Heima er bezt - 01.07.1952, Page 4

Heima er bezt - 01.07.1952, Page 4
196 Heima er bezt Nr. 6 kvennahrókur. Og ekki skalt þú ætla, að þú afhendir mig eins og kvígu einhverjum af þeim ung- um mönnum, sem eru nú hér á útsveitinni, því að allir eru þeir durgar og dusilmenni.“ Þorvaldur varð æfareiður og hugðist leggja hendur á Helgu. Kvaðst hann skyldu sýna henni það, að hann héldi uppi húsaga á sínu heimili. Hann sló til henn- ar, en hún vatt sér undan, tók sótugan pott og fleygði framan á hann. Féll blóð úr nösum Þor- valds, og allur var hann drifinn sóti. „Ert þú hið mesta skass, og væri það Gísla raunar mátulegt, að hann hlyti slíka fordæðu.“ Helga hló kuldalega og sagði: „Þar hitti djöfsi dóttur sína!“ Þorvaldur þagði, og gafst hann að svo búnu upp á því að snúa hug dóttur sinnar frá Gísla, en þar með hafði hann ekki fallið frá að stía þeim í sundur. Hann tók nú að leita funda við hús- freyjuna á Saurum. Hafði það orð legið á fyrir nokkrum árum, að Þorvaldur ætti vingott við Kristínu húsfreyju, og nú komst það aftur í almæli, enda sátu þau löngum ein frammi á dyralofti á Saurum, og mátti enginn mað- ur trufla þau. Bæði létu þau eins og þau vissu þetta ekki, kona Þorvalds og Saurabóndinn. Þegar leið að vori, var það svo dag einn, að Sveinn bóndi á Saurum kom að máli við Gísla úr Dalsdal og kvaðst gera ráð fyrir, að hann færi frá Saurum í næstu fardögum. „Enda hef ég ekki beðið þig að vera hjá mér næsta árið,“ mælti hann. Gísla setti hljóðan, en hann sagði síðan: „Nú hef ég verið hjá þér í fjög- ur ár, og hélt ég, að okkur félli vel hvorum við annan og þú hefðir ekki mikið undan verkum mínum að kvarta, og tvö sein- ustu árin hefur þú ekki nefnt við mig vistráðningu. Hélt ég svo, að allt væri óbreytt frá þinni hendi.“ Sveinn bóndi varð vandræða- legur, en hann svaraði þó því, að svo yrði að vera sem hann hefði þegar sagt. Gísli vildi ógjarna fara burt úr Keldudal, því að hann kaus að vera sem næst Helgu. Hann fór nú og hitti Björn bónda á Arnarnúpi og spurði hann, hvort hann þyrfti ekki á húskarli að halda. Björn kvað nei við, — hann hefði þegar ráðið sér hús- karla, en víst mundi hann hafa kosið að ráða Gísla til sín, ef hann hefði haldið þess kost. Gísli fór síðan út í Hraun. Þar bjuggu tveir bændur. Annar þeirra átti uppkomna syni og réð ekki til sín neina húskarla, en hinn veitti sömu svör og Björn á Arnarnúpi. Bóndinn á fimmta bænum í dalnum, Þor- gerðarbæ, var kotungur og hafði ekki hjúa. Gísla þótti nú óvænkast ráð þeirra Helgu. Hann fór og hitti hana, og gekk hún með honum á eintal. Sagði hann henni allt af létta og kvaðst ekki mundu eiga neinn kost þess að vera kyrr í Keldudal. Helga sagði, að föð- ur hennar skyldi aldrei veitast sú ánægja, að Gísli yrði að hrökklast burt úr dalnum. „Vil ég, að þú ráðir þig í skip- rúm hjá Birni á Arnarnúpi, og fáir að dvelja þar, en heitir hús- karl föður þíns.“ Gísli mælti eftir stundar um- hugsun: „Nú flögrar það að mér, að þannig mundi mega málum haga, að okkur Bimi bónda hentaði báðum. Sú úrlausn mundi bezt, að ég réðist húskarl Björns, en hann gyldi mér ekki kaup. Ég hefði hjá honum fæði, reri á báti hans vor og haust og tæki hlut minn, gengi að slætti með mönnum hans og ynni hon- um jafnan, þá er mikið lægi við, en ætti að öðru leyti tíma minn í landlegum og þá er vetur setzt að. Hann léti mér svo í té land í móunum milli Arnarnúps, og sjávar og leyfði mér að rækta það og reisa þar bæ. Ég gæti haft þar eitthvað af skepnum, en stunda annars sjó, refaveið- ar og smíðar — okkur til lífsupp- eldis.“ Helga var fljót til svars: „Vel lízt mér á þetta. Þú ert smiður góður og gætir eignazt bát, og eigi mun þér verða skota- skuld úr að koma upp húsunum. Mun Björn láta þér í té rekavið, svo sem nauðsyn krefur. Ég mun og styðja þig að þessu með vinnu og ráðum.“ Gísli mælti: „En hvort mun Björn gera þetta, ef hann rennir grun í, að það sé í blóra við föður þinn?“ „Nú er ráðið, að bræður mínir gangi að eiga þær Saurasystur, og eru þá ráð föður míns tryggð að sinni yfir báðum jörðunum, Saurum og Skálará. Það hygg ég, að ágangs kunni að kenna af hendi hans, þó að Björn stígi ekki á það strá, sem honum er til miska, því að nú mun honum þykja veldi sitt hafa vaxið hér í dalnum. Mundi réttast, að ég ræddi við Björn um mál okkar.“ Gísli tók þessu feginsamlega, og fór Helga síðan út að Arnar- núpi. Hún hitti Björn, bar upp við hann mál þeirra Gísla og sagði honum ástæður allar. Hún sagði að lokum: „Það hygg ég, að þér muni geta þótt þröngt fyrir dyrum af ágangi Þorvalds, föður míns, áð- ur en lýkur, ef þú ekki sýnir honum það í þessu máli, að þú farir þínu fram. Ekki mun þig skorta stuðning okkar Gísla. Ég hvika hvergi fyrir föður mínum, hversu sem hann lætur, og mun ég gera honum eins örðugt fyrir á heimilinu og framast má verða.“ Björn bóndi þagði lengi, en mælti síðan: „Ég hef nú hugleitt nokkuð málið, og mun ég gera sem þið viljið. .. Gísli er óvenjulegur maður fyrir sakir dugnaðar og verklagni, og rétt mun það, er þú hefur vikið að um væntanleg samskipti okkar föður þíns. Mun þar engan veginn henta að slá undan.“ Helga þakkaði vel Birni bónda og fór síðan til fundar við Gísla. Brást hann glaður við, þá er hún sagði honum tíðindin, og eftir fáa daga fluttist hann að Arn- arnúpi. Helga gat ekki á sér setið að storka föður sínum með því, að honum hefði ekki tekizt að bola Gísla burt úr Keldudal. Skildi Þorvaldur, að hún mundi hafa átt þátt í þessu ráði, og skiptust þau feðgin á sneiðiyrðum. Kvað Helga föður sinn hafa tekið þann kost, sem reynast mundi hon-

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.