Bjarmi - 01.05.1996, Blaðsíða 7
fjöldi sódómskra karlmanna hefur slegið hring um húsið.
Karlarnir kalla til Lots að hann leiði út gesti slna að þeir
megi kenna þeirra. Lot vill ekki bregðast gestunum og
biður mennina heldur að þiggja að hann sendi óspjallaðar
dætur sínar út til þeirra. Æstur mannfjöldinn fyrir utan
unir því ekki og gerir aðsúg að Lot sem kemst við illan
leik inn aftur. Mennirnir fyrir utan eru skyndilega slegnir
blindu og geta af þem sökum ekki fundið dyrnar að húsi
Lots. Frásögu af mjög svipuðum atburðum í Gíbeu er að
finna í 19. kafla Dómarabókar. Þar hópuðuðust „hrak-
menni“ nokkur að húsi þar sem hebreskur gestur var
innan dyra. Framhaldið er öllu ljótara en í fyrri sögunni og
að lokum var komið fram hefndum á hrakmennum Gíbeu.
Samkvæmt túlkunarhefðinni birtir saga þessi reiði Guðs
gegn kynlífi samkynhneigðra karlmanna og einmitt þess
vegna hafi Drottinn eytt Sódómu. Nýrri túlkanir hafa bent
á að meginþema þessarrar frásögu sé ekki samkynhneigð
heldur hebresk kurteisi. Samkvæmt réttarlögum Fiebrea
skyldi hver sá sem kominn er undir þak einhvers njóta
fullkominnar verndar.
Einnig hefur verið bent á að hebreska orðið jada sem
þýtt er á íslensku „að kenna e-s“ hafi sjaldan kynferðislega
merkingu í Gamla testamentinu. Þess vegna sé hæpið að
ætla að múgurinn í frásögunni falist eftir kynmökum við
mennina tvo. Líklegra sé hann vilji einungis skoða aðkomu-
mennina og heilsa upp á þá. Sá sem meðal annars hallast
að þessari túlkun er John B. Nelson, höfundur bókarinnar
Embodiment sem kennd hefur verið í námskeiðinu
Siðfræði fjölskyldunnar og hjónabandsins í Guðfræðideild
Háskóla íslands.9
Rétt er það að hebreska orðið merkir ekki endilega að
eiga kynmök við en í Sódómutextanum er merkingin aug-
ljóslega sú. Lot nefnir að dætur hans hafi ekki „karlmanns
kennt“ og notar sama hebreska orðið. Fráleitt er að ætla
að þær hafi aldrei talað við karlmenn eða kynnst þeim á
nokkurn hátt. Augljóst er að Lot er að vísa til þess að þær
eru hreinar meyjar.10 Af samhenginu ætti það því að vera
ljóst að þessir karlmenn sem gjörðu Lot og hinum
gestkomandi englum rúmrusk hafa haft annað í hyggju
með hina síðarnefndu en vingjarnlegt spjall um veðrið.
Sódómufrásagan fjallar um hneigðir karlmanna til sama
kyns en hæpið er að nota þessa frásögu eina til að dæma
samkynhneigð í heild. í Sódómu viðgekkst almennur saur-
lifnaður, sið- og lögleysi. Múgurinn fyrir utan hús Lols
vildi nauðga aðkomumönnunum. Nauðgun er ofbeldi og á
ekkert sameiginlegt með gagnkvæmri ást og virðingu sem
vissulega getur ríkt milli samkynhneigðra einstaklinga.11
Hvað með Davíð og Jónatan?
I Fyrri Samúelsbók 18-20 er fjallað um þá miklu kærleika
sem voru milli Davíðs ogjónatans. Sumir álíta kafla þessa
benda til þess að þeir hafi verið eitthvað meira en aðeins
góðir vinir. í 1. Sam. 18:3 segir að Jónatan hafi unnað
Davíð sem lífi sínu. í v. 4 segir að Jónatan hafi afklæðst í
augsýn Davíðs og að þeir hafi kysst hvor annan (20:41).
Að Jónatani látnum orti Davíð sorgarljóð þar sem m.a.
segir: „Sárt trega ég þig, bróðir minn Jónatan, mjög varstu
mér hugljúfur. Ást þín var mér undursamlegri en ástir
kvenna.“
Einnig hafa misheppnuð ástarsambönd Davíðs við hitt
kynið þótt styrkja þennan grun. Samanlagt hafa þessir
þættir hleypt af stað vangaveltum um að þeir félagar,
Davið ogjónatan, hafi verið elskendur.
Fyrrnefnd rök eru sprottin af misskilningi. Þegar Jónatan
afklæddist fyrir framan Davlð var það í þvi skyni að gefa
hinum síðarnefnda skikkju sína, brynju, sverð, boga og
belti. Augljóst er því af samhenginu að sú fækkun fata er
ekki af kynferðislegum toga.
Hið sama er að segja um koss þeirra félaga í 20:41. Þeir
grétu og kysstu hvor annan því ljóst var að þeir myndu
ekki sjást í langan tíma.
Margir eiga góða vini af sama kyni. Vinátta og kærleikur
getur vaxið, þó ekkert kynferðislegt sé í sambandi þeirra.
C. S. Lewis talar um að vináttan sé öxl við öxl en ástin
augliti til auglitis. Vináttan er gjöf Guðs.12
Viðurstyggð er kostaði líflát
í 3. Mósebók 18:22 og 20:13 er fjallað um samkynhneigða
karlmenn. Síðari tilvitnunin hljóðar svo: „Leggist maður
með karlmanni sem kona væri, þá fremja þeir báðir viður-
styggð. Þeir skulu líflátnir verða, blóðsök hvílir á þeim.“
Kynlíf samkynhneigðra karlmanna er afdráttarlaust for-
dæmt í lögmálinu og svo fast er að orði kveðið að þeir sem
slíkt fremja skulu teknir af lífi. Þessir textar eru ákveðnir
og fljótt á litið gætum við túlkað þá sem hið endanlega
svar Biblíunnar við samkynhneigð. Margir hafa sagt að við
nánari rýni komi í ljós að svo sé ekki. í helgihaldi heiðinna
nágrannaþjóða ísraels var stundað kynlíf tveggja eða fleiri
af sama kyni. Því hafi lagatextar þessir fyrst og fremst
trúarlegt gildi en séu ekki alhliða mælikvarði á samkyn-
hneigð sem sllka. Þessu til stuðnings er bent á svipuð
ákvæði sem banna t.d. hjónabönd trúaðra og heiðingja en
lilgangurinn var að vernda trúariðkun Hebrea fyrir heiðn-
um áhrifum.
Þó að ekki sé hér beinlínis fjallað um ástarsamband
tveggja karlmanna þá er ekki hægt að segja að slíkt falli
utan ramma þessa hebreska lagaákvæðis. í sömu upptaln-
ingu í 3. Mósebók er einnig fjallað um mök blóðskyldra,
framhjáhald, hórdóm og samræði við skepnur. Allt fellur
þetta utan hins eðlilega þó svo engin trúariðkun sé tengd
því.13
Þá vaknar spurningin hvort beita eigi dauðarefsingu við
samkynhneigð eins og lögmálið mælir fyrir um. Svar