Bjarmi - 01.05.1996, Blaðsíða 14
I BRENNIDEPLI
boðun?“ Þetta telur Hjalti
geta gerst og þá getur sú
staða komið upp að fólkið
vilji eitthvað annað en
kirkjan telur vera í sam-
ræmi við trúna. Deilur og
jafnvel fjöldaúrsagnir gætu
þá blasað við.
Hjalti bendir einnig á að
eftir aðskilnað verði að
stofna nýjan, öflugan jöfn-
unarsjóð sóknanna. „Fjár-
streymi yrði í gegnum sjóð-
inn bæði upp og niður
kirkjuna ef við lítum á
hana sem pýramída. Fjár-
munir þyrftu því að
streyma frá stórum söfn-
uðum og til minni safnaða,
einnig til að standa straum
af yfirstjórn kirkjunnar og
öllu því sameiginlega starfi
sem kirkjan þarf á að
halda.“ En hvað myndu
stóru sóknirnar segja við
þessu? Því svarar Hjalti.
„Frammi fyrir þessu vanda-
máli komum við til með
að standa og kirkjurnar í
Reykjavík munu ekki geta
haldið utan um sína pen-
inga. Hlutfallið sem mun
streyma til sameiginlegra
þarfa verður miklu stærra en nú er.“
Þó að huga beri að peningum, eignum og embættum
þegar þessar gífurlegu breytingar eru ræddar, má ekki
gleyma aðalatriðinu, þ.e. safnaðarlífinu. Hvaða áhrif mun
aðskilnaður hafa á trúarlif íslendinga? Hjalti efast um að
„þessar draumsýnir margra um að söfnuðurinn verði
virkari gangi eftir. Af fenginni reynslu vitum við að á 10 til
15 árum verða trúarleg samfélög annaðhvort klofin í
marga smáa söfnuði eða orðin að tiltölulega fastmótaðri
stofnun. Það eru þessir tveir valkostir sem kristilegt
samfélag stendur frammi fyrir í þessum heimi. Eins verður
auðvitað með söfnuði „nýrrar frjálsrar kirkju“.“
Hafliði segir að hvort líf innan kirkjunnar muni blómstra
velti ekki fyrst og fremst á aðskilnaði en hann muni hjálpa
til. „Það fer aðallega eftir prestunum sjálfum, andlegt líf 1
kirkjunni byggist mikið á leiðtoganum. Ég hef þá trú að
aðskilnaðurinn verði kirkjunni hvatning til að gera
betur á andlega sviðinu. Það verður kirkjunni til lífs
þegar hún fer að huga að sínu innra starfi í auknum
Sr. Ragnar Fjalar Lárusson:
„í þau 40 ár sem ég hef verið
prestur hefur aldrei verið þar
blómlegra starf en nú.
Auðvitað eru nýleg áföll
sorgleg en það er ekki hægt
að kenna kirkjunni um allt í
því sambandi."
mæli og þarf að hafa svolítið meira fyrir því. Kirkjan þarf
líka að leggja aukna áherslu á boðun prestanna og trúar-
reynslu þeirra.“ Hafliði bætir við að til að bæta andlegt líf í
kirkjunni þurfi hún leiðtoga. Hann efast um að biskup sé
nægilega leiðandi innan hennar, annars vegar vegna
persónulegra deilumála hans og hins vegar vegna valdsviðs
biskups innan kirkjunnar.
Viðmælendur okkar eru allir á einu máli um það að fyrr
eða síðar komi til aðskilnaðar. Þeir eru þó ekki sammála
um árafjöldann þangað til. Hafliði segir að nú sé umræðan
komin af stað og „þó að við viljum tala um þetta án þess
að tala um erfiðleika kirkjunnar í dag þá hafa þeir mjög
mikið með það að gera hvaða hraði verður á þessum
málum. Ég held að aðskilnaður ríkis og kirkju verði á
næstu tíu árum.“ Séra Ragnar Fjalar telur aðskilnað geta
átt sér stað á næstu þrjátíu árum en segir árafjöldann velta
töluvert á því hvernig kirkjan muni starfa næstu árin.
Hjalti Hugason vonar að við berum gæfu til að gefa okkur
góðan tíma í aðskilnaðinn. „Ég myndi vilja sjá tíu ára
aðlögunartíma þannig að ákvörðun yrði tekin á ákveðnum
tímapunkti og breytingin ætti sér svo stað tíu árum síðar.
Ef þannig verður að verki staðið má varla búast við
aðskilnaði á næstu fimmtán árum.
Jakob segir um næstu ár: „Ég sé á næstu tíu árum
raunverulegan aðskilnað sem
felst í því að kirkjan mun verða
sjálfstæð fjárhagsleg og stjórn-
14