Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1996, Blaðsíða 19

Bjarmi - 01.05.1996, Blaðsíða 19
Athyglisverðast er þó hvernig myndin endurómar boð- skap kristindómsins um kærleika, fyrirgefningu og frelsun. Helen Prejean endurspeglar kærleika Krists bæði í störfum sínum meðal fátækra svertingja og ekki síður þegar hún reynir að bjarga lífi og sálarheill útskúfaðs og dauða- dæmds fangans. Hún fylgir honum alla leið í niðurlæg- ingu hans og útskúfun til að geta reist hann við á grund- velli iðrunar svo hann geti dáið með reisn. í raun verður myndin af Jesú, sem niðurlægði sjálfan sig og starfaði meðal fátækra, bersyndugra, tollheimtumanna og annarra útskúfðara, ljóslifandi. Orðin í sálminum í Filippíbréfinu rifjast upp: „Hann svipti sig öllu, tók á sig þjóns mynd og varð mönnum líkur. Hann kom fram sem maður, lægði sjálfan sig og varð hlýðinn alll til dauða, já dauðans á krossi“ (2:7-8). Ræninginn sem iðraðist á krossinum við hlið Jesú kemur einnig upp í hugann. Nálægð Krists í aftökuklefanum verður raunveruleg. Það kann að vera þverstæðukennt að fagnaðarerindið um kærleika og fyrirgefningu syndanna skuli hljóma í kvikmynd sem fjallar um hrottafenginn glæp. Sú er þó raunin. Það kann líka að vera að fólk leiði þann boðskap myndarinnar hjá sér og einblíni á spurninguna um rétt- mæti dauðarefsingar. Við lifum á tímum þar sem fólk forðasl að tala um sektarkennd, iðrun og friðþægingu og hugtakið fyrirgefning er annað hvort orðið útþynnt eða hún talin varasöm, a.m.k. í vissum tilvikum. Þegar upp er staðið er það þó kjarni máls i lífinu að geta horfst í augu við sjálfan sig og gjörðir sínar, viðurkennt brot sín og staðið bæði andspænis Guði og mönnum með fullvissu um fyrirgefningu og sátt. Sannleikurinn um manninn er sá að hann er í uppreisn gegn skapara sínum, skeytir ekki um vilja hans og traðkar á náunga sínum. í því efni erum við öll í sömu sporum. Sannleikurinn um Guð er sá að hann sendi son sinn í heiminn til að sætta uppreisnargjarnan manninn við sig, taka á sig sekt hans og boða honum fyrirgefningu synd- anna. Við því þurfum við öll að taka í iðrun og trú. Þess vegna eru orð Jesú lausnin, hvort sem um er að ræða forhertan glæpamann eða okkur sjálf: „Ef þér eruð stöð- urgir í orði minu, eruð þér sannir lærisveinar mínir og munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa" (Jóh. 8:31-32). Niðurlag Kvikmyndin Dauðamaður nálgast er kröftug og áleitin hugvekja um þungamiðju kristindómsins. Því er óhætt að mæla með henni. Hún gefur einnig gott tilefni til að ræða þær spurningar sem hún tekur á og um leið kjarna kristinnar trúar. Því er lilvalið að horfa á myndina með einhverjum og nota svo efni hennar til samræðna á eftir. GJG NÁMSKEIÐ Biblíuskólinn við Holtaveg hefur aðsetur í húsi KFUM og KFUK, Holtavegi 28 i Reykjavík. Biblíuskólinn við Holtaveg Hreyfingarnar sem gefa út Bjarma starfrækja Biblíuskóla í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg í Reykjavík. Þar er boðið upp á margvísleg námskeið. Á komandi hausti verður rn.a. boðið upp á sex löng og tvð stutt námskeið. Þau löngu standa yfir í nokkrar vikur og verður kennt eitt kvöld eða einn morgun í viku. Tvö til þrjú styttri námskeið verða í boði en þau verða dagsnámskeið á laugar- dögum. Alfa-námskeiðið verður nú kennt í annað sinn en það fjallar um grundvallar- atriði kristinnar trúar og er sérstaklega hugsað fyrir þá sem ekki hafa tekið mikinn þátt í kristilegu og kirkjulegu starfi. Stendur það yfir í tíu vikur og verður kennt á miðvikudagskvöldum auk þess sem þátttakendur fara saman á svonefnda Alfa-helgi. Eftirtalin önnur námskeið verða í boði: Krisiniboð, hvað, hvers vegna, hvernig? Kirkjusaga síðustu alda, Rýnt í síður Garnla testamentisins, Samk}m- hneigð - hvað segir Biblían? o.fl. Fréttabréf Biblíuskólans með nánari upplýs- ingunr er væntanlegt í júní og rná fá það sent með þvi að hafa samband við skrifstofu skólans í síma 588 8899. Þar fer einnig fram skráning á námskeiðin. Biblíuskólinn á Eyjólfsstöðum Ungt fólk með hlutverk rekur biblíuskóla á Eyjólfsstöðum á Austurlandi. í september i haust hefst Biblíu- og boðunarnámskeið á skólanum. Um er að ræða 20 vikna námskeið og stendur það til 1. mars 1997. Tólf vikur fara í kennslu og átta í verklega þjálfun. Markmið námskeiðsins er að kenna grundvallaratriði kristinnar trúar, efla kristilegan þroska nemenda og auka þekkingu þeirra og reynslu af Guði. Einnig fá nemendur þjálfun í að boða fagnaðarerindið á lifandi og skapandi hátt. Kennarar eru bæði innlendir og erlendir og eru þeir valdir út frá því á hvaða sviði sérþekking þeirra er. Þeir rnunu meðal annars fjalla um hjálpræðisverk Jesú Krists, verk heilags anda, aðferðir i boðun og margt fleira. Umsóknarfrestur er til 1. júní nk. Nánari upplýsingar fást á Biblíuskólanum i síma 4712171. 19

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.