Bjarmi - 01.05.1996, Blaðsíða 23
UM VÍÐA VERÖLD
Egyptaland:
Kristnir ofsóttir
Um tvö hundruð kristnir koptar hafa verið
drepnir í Egyptalandi af islömskum öfgamönn-
um síðan árið 1992. Manndráp af þessu tagi
em algengust i suðurhluta landsins. Auk lífláts
hafa kristnir menn í Egyptalandi mátt þola
ýmiss konar ofsóknir á hendur sér. Þeim hefur
verið misþyrmt, verslanir þeirra rændar og
kirkjur hafa verið brenndar. Af 60 milljónum
Egypta eru milli átia og tiu milljónir kristnar.
Bosnía:
50.000 barnabiblíur
Sameinuðu Biblíufélögin og Biblíuþýðingar-
stofnunin í Stokkhólmi (IBT) stóðu fyrir því að
um 50.000 króatísk börn í Bosníu eignuðust
Biblíur skömmu fyrir síðustu jól. Afhending fór
fram í Sarajevo og tók rómversk-kaþólski
kardínálinn Puljic í Bosníu-Hersegovínu þátt í
henni. Við það tækifæri sagði hann rneðal
annars:
- Við höfum þurft að þola erfiða tíma og
höfum oft haft lítið að borða. En Biblían mun
verða okkur andleg fæða. Hún mun styrkja
okkur og gefa okkur von i komandi framtíð og
við óskum þess að hún geti stuðlað að
sáttargjörð í landi okkar. Ef Bibfían kemst inn á
öll heimili i landinu mun hún lækna hjörtun
og vera ljós fyrir þjóðina.
Boris Arapovic, stjórnandi IBT, er sjálfur
Króati og aðalþýðandi barnabiblíunnar. Hann
var viðstaddur afhendinguna og lýsti mikilli
gleði sinni yfir þvi að sjá börnin taka á móti
Biblíum á þeirra eigin máli.
Kína:
Trúuðum fjölgar í
flokknum
í Kína fjölgar þeirn stöðugt innan kommúnista-
flokksins sem gerast kristnir. 1 Gui Zhou- héraði
fara um tvö þúsund félagar í Hokknum reglu-
lega í kirkju. Fyrir nokkrum árum voru þeir
aðeins um 150.
Japan:
Margir gerast
kristnir
Um það bil 30.000 Japanir tóku á móti Jesú
Kristi sem frelsara sínum á síðasta ári. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Paul Ariga, leiðtoga
samtakanna „All Japan Revival Mission", gerist
þetta í kjölfar bænavakningar sem orðið hefur i
landinu. Hann segir frá því að um 13.000
kristnir Japanir hafi samtals notað 770 þúsund
klukkustundir á undanförnum þrem árum til
að biðja um vakningu. Nú er Guð að svara
þeim bænum.
Indland:
Vöxtur í starfi
stúdenta
Stúdentar í indversku skólahreyfingunni
áunnu um það bil fimm þúsund manns fyrir
Krist á síðasta ári. Flestir þeirra voru áður
hindúar. Indverska kristilega skólahreyfingin
varð til árið 1949 með litlum bænahóp. Nú
starfar hún í öllum fylkjum Indlands. Gleðin
yfir að hafa náð til svo margra hindúa er mikil
og nú biðja kristnir stúdentar á Indlandi þess
að ná í vaxandi mæli til múslima með fagnaðar-
erindið.
Rússland:
Dóttir Stalíns í
klaustri
Svetlana Stalín, 69 ára gömul dóttir Jósefs
Stalíns, hefur gerst kristin og býr nú í klaustri á
Ítalíu samkvæmt upplýsingum frá kristniboð-
anum Giovanni Garbolino i Róm. Hún flúði frá
Sovétríkjunum árið 1967. „Nú einkennist líf
mitt af kyrrð, bæn og vinnu," er haft eftir
Svetlönu.
í fyrra skilaði opinber rússnesk nefnd skýrslu
urn aðgerðir Stalíns gegn kirkjunni. Þar kemur
fram að um 200 þúsund prestar hafi verið
krossfestir, skotnir eða drepnir á annan hátt.
Önnur 300 þúsund vígðra manna voru
fangelsuð og um 40.000 kirkjur voru eyði-
lagðar.
Mið-Austitrlöiiíl:
Kristilegt
gervihnattasjónvarp
Yfir eitt hundrað kristin samtök og kirkjur
hafa ákveðið að hefja gervihnattasendingar á
kristilegu sjónvarpsefni til meira en 360 milljóna
manna í Mið-Austurlöndum. Flestir íbúar á
svæðinu era múslimar og munu nú eiga þess
kost i fyrsta sinn að sjá kristilega sjónvarps-
dagskrá á eigin tungumáli. Daglegar útsend-
ingar hefjast i janúar á næsta ári.
Noregur:
Biblían söluhæst
Biblían var mest selda bókin í Noregi á árinu
1995. Tæp 190.000 eintök af Biblíum og Nýja
testamentum seldust á árinu og er það mun
meiri sala en á nokkurri annari bók þar í landi.
Rússland:
Trúuðum fjölgar
Stöðugt fleiri Rússar snúa nú aftur til rétt-
trúnaðarkirkjunnar ef rnarka má kannanir
félagsfræðinga í Sankti Pétursborg. Á árunum
1993 til 1995 fjölgaði þeim Rússum sem líta á
sig sem trúaða úr 46% í 61%. Tæp 95% þess
hóps tilheyrir rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni
og næsturn því þrír af hverjum fjóram óskuðu
þess að kristin fræði yrðu kennd í skólum.
23