Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1996, Blaðsíða 30

Bjarmi - 01.05.1996, Blaðsíða 30
SJÓNARHORN Þórarínn Björnsson Orð Guðs í nýjum búningi Þórarinn Björnsson, framkvæmdastjóri Vatnaskógar. Skoðanir Marteins Lúthers þóttu um margt byltinga- kenndar á sínum tíma. Flestir voru t.d. þeírrar skoð- unar að orð Guðs væri svo heilagt og vandmeðfarið að því hæfðu best latnesk hefðarklæði og að ekki væri nema fyrir hámenntaða lærdómsmenn að umgangast það augliti til auglitis. hessari hugsun kollvarpaði Lúther. Hann réðst 1 það stórvirki að þýða Biblíuna á þýska tungu og markaði með alþýðlegri þýðingu sinni tímamót í vestrænni kristni. í kjölfarið kom hver þjóðin á fætur annarri með þýðingu Biblíunnar á eigin þjóðtungu. Á íslandi kom Guðbrandsbiblía út árið 1584 og markaði sú útgáfa augljós tímamót í krístni á íslandi og hefur átt dijúgan þátt í varðveislu islenskrar tungu. Á hinn bóginn er ljóst að aldrei getur orðið um endanlega þýðingu að ræða, því öll tungumál eru í stöðugri mótun, ný orð verða til, önnur breyta um merkingu eða verða úrelt í tímans ras. í ljósí framanritaðs tel ég að fagna beri þeirri viðleitni Hins íslenska bibliufélags að koma Biblíunni út í nýrri þýðingu árið 2000. Jafnframt tel ég ástæðu til að hvetja notendur Biblíunnar að kynna sér hina nýju þýðingu, sem gefin er út jafnóðum, og koma ábendingum á framfæri ef þeim finnst ástæða til. Sjálfum þykir mér biblíuþýðingin fram að þessu bera vott um að mönnum er annt um að Biblían komist í lipran og auðskiljanlegan, en um leið vandaðan málfarslegan búning. Eitt þeirra atriða sem ég fagna í hinni nýju þýðingu er að þar er gert ráð að þéranir afleggist með öllu, enda eru þær löngu horfnar úr daglegu máli á íslandi. Vona ég að hvergi verði vikið frá þeirri stefnu þó að háværar raddir þröngs hóps kunni að hrópa á annað. hað ætti að minu viti að vera baráttumál íslenskrar kristni að koma orði Guðs í svo eðlilegan og auðskiljanlegan búning að uppvaxandi kynslóð eigi sem auðveldast með að skilja. Þéranir geta að mínum dómi aldrei orðið annað en Þrándur í þeirri götu. Ég geri mér grein fyrir að ekki eru allir sammála þessu og þætti mér ekki ólíklegt að sumir vildu beita fyrir sig tilfinningalegum rðkum, eins og þeim hvort nú eigi að fara að breyta Faðirvorinu eða hrófla við orðum sem almennt eru kunn. Ég er sammála því að sýna þurfi mikla aðgætni í öllum breytingum, en persónulega finnst mér jafnvel koma til greina að breyta Faðirvorinu ef það yrði til þess að lækka skilningsþröskuld þeirrar bænar. Til gamans læt ég fylgja óábyrga tillögu til skoðunar. Faðir okkar á himnum! Helgist þitt nafn. Tíl komi þitt ríki. Verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himnum. Gef okkur dag hvern daglegt brauð og fyrirgef okkur ranga breytni, eins og við fyrirgefum þeim sem breyta gegn okkur. Leið okkur ekki í freistni heldur frelsa frá öllu illu. Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin, að eilífu. Amen. Ég veit ekki hvort framangreind útgáfa á Faðirvorinu fær staðist gagnrýnin augu ábyrgra þýðenda, en ég tel ekki ástæðu til að letja menn í þeirri viðleitni að koma Drottinlegri bæn nær daglegu máli, enda benda nokkrar likur til þess, að Jesús hafi á sínum tíma beðið bænarinnar með orðum sem hvert mannsbarn í hans tíð skildi. En kannski finnst mönnum núorðið það vera aukaatriði hvort fólk skilji almennt það sem verið er að biðja um, aðeins ef rétt er farið rneð bænina, og hver vill annars, um ókomna framtíð, bera ábyrgð á því að útrýma frjóum vangaveltum ungviðisins um vorkomuna og skuldunautin í Faðirvorinu? - Kannski það sé eftir allt saman mergur- inn málsins?

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.