þetta er ritað er von á bók frá forlaginu Vakningu, en á bak við það fyrirtæki stendur Þórður Sigurðsson. Bókin er eftir Benny Hinn og ber titil- inn „Égþarfá kraftaverki að halda." Barnabækur „Óskir trjánna", frá Skálholti hefur fengið góðar viðtökur, enda snyrtileg bók á sanngjörnu verði, kr. 390,-. Sagan fjallar um þrjú tré sent öll hafa vænt- ingar um framtíð sína. Hlutverk þeirra verður ann- að, en engu minna, en vonir stóðu til. Frá Fíladelfíu koma „6 dæmisögur fyrir smáfólk", sem einnig kosta kr. 390,-. Hér eru á ferðinni nútíma dæmisögur fyrir 2 - 6 ára börn. Titlarnir segja margt um innihaldið, t.d. „Blýanturinn og strokleðrið", „Báturinn og áttavitinn" og „Bíllinn og bensíndælan". Þessar skemmtilegu bækur eru einnig fáanlegar 6 saman í pakka á kr. 1990,-. Lögin eru frumsamin af félögum hljómsveitar- innar sem standa sjálfir að útgáfunni. Þessi norð- lenski diskur kostar kr. 1990,-. „Spurðu mig" er nafn á geisladisk sem gefinn var út af Fíladelfíu sl. sumar og er þeirra framlag til tónlistarútgáfu þetta árið. Þar er á ferðinni lof- gjörðarhópur Fíladelfíu nteð Óskar Einarsson hjálpræðishermann í broddi fylkingar. //Eggjum dreift í fleiri körfur" Geisladiskar Desembermánuður er góður sölutími tónlistar og það á ekki sýst við um kristilega tónlist. Nokkuð er því um útgáfur geisladiska á þessum árstíma. Einna mesta athygli fær eflaust geisladiskurinn „Hœrra til þín“ frá Krossgötum. Á honum eru landskunnir söngvarar með Björgvin Halldórsson í broddi fylkingar. Útgáfa disksins er jafnframt fjáröflunarverkefni til byggingar áfangaheimilis fyrir stúlkur. Verð disksins er kr. 1990,-. Skálholt hefur gefið út geisladisk af öðrum toga. Hann ber titilinn „Ég get sungið af gleði!" og inniheldur 42 barnasálma og söngva. Flytjendur eru 900 börn úr 16 barnakórum við kirkjur og skóla. Frísk- ur diskur fyrir börnin sem kostarkr. 1700,-. Hljómsveitin Narsissa á Akureyri, sendi á haust- dögum frá sér geisla- diskinn „Að komast inn". í hljómsveitinni er ungt fólk úr Hvítasunnukirkjunni og KFUM og K á Akureyri. Þó svo að útgefendur líti á starf sitt sem hugsjón leitast þeir við að láta bæk- urnar og geisladiskana standa undir sér fjárhagslega. Reksturinn er samt viðkvæmur og dreifa útgefendur því eggjunum í fleiri körfur. Fíladelfía leggur þunga áherslu á innflutning á bókurn og geisladiskum, jafnhliða því að reka verslunina Jötuna. Standa þau eflaust fremst í sölu á kristilegri tónlist. Skálholt rekur verslunina Kirkjuhúsið og gefur út tímaritið Víðförla auk þess sem fyrirtækið gefur út mikið af starfsgögnum fyrir kirkjuna. Saltútgáfan hefur sl. ár verið fyrst og fremst í útgáfuþjónustu, þ.e. umbroti, hönnun og alhliða umsjón með útgáfuverkefnum annarra. Auk þess er Saltútgáfan í nánu samstarfi við tímaritið Bjarma. Sú ólga sem er á bókamarkaðinum nú fyrir jólin, þar sem útgefendur og verslanir hafa gefið afslætti „Óþarfi að kristileg útgáfufyrirtæki komi með samskonar bækur á svipuðum tíma.“ segir Guðbjartur Guðbjartsson, framkvæmdastjóri Fíladelfíuforlags. Edda Möller framkvæmdastjóri Skálholtsútgáfunnar hefur orðið var við aukinn áhuga almennu forlaganna á kristilegum bókum og bókum sem byggja á kristilegum viðhorfum. Með henni á myndinni er er Hreinn Hákonar- son, fangaprestur, sem sæti á í útgáfuráði hjá Skálholti. 25

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.