Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1995, Síða 28

Bjarmi - 01.12.1995, Síða 28
AF VETTVANGI GyÖa Karlsdóttir Við áttum öll sömu hugsjón FRA HEIMSÞINGI IFES I KENYU Heimsþing IFES (International feliowship of evangelical students) var haldiö í Nairóbí í Kenýu dagana 22. júní ■ 3. júií í sumar. í fyrsta skipti í sögu samtakanna var stórviöburöur af þessu tagi haldinn í Afríku og vegna aöstæöna varö aö takmarka fjöida þeirra fuiltrúa sem komu frá hverju iandi. Viö vorum þrír fulltrúar Kristilegu skóiahreyflngarinnar á íslandi, í hópi 350 þátttakenda frá yfir 100 löndum. Hópur stúdenta og starfsmanna kristilegra skóla- hreyfinga í Suöur- Ameríku með kynningaratriði á kvöldsamveru. Þingið var haldið á ráðstefnustað sem auðugur banki á, rétt utan við Nairóbí. Þetta var glæsilegur staður, stórt landflæmi, girt með háum girðingum og stóðu vopnaðir verðir við hlið á tveimur stöðum. Á svæðinu voru nokkrar byggingar sem stóðu í hring, kringuni stórt blómlegt torg. I einni byggingunni var matast, annarri sofið, þeirri þriðju fóru þingstörfin fram. Þarna var sundlaug, fótboltavöllur, tennisvöllur, blakvöllur, hlaupabraut - í stuttu máli, allt sem hugurinn girntist til íþróttaiðkana. Ég varð að klípa mig í handlegginn og spyrja sjálfa mig: Er ég raunverulega stödd í Afríku? Það var þægileg tilfinning fyrir Vesturlandabúa að dvelja í þessu verndaða umhverfi á þingstaðnum, en um leið rödd hið innra sem minnti á að handan girðingarinnar bjó þjóð sem bjó við mjög kröpp kjör. Yfirskrift þingsins var „One savior, one calling, one people.“ Á biblíulestrum, í vinnuhópum, á bænastundum, kvöldvökum - á samverustundum þingsins í heild, vorum við minnt á þá staðreynd að við erum bræður og systur í Kristi Jesú, frelsara okkar. Skoðanamunur, ólíkur bakgrunnur, menning og efnahagsleg kjör gerðu undur einingarinnar aðeins meira. Við vorum öll að vinna að sömu hugsjóninni, - að flytja fagnaðarerindið um Jesú til stúdenta veraldarinnar. Þarna stóðu Króatar og Serbar hlið við hlið og lofuðu Guð saman. Hútú- og Tútsímenn sögðu frá því hvernig þeir hefðu staðið saman í háskólunum í Rúanda þegar blóðsúlhellingarnar byrjuðu. Á Irlandi er unnið að því að sameina norður- írsku skólahreyfinguna og írsku skólahreyfinguna. Hvítir og svartir vinna saman í Suður-Afríku. Einingin í Kristi átti sér engin takmörk, engin landamæri. Um leið voruni við ólík og auðguðum hvert annað með mismuninum. Mér fannst einstakt að fylgjast með gleði Afríkubúanna sem þeim tókst að tjá af svo mikilli einiægni í söng og dillandi dansi. Trommusláttur, glaðlegur, marglitur klæðnaður, skjannahvítar tennurnar sem birtust í breiðu brosi þeirra endurspeglaði gleðina yfir því að vera frelsaður frá myrkrinu til Ijóssins. Á heimsþinginu voru 14 nýjar skóla- og stúdenta- hreyfingar sem óskuðu eftir aðild að IFES. Þær voru frá Benin, Burkina Faso, Búrúndi, Kamerún, Chad, Costa Rica, Ekvator, Eþíópíu, Madagaskar, Malí, Nígeríu, Panama, Súrinam og Urúguay. Fór fram stutt kynning á starfi skólahreyfinganna í þessum nýju aðildarlöndum og var þeim ákaft fagnað og þær 28

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.