Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.12.2002, Side 33

Bjarmi - 01.12.2002, Side 33
Hljómar kynna: Hrönn Svansdóttir Eftirvænting lá í loftinu þegar beðið var eftir því aó Michael W. Smith stigi á svið og flytti lokaatriói föstudagskvölds á Creation hátíðinni. A augabragði breyttist myrkvað sviðið í Ijósahaf og tónlistin streymdi fram. Þar var vel skipuó hljóm- sveit og Michael í fararbroddi. En í stað hefbundinna tónleika hófst lofgjörðar- stund þar sem þúsundir viðstaddra urðu þátttakendur í stað áhorfenda. Þarna var Michael W. Smith að flytja lög sem eru komin út á DVD-disknum Worship. Michael Whitaker Smith fæddist 7. október 1957 í Kenova í Vestur-Virginíu. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum, Paul og Barböru Smith ásamt Kim, yngri systur sinni. Uppvaxtarárin voru eins og hjá mörgum öórum, hann spilaði mikið hafna- bolta, tók þátt í kirkjustarfi meó fjölskyld- unni og spilaði á píanó. Hins vegar samdi hann fyrsta lagið sitt aðeins fimm ára gamall og ákvað tíu ára aó vera kristinn maður. Hann dreymdi um að veróa at- vinnumaður í hafnabolta en önnur leið beió hans. Hann hóf nám í Marshall Uni- versity en hætti á fyrstu önn og flutti til Nashville í þeirri von um aó veróa atvinnu- tónlistarmaður. Þetta var árið 1979 og Michael 22 ára. Hann var farinn að neyta fíkniefna og jókst neyslan mikið eftir að hann flutti frá foreldrum sínum sem höfðu sýnt mikið umburðarlyndi og kærleika. Þessu tímabili lauk þegar Michael á barmi taugaáfalls hrópaði til Guðs og baó um hjálp. Eftir það náði hann sér vel á strik. Þegar hann var hljómborðsleikari í hljómsveitinni „Higher Ground“ var hon- um boðió starf sem lagahöfundur fyrir út- gáfufyrirtækió „Paragon/Benson". Þetta var það besta sem hafði gerst í lífi hans og hann lýsir því sjálfur svona: „Ég hélt að ég hefði d áið og farið til himna.“ Hann fékk 200 dollara í laun á viku fyrir aó gera það sem honum fannst skemmtilegast aó gera, þurfti ekki lengur að vinna sem þjónn á 1988 1989 1990 1992: 1993: 1999: 2000: 2001 2002 veitingahúsi eða við garðyrkju- störf. Það var á þessum tíma sem hann kynnt- ist eiginkonu sinni, Deborh Kay - hm Davis. Þaó var ást við fyrstu sýn, hún gekk í gegnum skrifstofuna þar sem Michael var aó vinna og var fallegasta kona sem hann hafði séð. Hann tók upp símann og hringdi í mömmu sína og tilkynnti að hann væri búinn að finna konuna sem hann ætl- aði að kvænast. Þremur vikum síóar voru þau trúlofuó og fjórum mánuðum síðar gift. I dag eiga þau fimm börn. Arið 1982 gekk Michael í hljómsveitina sem spilaói með Amy Grant og varir sam- starf þeirra enn. Það var ári seinna sem fyrsta platan hans kom út, hún heitir „Michael W. Smith Project" og samdi Michael öll lögin og Debbie, konan hans, alla textana. Það var á þessari plötu sem lagið „Friends" kom fyrst út. Þetta var upphafið aó glæsilegum tónlistarferli og nú hafa komið út 16 plötur/geisladiskar og 10 bækur, hann hefur hlotið fjölda verðlauna, m.a. tvenn Grammy verðlaun og 34 Dove verðlaun og selt yfir átta millj- ónir diska. Þegar Michael W. Smith áleit aó ferill hans hefði náó hámarki þá gaf hann út fýrsta lofgjörðardiskinn sinn, og eins og af tilviljun kom hann út 11. september í fyrra. Þessi diskur færði mörgum uppörvun og fékk viótökur sem enginn átti von á. Hann var söluhæstur kristilegra diska árin 2001 og nú 2002. Þessum disk fylgdi hann eftir meó útgáfu á DVD disk sem tekinn var upp á lofgjörðartónleikum í Kanada þar sem 15.000 manns komu saman. Og 22. októ- ber sl. kom út annar lofgjörðardiskur „Worship Again“. Sjálfur segir Michael um nýja diskinn: „Hann er ekki einungis samansafn af góð- um lögum, hér er upplifun sem áhorfend- ur og áheyrendur taka þátt í.“ Yfirlit: Platan „Michael W. Smith 2“ Myndbandið „Michael W. Smith Live in Concert“ Platan „The Big Picture" og fýrsta bókin Old Enough to Know. Platan „The Live Set“ og mynd- bandið „The Big Picture Tour“ Platan „i 2 (EYE)“ Platan „Christmas" Platan „Go West Young Man“ sem innihélt lagið „Place in This World“ sem gaf honum verðlaunin „American Music Award’s New Artist of the Year“ Platan „Change Your World“ Platan „The First Decade“ og „The WonderYears“ Geisladiskurinn „l’ll Lead You Home“ Bókin It’s Time to Be Bold og bók- in Friends Are Friends Forever. Geisladiskurinn „Live the Life“ og bókin Your Place In This World og frábær jóladiskur „Christmastime“ Geisladiskurinn „This Is Your Time,“ og bókin This Is Your Time, einnig uppskriftabók í samvinnu vió móður hans Cooking with Smitty’s og barnabók skrifuð með Debbie Where’s Whitney? Geisladiskurinn „Freedom” Bókin I Will Be Your Friend og geisladiskurinn „Worship“ Bókin Worship, og bókin The Price of Freedom og einnig myndbandió „Worship" og geisladiskurinn „Worship Again“ 33

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.