Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1996, Blaðsíða 16

Bjarmi - 01.05.1996, Blaðsíða 16
í BRENNIDEPLI . V'r' - * Þegar flestar fréttir sem berast af kirkjurtni eru neikvæðar er eðlilegt að spurt er hvort kirkjan sé trúverðug og einnig hvort sú umræða sem átt hefur sér stað sé réttmæt. „Mönnum er ekkert heilagt lengur,“ segir Fíladelfíuleiðtoginn. „Öll fjölmiðlaumræða undan- farið hefur verið mjög óvægin gagnvart kirkjunni og það hefur ekki gerst áður. Fólk sér að leiðandi menn innan kirkjunnar berast á banaspjót. Boðskapur kirkjunnar verður ekki trúverðugur þegar hún boðar eitt og breytir svo öðruvísi. Frammi fyrir því standa allar kirkjur. í augnablikinu er þjóð- kirkjan því ekki trúverðug en hún á eftir að fá trú- verðugleikann aftur enda þykir fólki vænt um hana.“ Jakob segir að fólk hafi ekki traust á því rugli sem viðgangist innan kirkj- unnar. „Söfnuðir deila um kirkjubyggingu. Af hverju? Það er vegna þess að það viðurkennir enginn að það sé lýðræðislegt vald á al- mennum safnaðarfundum í húsi sem tekur þrjú hundruð manns og í söfnuðinum eru þrjú þúsund manns. Það viðurkennir heldur enginn að það sé lögmæt atkvæða- greiðsla að hafa hana í einhverju húsi við eitt borð í fjóra tíma í þrjú þúsund manna bæ. Menn hafa ekki traust á þessu rugli.“ Séra Ragnar Fjalar telur kirkjuna út af fyrir sig vera jafn- trúverðuga og áður. En við umfjöllunina sem kirkjan hefur fengið vill hann gera athugasemdir. „Flún er mjög óréttmæt hvemig sem á það er litið. í fyrsta lagi þá er nú verið að ásaka biskup um brot sem eiga að hafa átt sér stað fyrir 17 og 30 árum. Af hverju er verið að rifja þetta upp núna? Svo hafa margir prestar tekið undir gagnrýni, kannski ekki endilega ásakað biskup um þessi brot en verið með allskonar gagnrýni á hann og störf hans. Mér hefði fundist eðlilegra að prestarnir hefðu staðið með biskupi sínum í þessu máli án þess þó að sýkna hann, það getur enginn maður gert. Enginn maður er fullkominn, en Hjalti Hugason: „Það sem ég vil fyrst og fremst sjá er að kirkjunnar fólk í landinu komi saman og marki sér stefnu til framtíðar. Hvert beinast hugsjónir okkar, væntingar og þrár." gagnrýni prestanna hefur orðið til þess að traust fólks hefur minnkað á biskupnum og hann er jú æðsti maður kirkjunnar. Einnig hefur þetta orðið til þess að traustið á kirkjunni sjálfri hefur minnkað.“ Jakob Hjálmarsson segir um biskupinn: „Getuleysi Ólafs Skúlasonar til að greiða úr og leysa deilumál ætlar að reynast örlagaríkt. Hversu miklu máli sem það er bundið persónu hans eða gagnslausum lögum ætla ég ekki að segja.“ Hafliði heldur að það muni reynast biskupi erfitt að sameina kirkjuna enda eru innan hennar mismunandi fylkingar. Hann harmar ásakanir á biskup. „Því miður tel ég það ekki möguleika að Ólafur geti hreinsað mannorð sitt. Ef hann er saklaus þá verður hann dæmdur saklaus. Biskup þarf víða samstöðu meðal prestanna í landinu og þannig á hann að geta breytt áliti kirkjunnar.11 Sr. Ragnar segir þrengingarnar innan kirkjunnar jafnvel geta þjappað henni saman og þegar til lengri tíma er litið engin varanleg áhrif hafa á kirkjuna, „nema fyrir biskup- inn. Hann mun alltaf þurfa að lifa við þessar ásakanir og mér finnst það hörmulegt, bæði fyrir hann og fjölskyldu hans. Þeir eiga mikla sök sem komið hafa þessu máli af stað og blásið það út og þar eiga nokkrir prestar hlut að máli. Ábyrgð þeirra er rnikil." Hvað framtíðin ber í skauti sér er ómögulegt að segja til um þrátt fyrir að spekingar spjalli. Enginn veit framtíð kirkju og kristni í þessum heimi nema Guð einn. Hver svo sem framtíðin verður skulum við hafa það hugfast að það er okkar hlutverk að boða trúna. Það er okkar að segja hrjáðum heimi frá frelsara okkar Jesú Kristi. Hvort það verður betur gert með ríkiskirkju á íslandi eða ekki skal ég ekki segja. Hitt er þó ljóst að áhrif kristindómsins hér á landi hafa verið góð og leyfi ég mér að vitna i þrjátiu ára gamalt hirðisbréf dr. Sigurbjörns Einarssonar biskups um leið og ég bið þess að við fáum í framtíðinni að njóta blessunar Guðs i enn ríkari mæli en nokkru sinni fyrr. „Meinar nokkur í alvöru, að íslenskri löggjöf og réttarfari hefði verið betur háttað, ef aldrei hefði verið tekið neitt tillit til boðorðanna tíu frá Sínaí? Hefði söguþjóðin orðið göfgari í hugsun og framferði og þroskameiri, ef sagan um miskunnsama Samverjann eða hetjusagan frá Golgata hefði aldrei heyrst á hennar tungu? Var það slys að Fjall- ræðan barst hingað til lands? Þeim er vart trúandi til and- legrar leiðsagnar sem láta sér slík firn um munn fara.“ Ragnar Schram 16

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.