Bjarmi - 01.12.1995, Síða 30
SJONARHORN
Sr. Gísli Jónasson
Erum við að missa a
Sr. Gísli Jónasson er
sóknarprestur í
Breiöholtskirkju og
formaður Kristilegu
skólahreyfingarinnar.
Sú spurning hefur sótt á mig að undanförnu,
hvort íslenska þjóðkirkjan muni e.t.v. senn
standa frammi fyrir hliðstæðri þróun og orðið
hefur víða í kirkjum Norðurlandanna á sl. áratugum.
Hér á ég við þá staðreynd, að kirkjurnar hafa hægt
og bítandi verið að missa þau sterku tengsl við þjóð
sína sem áður voru svo einkennandi fyrir þjóð-
kirkjur Norðurlandanna. Þessi tengsl birtust m.a. í
því, að víðast hvar voru yfir 90% barna í hverjum
árgangi skírð og síðar fermd. Kirkjunni gafst þannig
einstakt tækifæri til að komast í snertingu við vel
flestar fjölskyldur með boðskap sinn, þótt vafalaust
megi stundum setja spurningarmerki við hvernig
það tækifæri hafi verið nýtt. Nú mun ástandið hins
vegar víða vera gjörbreytt hvað
þetta varðar og þá ekki hvað síst í
stórborgunum. Þannig mun nú t.d.
vera svo komið, að innan við helm-
ingur barna í Stokkhólmi fermist
og mikil meirihluti íbúanna lifir í
raun án nokkurra lifandi tengsla
við kirkjuna og hefur lítil eða engin
kynni eða reynslu af starfi hennar
eða boðskap.
Þessi þróun hefur ekki með sama
hætti náð til okkar á íslandi. Hér
heldur kirkjan enn þeirri stöðu að
93-94% allra barna eru skírð og
fermd. Ég held þó að við getum
ekki vikið okkur undan því öllu
lengur að hugleiða í fullri alvöru,
hvort þróunin eigi eftir að verða eitthvað svipuð hjá
okkur á næstunni og verið hefur meðal frænd-
þjóðanna. Það má a.m.k. vera öllum ljóst sem um
þessi mál hugsa, að kirkjunni okkar hefur ekki á
liðnum árum og áratugum tekist að fylgja eftir með
eðlilegum hætti í starfi sínu þeirri miklu búsetu-
röskun sem orðið hefur í landinu né þeim breyt-
ingum sem hún hefur haft í för með sér í þjóðlífinu.
Starf kirkjunnar og skipulag mótast enn að mestu af
aðstæðum og þörfum sveitakirkjunnar. íslenska
kirkjan er m.ö.o. í raun ekki nema að litlu leyti flutt
á mölina. Þetta verður t.d. mjög áberandi þegar við
hugum að því, hvernig til hefur tekist með kirkjulegt
starf í þeim úthverfum Reykjavíkur sem sprottið
hafa upp hvert af öðru á síðustu áratugum. Þar
sjáum við hvernig sama sagan hefur verið að endur-
taka sig aftur og aftur. Dágóðum tíma eftir að
byggðin tekur að myndast eru stofnaðir nýir söfn-
uðir í nýbyggingarhverfunum og kosin sóknarnefnd.
Næst er kosinn prestur, sem síðan er sendur til starfa
með svipuðum hætti og fallhlífarhermaður, sem
kastað er niður yfir óvinasvæði. Þegar niður kemur
verður hann svo að bjarga sér eins og hann best
getur án nokkurrar utanaðkomandi hjálpar, eins og
prófessor Jóhann Hannesson orðaði þetta eitt sinn í
mín eyru. Starfsaðstaðan er engin og fyrsta verk
prestsins og nýkjörinnar sóknarnefndar hefur
yfirleill verið að finna einhverja bráðabirgðaaðstöðu
til helgihalds og síðan að hefja undirbúning kirkju-
byggingar. Eftir það hefur orka sóknarnefndarinnar
næstu áratugina að mestu farið í kirkjubygginguna
og fjáröflun vegna þeirra skulda sem stofnað hefur
verið til vegna hennar og oft eru að sliga söfnuðina
jafnvel áratugum eftir að kirkjan var vígð. Sjálft
safnaðarstarfið hefur hins vegar oftar en ekki þurft
að líða árum og áratugum saman vegna fjárskorts og
aðstöðuleysis. Starfsmennirnir hafa verið alltof fáir
og prestarnir yfirleilt að drukkna í svokölluðum
aukaverkum, sem leitt hefur til þess að alltof lítill
tími og kraftar hafa verið til að sinna hinni eiginlegu
safnaðaruppbyggingu. Það er vissulega heldur
dapurleg mynd sem hér er dregin upp, en því miður
þó alltof sönn.
Sé saga starfs KFUM & K í borginni síðustu ára-
tugina skoðuð blasir því miður svipuð mynd við.
Félögunum hefur ekki nema að mjög takmörkuðu
leyti tekist að fylgja íbúaþróuninni eftir með starfi
sínu. Oft virðist of mikil orka og fjármagn hafa farið
í húsbyggingar í stað eiginlegs starfs og stundum
hefur tilviljun ein ráðið því hvar starfað er og hvar
ekki. Unglingastarfið hefur að mestu lagst af og ekki
30