Heima er bezt - 01.07.1952, Side 19
Nr. 6
Heima ’cr bezt
211
að fiskur væri genginn í fjörð-
inn svo snemma vors. Útgerðirn-
ar komu fram samtímis og
bjuggu nú um sig á viðeigandi
hátt til nokkurra vikna dvalar í
byrgjunum undir standbjarginu
í Drangey.
Hófust nú fuglaveiðarnar.
Byrjað var á því að tengja
flekana saman, stjórar voru við
þá tengdir, farið var fram á mið
með uppistöðurnar, stjórum
varpað fyrir borð og nú voru
snörur egndar. Að „egna snörur“
var að hagræða þeim þannig, að
þær stæðu sem opnar lykkjur of-
an á flekunum. Tilgangurinn
með því að „egna“ var sá, að
skapa umbúnað, er verkaði
þannig, að snörurnar rynnu að
fótum fuglanna og héldu þeim
föstum er þeir skriðu upp á flek-
ana. Til þess að hæna fuglinn
að flekunum þurfti að ná í
nokkra fugla, sem kallaðir voru
„bandingjar“, en það nafn var
gefið vegna þess, að fuglar þess-
ir voru festir á flekana, tveir á
hvern, þannig, að snörum var
brugðið um vængi þeirra. Þann-
ig sat bandinginn fjötraður á
báðum vængjum, á flekabrún.
Þarna sat hann fastur, skrækj-
andi og gargandi. Komu félag-
ar hans þá aðvífandi og skriðu
upp á flekann, með þeim afleið-
ingum, að þeir festu fæturna í
hinum egndu snörum og sátu
þarna fastir þangað til vitjað var
um og þeir handsamaðir.
Venjan var að vitja um flek-
ana tvisvar í sólarhring, eða að
morgni og kvöldi; „farið var út“
á vissum tímum og allir fóru
samtímis. Umvitjanir fóru allar
fram á sama tíma, til þess að
fæla fuglinn sem minnst í um-
hverfi eyjarinnar.
Ég gat þess áður, að í hverri
útgerð gátu verið 3—9 manns.
Hver maður mátti hafa 3 eða 4
niðurstöður. Gátu niðurstöður
9 manna útgerðar því orðið um
eða yfir 30, og þegar þess er
minnzt, að 3 flekar voru í hverri
niðurstöðu, má reikna út fjölda
fleka útgerðarinnar. Það var
ekki óalgengt, að hver útgerð
hefði 90—100 fleka. Þess ber að
geta, að báturinn átti eina nið-
urstöðu.
í hverri umvitjun var farið að
öllum niðurstöðum og fuglinn
tekinn af hverjum fleka, nema
bandingjarnir, en gumlu band-
ingjarnir voru nú snunir úr háls-
liðnum og nýir bandmgjar sett-
ir i stað hinna fyrri.
Fuglinn, sem veiddist á flek-
ana, var svo að segja cingöngu
langvía og lundi. Hve mikið
veiddist var ákaflega breytilegt.
í hverri vitjun gat það komið
fyrir, að 5—8 fuglar væru á sama
fleka, með öðrum orðum 12—20
á niðurstöðu og þótti það mjög
góð veiði. Að meðaltali var veið-
in auðvitað ekki svo mikil.
Vertíðin stóð frá miðjum maí
til sláttar, þetta um 10 vikur af
sumri, eða samtals um 7 vikna
tíma. Þótti það góð veiði, ef 400
—600 fuglar á mann veiddust yf-
ir vikuna, enda þurfti veður að
vera hagstætt og veiði góð, til
þess að svo mikið fuglaðist.
