Bjarmi - 01.05.1996, Blaðsíða 12
í BRENNIDEPLI
„Auðveldara að segja
upp en láta reka sigu
Vangaveltur um stöðu og trúverðugleika
þjóðkirkjunnar,, og samband hennar við ríkið
Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aðskilnaði ríkis og
kirkju? Þessi spurning á eftir að hljóma æ oftar í
eyrum okkar á næstu árum. Aðskilnaðarsinnum
hefur vaxið fiskur um hrygg og þegar Gallup spurði í
könnun sinni í janúar sl. kom í ljós að tæp 53% vildu að-
skilnað, tæp 31% voru andvíg aðskilnaði og tæplega 17%
eru hvorki hlynnt né andvíg.
Hvað er að gerast? Hvernig
stendur á því að meirihluti þjóðar-
innar vill að kirkjan sem hefur
gert okkur svo margt gott fái lög-
skilnað frá ríkinu? Getur verið að
deilur innan kirkjunnar hafi sín
áhrif? Til að skoða stöðu kirkj-
unnar nánar leituðum við til
nokkurra mætra manna og báð-
um um þeirra álit.
Nú er áratugur liðinn frá því
að Morgunblaðið birti grein eftir
prest sem lýsti eindregið þeirri
skoðun sinni að vinna bæri að
aðskilnaði ríkis og kirkju enda
hlyti þjóðkirkjuhugmyndin að
skoðast sem bráðabirgðalausn.
Höfundurinn, sr. Jakob Ágúst
Hjálmarsson, er nú prestur við
Dómkirkjuna í Reykjavík. í grein-
inni lýsir hann áhyggjum af stöðu
kirkjunnar og segir að „langt sé
frá að allt sé með felldu í íslensku
kirkjunni.” „Kirkjan höfðar ekki
til ungs fólks og kirkjusókn er ekki nógu góð. Þeir fáu
sem mæta í kirkjuna „mundu heyra Guðs orð þótt að ég
færi með margföldunartöfluna í stað predíkunar.” Jakob
segir að viðbrögð við greininni hafi engin verið. Málið hafi
verið látið liggja í þagnargildi.
Þetta hefur breyst nokkuð og í dag eru menn fúsari að
tjá sig um kirkjuna og stöðu hennar gagnvart ríkinu. Sr.
Ragnar Fjalar Lárusson prestur og prófastur við
Hallgrímskirkju er ekki fylgjandi aðskilnaði. „Kannski yrði
söfnuðurinn starfsfúsari eftir aðskílnað en þjóðkirkjan nær
til svo margra. Við höfum kristinfræðikennslu í skólum og
síðan fylgir fermingarfræðslan. Svo kemur bil þar sem
ekki er hugsað svo mikið um kristilegt starf, en augun
ljúkast upp síðar þegar skíra þarf barn ungu hjónanna og
þau tengjast kirkjunni aftur.“ Ragnar Fjalar telur þessi
tengsl geta rofnað ef verulegur hluti þjóðarinnar stæði
utan trúfélaga sem hann telur vissa hættu á ef aðskilnaður
verður. Hann lýsir einnig áhyggjum af því að tengsl við
skólana gætu rofnað.
Forstöðumaður Fíladelfíusafnaðarins Hafliði Kristins-
son segir að ef hann hefði verið spurður hvort hann væri
fylgjandi aðskilnaði ríkis og kirkju fyrir þremur árum hefði
hann sagt: „Nei, ekkert frekar,“ en í dag er hann fylgjandi
aðskilnaði. „Atburðir undanfarinna mánaða hafa orðið til
þess að í dag er ég fylgjandi aðskilnaði," segir Hafliði og
vísar til deilna innan kirkjunnar.
Þeir þrír fyrrnefndu menn sem hafa lýst skoðun sinni á
aðskilnaði eru allir safnaðarhirðar. Það er Hjalti Hugason
ekki. Hann er prófessor i kirkjusögu við Háskóla íslands.
Hjalti var þó eitt sinn þjónandi prestur. Hann er ekki fylgj-
andi aðskilnaði á þessari stundu þó hann sjái vissulega
kosti við aðskilnað. „Kirkjan yrði algjörlega frjáls gagnvart
12