Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1996, Blaðsíða 26

Bjarmi - 01.05.1996, Blaðsíða 26
KRISTNIBOÐ Þessi kirkja er bœnakirkja Eldur vakningarinnar í Eþíópíu slokknar ekki Ríkur skilningur er á því í mörgum kirkjum í Afríku aö nauösynlegt sé aö breiða út trúna á frelsarann. Nú hyggur lútherska kirkjan í Eþíópíu á starf í suöausturhluta landsins þar sem milljónir manna bíöa eftir boðskapnum. - Myndin er af eþíópskum ungmennum. Orð Guðs rætist „Bláland færir Guði gjafir hröðum höndum“ (Sálm. 68,32). Segja má að þessi orð heilagrar ritningar séu að koma fram. Blálendingar, þ.e. Eþíópíumenn, ákalla Guð í nafni frels- arans, þiggja hjálpræði hans og gefa sig honum á vald í nýrri breytni og þjónustu við náungann. Pvi hefur reyndar verið haldið fram í mörg ár að orð sálmsins séu að rætast. Þó er sífellt verið endurtaka þau, enda varir enn vakningin sem kviknaði fyrir mörgum árum og hefur farið eins og eldur í sinu um mörg héruð landsins. Hún hófst eftir stríðið við ítali á dögum einræðisherrans Mússólínís. Nokkrir kristniboðar voru í Eþíópíu fyrir 1930 en starf þeirra bar lítinn árangur. Þegar ítalir réðust inn í landið urðu kristniboðarnir að hverfa á brott. Þeir sneru aftur eftir seinni heimsstyrjöldina - og þá stóðu allar dyr opnar upp á gátt. Vakningin hafði byrjað meðan kristni- boðamir voru fjarri - og síðan hefur ekki verið lát á henni. Margir voru hikandi að vitna um trú sína í tíð kommún- ista. Nú er hverjum manni frjálst að vitna um trú sína og margir eru djarfir að segja frá mestu hamingju lífs síns. Þrítugföld og sextugföld uppskera Mikill vöxtur er í kristnu söfnuðunum sums staðar í land- inu þar sem m.a. íslenskir kristniboðar eru í samstarfi við hina lúthersku kirkju heimamanna, Mekane Jesús. Kirkjan eflist. Vöxturinn var rúm 13% á árinu sem leið. Það er stórkostlegur ávöxtur. Alls bættust við 220 þúsund manns í kirkjunni á árinu. Fjöldi safnaðarfólks nálgast tvær milljónir. Þeir voru ein milljón og tuttugu og átta þúsund árið 1991. Fáar kirkjur i Afríku vaxa eins hratt. Prestar og prédikarar eru tilfinnanlega fáir miðað við þörfina. Prestarnir eru 477, voru 460 árið 1944. Prédikarar eru fleiri og gegna mikilvægu hlutverki. Þeir voru á sl. ári tæplega 990. Að meðaltali þarf hver prestur eða prédikari að sinna um 1200 manns. Þess ber að geta að margir sjálfboðaliðar rétta hjálparhönd. Neyðaróp úr fjarlægð Kirkjan leggur áherslu á að kunngjöra fagnaðarerindið meðal þjóðflokka sem búa enn við heiðni eins og oft hefur komið fram hér í blaðinu. Kirkjan og kristniboðarnir hafa nú undanfarið rætt um að hefja starf á afar viðáttumiklu svæði í Suðaustur-Eþíópíu, nálægt landamærum Sómalíu. Kristniboðar frá Norðurlöndunum, m.a. íslandi, sem starfa saman í landinu og í félagi við kirkjuna, eru alls 90 um þessar mundir. Þeir vinna að boðun og fræðslu, heilsu- gæslu, skipulagningu, byggingu og viðhaldi húsa o.s.frv. Kirkjustjórnin hefur farið þess á leit við kristniboðs- félögin að þau leggi kirkjunni enn frekar lið í útbreiðslu- starfinu, m.a. í Suðaustur-Eþiópiu, og hafa félögin tekið þeirri málaleitan vel. Á þingi norrænu kristniboðanna í Avasa snemma á þessu ári var það mjög ríkt í hugum þátltakenda að nauðsynlegt væri að beina augum enn meir en áður til þeirra sem bíða eftir fagnaðarerindinu og fá 26

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.