Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1996, Blaðsíða 21

Bjarmi - 01.05.1996, Blaðsíða 21
sveitaprestur, og sagði: „Þakkið ekki mér, þakkið Guði.“ Svo fór hann.“ Guðrún hlaut Kaj Munk-verðlaunin hjá Dönum fyrir leikritið. Eftir að henni höfðu verið tilkynnt símleiðis þessi merku tíðindi stóð hún upp i vinnustofu sinni og snéri sér að bókaskápnum og staðnæmdist við bækurnar um og eftir Kaj og sagði upphátt: ,Ja hérna, Kaj minn, nú eru landar þínir að hringja og vilja gefa mér verðlaun fyrir leikritið. Ég hef mikið að þakka þér fyrir.“ Þá fannst mér bókaskápurinn segja: „Þakkaðu ekki mér, þakkaðu Guði!“ Og ég sagðist ætla að gera það.“ Förin til Danmerkur var ánægjuleg, þar hitti Guðrún meðal annars ekkju Kajs, hana Lisu Munk, Lisa sagði henni margar sögur af Kaj og m.a. þessa: „Kaj var veiði- frík, var alltaf að safna mönnum í veiðitúra. Eitt sinn var hann með vini sínum uppi á heiði og skaut þá allt í einu beint upp í loftið. Vininum þótti þetta undarleg hegðun og spurði hvað hann væri að skjóta svona. „Sjáðu, ég hitti einn.“ Þá var það glansmyndaengill sem lá þarna á jörð- inni. Hann gat ekki stillt sig um þetta, svona var hann óskaplegur galgopi en um leið heilur trúmaður og þess vegna gat leikritið orðið svona skemmtilegt." Ólafía Jóhannsdóttir Guðrún er að vinna að spennandi verkefnum. „Ég er að semja leikrit um Ólafíu Jóhannsdóttur KFUK-konu. Ólafia var geysilega merkileg kona. Hún fór til Noregs og stofn- aði þar heimili fyrir stúlkur með sýfilis, sem sagt algjör úrhrök samfélagsins sem enginn vildi vita af. Það er minnismerki um Ólafíu í Osló en við heyrum aldrei á hana minnst hér. Hún ferðaðist um Norðurlöndin í fyrirlestraferð til að safna fyrir Háskóla íslands. Þegar hún dó fóru fangar úr ríkisfangelsinu í Osló og grófu minnisreil um hana með berum höndum. Hún hefur ekki verið neitl smá! Frábært efni i leikrit, það þarf að skrifa um hana.“ Guðrún er einnig að vinna að öðru verkefni um sænskan prest sem var hið mesta glæsimenni á velli en opinberaði breyskleika sinn síðar á eftirminnilegan hátt og í framhaldi af því segir hún: „Ég hef aldrei haft svo mikinn áhuga fyrir þessu fullkomna fólki, vegurinn sléttur og allt eftir því, enda er ekkert svoleiðis fólk til. Guð hefur aldrei haft annað en synduga menn í þjónustu sinni sem verða uppréttir þegar þeir koma með allt sitt fram í ljósið." Við kvöddum glaðir í bragði eftir tvo og hálfan tíma. Það sem átti að verða formlegt blaðaviðtal varð eitthvað allt annað, eitthvað sem var uppbyggilegra en mörg sam- koman. Að þurfa að vinna viðtal upp úr þessari gleðistund var eins og að skrifa formlega skýrslu um vel heppnað kaffiboð, en hér hafið þið hana. H.E.M.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.