Bjarmi - 01.12.2002, Side 29
Jólahugvekja
Hann bjó meó oss
Katrín Þ. Guðlaugsdóttir
„í upphafi vár Oróió, og Oróió var hjá
Guði, og Oróið var Guó. Hann var í upp-
hafi hjá Guói. Allir hlutir uróu fyrir hann,
án hans varó ekki neitt, sem til er. í hon-
um var líf, og lífió var Ijós mannanna.
Ljósió skín í myrkrinu og myrkrió tók ekki
á móti því.” „Og Oróió varó hold, hann
bjó meó oss, fullur náóar og sannleika...”
Jóh. 1, 1-5,14.
Guð gjörði heiminn og allt sem í honum
er. En frá því sköpunin gerói uppreisn gegn
Guði hvfldi myrkur syndar og dauða yfir
mannheimi, því mennirnir elskuðu myrkrið
meira en Ijósið. Þó skinu fyrirheit Guðs um
frelsara eins og vonarstjörnur á himni og
tendruóu trú feðranna gegnum aldir, með-
an þeir biðu þess að fyrirheitin rættust.
Biðin var löng og ströng, og lýður Guðs var
óþreyjufullur á stundum og óhlýðinn, og
fjölmargir heltust úr lestinni. En þeir sem
treystu Drottni og varðveittu trúna sann-
reyndu að orð hans voru áreiðanleg, undur
og stórmerki fýlgdu þeim. Vitnisburóur
þeirra hljómar sterkur og fagnandi í 23.
sálmi Davíðs, ógleymanlegum pílagríms-
söng kynslóóanna. Þessi huggunarríki
hiróissálmur er ein yndislegasta trúarjátn-
ing allra tíma. Þeir tilheyróu Guðs útvöldu
þessir sem gættu hjarðar sinnar á Bet-
lehemsvöllum umrædda nótt, og áreiðan-
lega hafa þeir oft setið í nióamyrkri vió eld-
inn og sungið þennan sálm sér til hugar-
hægóar.
Þessi nótt var varla öðru vísi en aðrar,
fyrr en skyndilega aó himinninn opnaöist
yfir þeim og engill Drottins stóó hjá þeim.
Þeir uróu skelfingu lostnir, en engillinn
sagði við þá: „Verió óhræddir, því sjá, ég
boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun
öllum lýðnum: Yður er í dag frelsari fæddur,
sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. Og
hafið þetta til marks: Þér munuð finna ung-
barn reifað og lagt íjötu.” Við getum reynt
aó ímynda okkur hugarástand fjárhiró-
anna, undrun og eftirvæntingu. Stóra
stundin var runnin upp, bióin á enda, fyrir-
heitið að rætast.
Hver skyldi hugur okkar vera á aóventu?
Hefur heimshyggja og óðagot rænt okkur
helgi jólanna, svo vió höfum týnt tilgangi
jólahaldsins? Og í stað þess að frióur jól-
anna auógi andann og efli trúna, skilja þau
eftir uppgefinn anda og örþreyttan líkama?
Hirðarnir skunduðu hiklaust af stað og
fundu allt eins og þeim hafói verið sagt.
Eftir fagnaðarstund í fjárhúsinu snéru þeir
lofsyngjandi aftur út á vellina. Síðan hafa
fjölmargir farið að dæmi þeirra, beygt kné
vió jötuna lágu og staðið á fætur með lof-
söng í hug og hjarta.
„Orðið varó hold”, þar lá Jesús í jötu.
Flestar myndir af ungbarninu á jólanótt
sýna hann með útbreiddan faóm. Það
undirstrikar líf hans og starf, hvernig „hann
bjó með oss, fullur náðar og sannleika”.
Vió syngjum um þennan opna faðm Jesú
mót syndugum manni: ,Já, útbreiddur
faðmur er yfirskrift góó, á allt frá hans jötu
uns gaf hann sitt blóó.” Guð birti okkur
kærleika sinn í Kristijesú, Orðinu sem varð
hold og bar synd heimsins. Hann var út-
genginn frá föðurnum og til hans átti hann
aó fara aftur um þyrnum stráóa braut.
Skugga krossins bar fljótt á líf Jesú.
Heimsdrottnar myrkursins skynjuðu þegar í
hinum nýfædda frelsara ógnun vió veldi
sitt. En yfir krossinum blikar stjarna eilífr-
ar vonar sem Guó hefur tendrað. í skini
hennar sjáum við aó „krossinn er auóur,
gröfin er tóm”, því Jesús er upprisinn og
farinn til föðurins á himnum, þar sem
hann nú lifir í dýró, umkringdur
himneskum herskörum. Þangað
stefna líka pílagrímarnir á göngu
sinni. Yfir þeim skína stjörnur
fyrirheita og vonarríkrar
heimkomu. Þeir hafa litió
barnið íjötunni, Guðsson-
inn, og leita skjóls við
kross hans. Þess vegna
njóta þeir blessunar
og hljóta umbun
jafnt í gleði og
þraut.
„Ó, hversu sæll
er hópur sá,
sem Herrann
kannast við,
ef frelsara
sinn æ hann á, hann æ á nógan frið.” En er
ég, Drottinn, einn af þeim? Jesús svarar:
„Barnió mitt, syndir þínar eru fyrirgefnar.”
Má ég þá kallast þinn? Og Orðið svarar:
„Öllum þeim sem tóku vió honum gaf hann
rétt til að veróa Guðs börn, þeim sem trúa
á nafn hans.”
Guði sé lof og þökk. Orð hans er áreið-
anlegt. Gleðileg jól í nafni Guðs föóur, son-
ar og heilags anda.
Katrín Þ. Guðlaugsdáttir er rítarí ogstarfaði
um árabil sem kristniboði í Eþíópíu.