Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.12.1995, Page 31

Bjarmi - 01.12.1995, Page 31
lestinni? hefur verið hægt að halda úti deildastarfi í sumum barnflestu hverfum borgarinnar jafnvel árum saman. Samstarf við söfnuðina hefur yfirleitt verið í lág- marki og lítil viðleitni til að ræða hugsanlega verka- skiptingu t.d. í barna- og unglingastarfi. Allt leggst þetta því á eití um að undirstrika hina dapurlegu mynd sem ég hef áður dregið upp. Afleiðing þessa alls er sú, að undanfarna áratugi hafa verið að alast upp heilu kynslóðirnar, sérstak- lega í úthverfum borgarinnar, sem hafa verið í litlum eða jafnvel alls engum tengslum við kirkjuna eða nokkurt kristilegt barna- og unglingastarf, kynslóðir sem því þekkja ekki kirkjuna eða boðskap hennar nema að mjög takmörkuðu leyti. Nú er svo komið að þeim tímapunkti, að margir í þessum hópi eru sjálfir orðnir foreldrar, foreldrar, sem þrátt fyrir allt það sem á undan er sagt koma yfirleilt með börn sín til skírnar og fermingar, en eru þó oft það fjarlægir kirkjunni og öllu kristilegu starfi, að áhuginn fyrir þátttöku barnanna í barnastarfi eða fermingarfræðslu er mjög takmarkaður. Við höfum einmitt verið að ræða það að undanförnu nokkrir prestar, hvað það virðist orðið áberandi erfiðara í dag en var bara fyrir nokkrum árum að vekja áhuga foreldra og virkja þá til þátttöku í fermingarstarfinu. En þurfum við að vera svo hissa á því, þegar þessir hlutir eru skoðaðir í samhengi? Getum við ætlast til að þær kynslóðir, seni að miklu leyti misstu af öllu kristilegu barna- og unglingastarfi, komi núna allt í einu hlaupandi til kirkjunnar með börnin sín fullar af áhuga fyrir slíku starfi? Varla! Það verður ekki mikil uppskera af þeim akri sem gleymdist eða var a.in.k. vanræktur um sáningartímann. Það veit hver bóndi. Hefðin sér að vísu sem betur fer enn fyrir því, að þetta fólk kemur með börnin til skírnar og ferm- ingar, en hversu lengi verður það? Það er alvarleg spurning sem við megum ekki leiða hjá okkur. Hugum þess í stað að því, hvernig við nýtum þau tækifæri sem enn gefast og hvað við gerum til að konta í veg fyrir að ástandið verði hið sama hjá okkur og orðið er víða á Norðurlöndunum? Er ekki kominn tími til að við hugsum ýmislegt upp á nýtt í starfi okkar, hvort seni um er að ræða kirkjustjóm- ina, söfnuðina og eða félögin okkar sem eru svo mikilvægur og ómissandi hlekkur í starfi kirkjunnar í borginni? Vissulega er ýmislegt vel gert í dag. Eg vil ekki gera lítið úr því. Það er t.d. jákvætt og gleðilegt að heyra um aukna þátttöku í barnastarfinu eins og sumstaðar er. Það er ánægjulegt að hægt sé að fylla sumarbúðimar í Vatnaskógi með fermingarbörnum viku eftir viku, en það þarf bara svo miklu meira til að snúa þróuninni við. Verðum við ekki að gera eitthvað róttækt áður en við missum þau tækifæri sem við sem betur fer höfum enn til að ná til barna og unglinga þessa lands? Þau eru lykillinn að framtíðinni. Þurfum við ekki öll að taka höndum saman í þessum efnum, söfnuðirnir og frjálsu leikmannahreyfingarnar? Þarf ekki markvissari vinnubrögð, meiri verkaskiptingu og nreiri sam- vinnu? Væri það t.d. ekki verðugt verkefni félag- anna okkar að einbeita sér í enn ríkari mæli að því sem þau gera hvað best? Að styrkja barna- og unglingastarfið og ala upp enn fleiri leiðtoga og starfsmenn fyrir þetta starf og hlúa enn betur að þeim sem fyrir eru? Er það ekki köllun okkar að byggja lifandi steina inn í kirkju Krists? Látum aðra um að byggja húsin, sem til þess eru kallaðir. Tök- uni þess í stað höndum saman um að leitast við að fylla þau af börnum og ungmennum með lifandi og kröftugu kristilegu starfi. Með slíku sameiginlegu átaki trúi ég því, að fyrir Guðs hjálp megi snúa þróuninni við. Við þurfum hvert á öðru að halda. Við erum öll kölluð til þjónustu í kirkju Krists á jörðu.

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.