Á vertíðinni var sjór þéttsett-
ur flekum á vissum svæðum í
kring um Drangey. Hver maður
átti sína fleka og voru þeir
brennimerktir honum eða á ann-
an hátt auðkenndir, svo að eigi
yrði farið flekavillt. Fengur
hvers manns var festur í sjálf-
stæðar kippur með „fuglabandi",
en fuglaböndin voru auðkennd
með tréspjöldum, er voru
brennimerkt eða auðkennd eins
og flekarnir, greinilega, svo að
ekki yrði á villzt. Bátseigandi sá
um fleka bátsins og voru þeir
að sjálfsögðu einnig auðkenndir.
Oft kom það fyrir, að flekar
týndust í illviðrum, ef flekabönd
slitnuðu eða stjórar sviku. Þeg-
ar leið á vertíð, eða veður voru
óstöðug, var alltaf um að ræða
eyðileggingu á snörum og þurfti
þá að setja nýjar í stað þeirra,
sem ekki þóttu riýtilegar leng-
ur. Til þess að bæta upp fleka-
töp voru varaflekar stjóraðir í
stað þeirra, sem týndust. Annars
þurfti að hafa varafleka og nota
þá utan þess, því þegar flekar
voru farnir að „sjóast“, varð að
skipta um þá við og við. Sjóuðu
flekarnir voru þá fluttir í land
og þurrkaðir, en þurrir flekar
hafðir úti í þeirra stað. Þegar
sjóuðu flekarnir þornuðu þurfti
oft að „hára þá upp“, en að hára
upp, var að setja nýjar snörur í
flekana í stað þeirra, sem ónýt-
ar voru.
JAFNÓÐUM og fuglað var
þurfti að sjá fyrir því, að fugl-
inn kæmist í land og honum yrði
þar gert til góða, svo að hann
geymdist vel. Frammi i ey var
hann kippaður, svo að auðvelt
væri með hann að fara bæði í
flutningum í land og út um
sveitir. Þess vegna var hann
kippaður þannig, að bundið var
um hálsinn á 5 og 5 fuglum í
senn og í hverri kippu voru
hafðir 30 fuglar. Var þessi
kippustærð miðuð við, að þægi-
leg væri til flutnings og auðvelt
að hengja á klakk. Þótti það
hæfileg klyf að hafa tvær kipp-
ur hvorum megin, en þrjár, ef
stutt var að flytja.
Þegar vel aflaðist, var flutt í
land um miðja viku og var gert
að þeim fugli til notkunar á
heimilunum sjálfum. Var það
verk kvenfólksins að gera hon-
um til góða. Fyrst þurfti að
plokka og svíða. Þótti það fram-
úrskarandi dagsverk að plokka
100 langvíur á dag, en að meðal-
tali mun dagsverkið varla hafa
verið meira en 50 langvíur plokk-
aðar og sviðnar. Sviðið var við
lyngbál. Þannig var starfi hag-
að, að prik var notað, því stung-
ið í gin fuglsins og niður í gegn
um hálsinn, og síðan brugðið yf-
ir eldinn, en greiðlega gekk að
svíða, ef fuglinn var þurr, því að
fitan á honum draup stundum
og skerpti logann. Þar næst var
fuglinn tekinn sundur þannig,
að bringan var skilin frá
hryggnum; hún var ýmist sölt-
uð eða reykt, en hryggurinn, á-
samt hálsi, haus og lærum, var
súrsað. Þetta súrmeti var að
mestu haft til sumarmatar, en
það entist fram á vetur hjá
þeim, sem mikið fengu.
Fuglinn var góður fengur
margra heimila í héraðinu, þeg-
ar útgerðir voru flestar. Móðir
mín átti stundum saltaðar lang-
víubringur í mörgum tunnum og
tóku þær við, þegar súrmetinu
sleppti, eða þær voru hafðar
jafnframt því til tilbreytni.
Fuglinn, sem fluttur var í land
um helgar, var fyrst og fremst
hafður sem verzlunarvara. Komu
menn víða að til þess að kaupa
Drangeyjarfugl, ekki aðeins úr
Skagafirði, heldur líka úr öðrum
héruðum. Það var ekkert sjald-