Bjarmi - 01.05.1996, Blaðsíða 3
Trúmennska og trúverðugleiki
Undanfarið hafa átt sér stað miklar umræður um kirkjuleg og trúarleg málefni og íslenska
kirkjan hefur þurft að sigla töluverðan ólgusjó. Ástæður eru ýmsar og verða ekki ræddar
hér. Þjóðkirkjan hefur átt í vandræðum, rætt er um að hún sé í kreppu og fréttir berast af
því að undanfarið hafi töluverður hópur fólks hafi sagt sig úr henni. Virðing fólks fyrir kirkjunni
og embættum hennar virðist fara þverrandi, sumir tala um hana sem staðnaða stofnun og óskir
um aðskilnað rikis og kirkju verða háværari. Á sama tíma er safnaðarstarf kirkjunnar víða mjðg
blómlegt og kreppumerkin lítt sjáanleg. Frumvarp til laga um staðfesta samvist samkynhneigðra,
sem lagt hefur verið fram á Alþingi, hefur einnig leitt til rökræðna um það mál út frá kristnum og
kirkjulegum sjónarhóli og hafa skoðanir verið skiptar. Öll þessi umræða og ýmis atvik tengd
henni leiða hugann óneitanlega að spurningunni um stöðu og trúverðugleika kirkjunnar.
Þegar spurt er um trúverðugleika má sjálfsagt nefna margt til sögunnar. Hér skal staldrað við
fáeinar hugsanir. Kirkjan er kölluð af Jesú Kristi og send með fagnaðarerindið um hann. Á þvi
erindi og köllun byggist tilvist kirkjunnar. Til að reynast trúverðug þarf hún að halda trúnað við
þann Drottin sem hefur kallað hana, er hirðir hennar og lausnari og sendir hana út í heiminn
með fagnaðarerindið. Ef þann trúnað vantar hefur sáttmálinn við Guð verið rofinn. „Elska skalt
þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum mætti þínum og öllum huga
þinum og náunga þinn eins og sjálfan þig“ (Lk. 10:27). Þannig hljóðar æðsta boðorðið. Það snýst
um heilindin við Guð, óskipta afstöðu og kærleika til hans. Sömuleiðis á kærleikur, eining og
samhugur að einkenna þá sem tilheyra Jesú Kristi. „Á því munu allir þekkja, að þér eruð mínir
lærisveinar, ef þér berið elsku hver til annars“
Qh. 13:35). Sundurlyndi, deilur, metingur og
trúnaðarbrestur milli manna varpar fljótt
skugga þar á. Gildir þá einu hvort um er að
ræða kirkjuna í heild, einstaka söfnuði,
kristileg félög og samtök eða presta, leiðtoga
og einstaklinga.
Trúfestin við boðskap Biblíunnar skiptir einnig miklu máli. Kirkjan er send með fagnaðar-
erindið um Jesú Krist, ekki sitt eigið erindi. Kirkjan þarf að reynast köllun sinni trú og sjálfri sér
samkvæm og taka afstöðu til þeirra mála sem eru ofarlega á baugi á grundvelli þess boðskapar
sem hún er send með. Eitt af slagorðum Marteins Lúthers og siðbótarmannanna var sola scriptura,
ritningin ein. Með því vildu þeir leggja áherslu á að ritningin ein, orð Guðs, væri mælikvarði
trúar og breytni. Trúverðugleikinn glatast fljótt ef kirkjan tekur að eltast við og boða manna-
setningar í stað þess að byggja á vitnisburði ritningarinnar um Krist og flytja boðskapinn um
hann. Dæmisaga Jesú um húsbóndann sem fékk þjónum sínum talentur til ávöxtunar (Mt. 25:14-
30) er vert umhugsunarefni í þessu sambandi. Sú hætta er vissulega fyrir hendi að við gröfum
það sem okkur er. trúað fyrir i jörð í stað þess að ávaxta það.
Á einhverju stigi umræðnanna um málefni kirkjunnar var vísað til siðbótarmannsins Marteins
Lúthers og talað um þörf á siðbót i íslensku kirkjunni. Það má til sanns vegar færa að svo sé.
Sérhvert samfélag manna þarfnast sífellt iðrunar og yfirbótar og endurnýjunar á trúnaði við Guð
og manna á meðal. Kirkjan er þar ekki undanskilin. Það er að vísu ekki alltaf talið „fint“ að játa
brot sín og afglöp og taka afleiðingum af þeim og oft setur fólk því takmörk hvað unnt er að
fyrirgefa. Bænin í Faðirvorinu stendur þó óhógguð og er leið til sátta við Guð og menn: „Fyrirgef
oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum." Slíkrar bænar er þörf til að
strykja trúverðugleikann. Jafnframt þarf að endurnýja trúfestina við hann sem kallar og sendir
kirkjuna og efla traustið á orði hans. Glatist traust fólks á kirkjunni nær sá boðskapur sem hún er
send með ekki eyrum þess.
Kristilegt tímarit
Útgefendur: Kristilega skólahreyfingin,
Landssamband KFUM og KFUK og
Samband íslenskra kristniboðsfélaga.
Ritstjóri: Gunnar J. Gunnarsson.
Ritnefnd: Benedikt Arnkelsson,
Guðmundur Karl Brynjarsson, Kjartan
Jónsson og Þórunn Elídóttir.
Afgreiðsla: Aðalskrifstofan, Hoitavegi 28,
pósthólf 4060,124 Reykjavík,
sími 588 8899, bréfsími 588 8840.
Árgjald: Kr. 2.700,- innanlands,
kr. 3.200,- til útlanda. Gjalddagi 1. mars.
Verð i lausasölu kr. 500,-
Umbrot: SEM ER útgáfa/TómasTorfason.
Ljósmyndir: Haraldur Guðjónsson,
Magnús Fjalar Guðmundsson, Hugi B.
Hugason, Kristján Einarsson o.fl.
Prentun: Borgarprent.
Efni:
Staldrað við:
Trúmennska og trúverðugleiki......... 3
Guðmundur Karl Brynjarsson
og Ragnar Gunnarrsson:
Samkynhneigð, snúið mál!.............. 4
í brennidepli:
„Auðveldara að segja upp en
látarekasig"..........................12
Menning:
Dauðamaður nálgast....................17
Menning:
„Með hjálp hans geta draumarnir ræst“... 20
Um víða veröld........................22
Innlit:
Börn eru skemmtileg og sönn..........24
Kristniboð:
Þessi kirkja er bænakirkja............26
Sr. Bragi Friðriksson:
Sigurþakkir...........................29
Þórarinn Björnsson:
Orð Guðs í nýjum búningi..............30