Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1996, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.04.1996, Blaðsíða 8
BROTIÐ TIL MERGJAR mannúðar- og hjálparstarf Islensku kirkjunnar. Hjálpar- stofnun er því tilvalinn vettvangur fyrir söfnuði að koma því fé, sem þeir leggja í hjálparstarf á hverju ári, á þá staði þar sem þörfin er brýnust hverju sinni. Verkefnin eru valin án tillits til þjóðernis, kynþáttar, trúarskoðana eða pólitískra hugmynda viðtakenda. Starfið skiptist í þrjú svið. Þau eru neyðarhjálp þar sem matvæli, hjúkrunar- gögn og fleiri lífsnauðsynjar þurfa að berast samstundis til Rekstur stofnunarinnar er greiddur af sérstökumframlögum til j>ess að söfnunarfé fari óskert til viðkomandi verkefna. hjálparsvæða, viðtakanda að kostnaðarlausu; þróunar- samvinna sem mest áhersla er lögð á. Þar er miðað að því að bæta hag fólksins til frambúðar með aðstoð við um- bætur á þáttum eins og matvælaframleiðslu, heilsuvernd, menntun og umhverfisvernd. Þriðji þátturinn er innan- landsaðstoð sem hefur farið vaxandi en er þó ekki til umfjöllunar hér. Frá hádegisverði í Little Lights Orphanage, sem er heimili fyrir munaðarlaus og yfirgefin börn á Indlandi. íslendingar sjá fyrir stórum hópi barna á þessu heimili í gegnum ABC hjálparstarf. Víðtæk starfsemi kostar mikið fé. Fjáröflun byggist nær eingöngu á ftjálsum framlögum. Regluleg framlög styrktar- aðila, sókna og presta eru milvæg tekjulind. Einnig er um að ræða sérstök átök sem þó eru regluleg á hverju ári s.s. sala á friðarkertum fyrir jól og hina þekktu jólasöfnun „Brauð handa hungruðum heimi“ sem stór hluti þjóðar- innar tekur virkan þátt í. Rekstur stofnunarinnar er greiddur af sérstökum fram- lögum til þess að söfnunarfé fari óskert til viðkomandi verkefna. Hjálparstofnun kirkjunnar er í nánu samstarfi við Lútherska heimssambandið og Alkirkjuráðið og koma flestar hjálparbeiðnir í gegnum þá aðila. Helstu verkefni erlendis eru: Á Indlandi i samstarfi við Sameinuðu indversku kirkjuna og Social Action Move- ment. Þar hafa börn verið studd til náms af íslenskum fósturforeldrum auk þess sem byggt var sjúkrahús en um þessar mundir er verið að stækka það. í Mósambik hefur Hjálparstofnun lagt lið verkefni sem miðar að þvi að bæta aðgang að hreinu vatni. 1 Eþíópíu var einnig unnið við vatnsverkefni auk þess sem fé var lagt í byggingar og við- gerðir á sjúkraskýlum og heimavistum fyrir skólakrakka. Til gamans má geta þess að starfsmannafélag íslenska útvarpsfélagsins tók að sér að fjármagna byggingu lítils barnaskóla í kjölfarið af heimsókn myndatökuliðs til Eþiópíu. Á vesturbakka Jórdanár og Gasa-svæðinu var lagt fé í uppbyggingu á neyðardeild fyrir hjartasjúklinga á sjúkrahúsi sem sinnir Palestínumönnum. Til lýðvelda fyrrum Júgóslavíu hafa verið send föt sem íslenska þjóðin hefur safnað í söfnun á vegum Hjálparstofnunar auk þess sem íslendingurinn Auðunn Bjarni Ólafsson starfaði þar ytra. Af þessu má sjá að það fé sem íslendingar hafa lagt til Hjálparstofnunar kirkjunnar hefur komið að miklum not- um viða í heiminum. Neyð sem bregðast þarf skjótt við og nánast hvar sem er sýnir nauðsyn þess að hafa öfluga hjálparstofnun sem íslenskir söfnuðir geta veitt sínu hjálparfé til. Hjálparstofnun hefur góða yfirsýn og er í góðu samstarfi við þá sem vinna að sama markmiði. Hjálparstofnun kirkjunnar er til húsa að Laugavegi 31, Reykjavik. Niðurlag Fleiri aðilar koma nálægt hjálparstarfi en hér hafa verið til umfjöllunar. Má þar nefna Rauða kross íslands, Hjálpar- starf aðventista sem vinnur að þróunaraðstoð í samvinnu við alþjóðleg líknarsamtök aðventista, Caritas ísland sem eru líknarsamtök kaþólikka hérlendis, Caritas er með fjár- safnanir tvisvar á ári og veitir fé til hjálparstarfs í þriðja heiminum, Hvítasunnuhreyfingin styður m.a. við safnaðar- starf í Austur-Evrópu, Hjálpræðisherinn hefur staðið að trúboði í Panama auk fleiri verkefna og UNIFEM á íslandi starfar að málefnum kvenna í þróunarlöndunum. Af þessari umfjöllun sést glögglega að íslendingar koma víða við í hjálparstarfi erlendis. Það sannast enn og aftur að margt smátt gerir eitt stórt, að þitt framlag er mikils virði og að enginn getur hjálpað öllum en allir geta hjálpað einhverjum.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.